Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar 22. nóvember 2024 08:01 Há vaxtaprósenta gerir ekkert nema flytja peninga úr vösum tekjulágra í vasa þeirra tekjuháu. Hún lækkar hvorki verðbólgu né skapar stöðugleika. Í raun kynda háir stýrivexti frekar undir verðbólgu, eins og nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stieglitz hefur bent á, sérstaklega þar sem húsnæðisverð er inni í vísitölu neysluverðs. Ráðamenn og Seðlabankastjóri eru hér að níðast á almenningi og fóðra eigin vasa og annarra fjármagnseigenda. Hvernig stendur á því að fólk á hinum Norðurlöndunum getur keypt sér íbúð og borgað af henni án þess að þurfa lepja dauðann úr skel, ólíkt okkur hér á Íslandi? Í Svíþjóð og Danmörku er afborgun af meðalstórri 3. herbergja íbúð, miðað við 20% útborgun og rest á láni til 40 ára, aðeins um 200.000 íslenskar krónur á mánuði. Hér er afborgun af sambærilegu reikningsdæmi um 600.000 krónur á mánuði. Á Norðurlöndunum sér fólk hvernig höfuðstóllinn lækkar. Hér hreyfist höfuðstóllinn varla fyrr en eftir 20 ár og við borgum íbúðina tífallt. Málið er einfalt. Hvort viltu borga 600 þúsund eða 200 þúsund á mánuði? Ef þú vilt bara borga 200 þúsund þá þarftu að kjósa Lýðræðisflokkinn. Lýðræðisflokkurinn mun breyta þessu. Baldur Borgþórsson er 1. maður á lista Lýðræðisflokksins í Reykjavík norður. Hann talar fyrir því að setja í lög á Seðlabankann sem banna hærri stýrivexti en 4%. Þetta myndi sjálfkrafa gera lánakjör hérlendis sambærileg þeim á hinum Norðurlöndunum. Auk þess er það stefnumál Lýðræðisflokksins að taka húsnæðisverð út úr vísitölu neysluverðs, enda hvergi í siðmenntuðum löndum sem það er gert. Auk þess má taka áfengi og tóbak úr sömu vísitölu, þar sem allar aðgerðir stjórnvalda til að stemma stigu við neyslu þess, leiða beint til aukinnar verðbólgu. Það er löngu búið að lækka vexti í öðrum Vesturlöndum en af því hér þurfa fjármagnseigendur aðeins að bæta í yfirfulla sjóðina hefur það ekki verið gert hér á landi. Há vaxtakjör og ófyrirsjáanleiki við íbúðakaup gera það vonlaust fyrir venjulegt fólk að kaupa sér íbúð eða halda í við afborganir. Þetta er einungis til að breikka enn frekar bilið milli ríkra og fátækra. Þeir sem vilja sjá breytingar verða að kjósa eitthvað annað en þeir hafa alltaf gert. Ef þú býrð í Reykjavík norður hvet ég þig eindregið til að nýta atkvæðisrétt þinn og kjósa Baldur á þing. Höfundur er rithöfundur og skipar 2. sæti Lýðræðisflokksins í Reykjavík Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Húsnæðismál Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Há vaxtaprósenta gerir ekkert nema flytja peninga úr vösum tekjulágra í vasa þeirra tekjuháu. Hún lækkar hvorki verðbólgu né skapar stöðugleika. Í raun kynda háir stýrivexti frekar undir verðbólgu, eins og nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stieglitz hefur bent á, sérstaklega þar sem húsnæðisverð er inni í vísitölu neysluverðs. Ráðamenn og Seðlabankastjóri eru hér að níðast á almenningi og fóðra eigin vasa og annarra fjármagnseigenda. Hvernig stendur á því að fólk á hinum Norðurlöndunum getur keypt sér íbúð og borgað af henni án þess að þurfa lepja dauðann úr skel, ólíkt okkur hér á Íslandi? Í Svíþjóð og Danmörku er afborgun af meðalstórri 3. herbergja íbúð, miðað við 20% útborgun og rest á láni til 40 ára, aðeins um 200.000 íslenskar krónur á mánuði. Hér er afborgun af sambærilegu reikningsdæmi um 600.000 krónur á mánuði. Á Norðurlöndunum sér fólk hvernig höfuðstóllinn lækkar. Hér hreyfist höfuðstóllinn varla fyrr en eftir 20 ár og við borgum íbúðina tífallt. Málið er einfalt. Hvort viltu borga 600 þúsund eða 200 þúsund á mánuði? Ef þú vilt bara borga 200 þúsund þá þarftu að kjósa Lýðræðisflokkinn. Lýðræðisflokkurinn mun breyta þessu. Baldur Borgþórsson er 1. maður á lista Lýðræðisflokksins í Reykjavík norður. Hann talar fyrir því að setja í lög á Seðlabankann sem banna hærri stýrivexti en 4%. Þetta myndi sjálfkrafa gera lánakjör hérlendis sambærileg þeim á hinum Norðurlöndunum. Auk þess er það stefnumál Lýðræðisflokksins að taka húsnæðisverð út úr vísitölu neysluverðs, enda hvergi í siðmenntuðum löndum sem það er gert. Auk þess má taka áfengi og tóbak úr sömu vísitölu, þar sem allar aðgerðir stjórnvalda til að stemma stigu við neyslu þess, leiða beint til aukinnar verðbólgu. Það er löngu búið að lækka vexti í öðrum Vesturlöndum en af því hér þurfa fjármagnseigendur aðeins að bæta í yfirfulla sjóðina hefur það ekki verið gert hér á landi. Há vaxtakjör og ófyrirsjáanleiki við íbúðakaup gera það vonlaust fyrir venjulegt fólk að kaupa sér íbúð eða halda í við afborganir. Þetta er einungis til að breikka enn frekar bilið milli ríkra og fátækra. Þeir sem vilja sjá breytingar verða að kjósa eitthvað annað en þeir hafa alltaf gert. Ef þú býrð í Reykjavík norður hvet ég þig eindregið til að nýta atkvæðisrétt þinn og kjósa Baldur á þing. Höfundur er rithöfundur og skipar 2. sæti Lýðræðisflokksins í Reykjavík Norður.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar