Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar 22. nóvember 2024 07:15 Umhverfismál eru heilbrigðismál Heilbrigð náttúra er undirstaða afkomu okkar og velsældar líkt og verið hefur alla tíð. Umgengni okkar um náttúru og náttúruleg gæði þarf því ekki bara að vera góð, heldur líka á forsendum náttúrunnar sjálfrar, svo sem frekast er unnt. Andi laga um náttúruvernd býður okkur að gera það, nokkuð sem ég fullyrði hins vegar að við gerum ekki sem skyldi. Hugum aðeins að eignarhaldi á náttúrunni áður en lengra er haldið. Hver á og fyrir hvern er náttúran? Þegar við tölum um að varðveita tiltekin landsvæði fyrir komandi kynslóðir, þá felst mögulega í því tvíþættur misskilningur; að maður og náttúra séu tvennt og að náttúran sé til fyrir manninn. Maðurinn á ekki náttúruna og hún er ekki til fyrir hann umfram annað líf. Viðkvæman vef lífsins spinna margir og ekki síst smáar og örsmáar lífverur, sem við gjarnan köllum óæðri. Maðurinn eins og aðrar lífverur er hluti þessa flókna vefs, en er líka ábyrgur fyrir mestum skemmdum á honum og þannig veikasti hlekkurinn í keðju alls jarðlífsins. Það ætti að vera okkur hvati til að láta náttúruna ávallt njóta bæði vísindalegs vafa og vissu, sem í dag er ekki. Því til staðfestingar lengist stöðugt listinn yfir útdauðar lífverur af mannavöldum. Jörðin er sameiginlegt heimili alls lífs sem á henni lifir og maðurinn bara einn margra fjölskyldumeðlima. Heilsa fyrir allt og öll Allir þeir þættir sem áhrif hafa á heilsu fólks til góðs eða ills nefnast áhrifaþættir heilsu, sjá mynd á heimasíðu Landlæknis; https://island.is/heilsueflandi-samfelag/heimsmarkmidin Náttúrulegt umhverfi á mjög stóran hlut í þeirri mynd. Mun yngra er hugtakið One Health (Ein heilsa), sem felur í sér samþætta og sameinandi nálgun með það að markmiði að hámarka heilsu fólks, dýra og vistkerfa, þ.e. alls lífs á jörðinni og um leið sjálfrar jarðarinnar. Fólksfjölgun, fólksflótti og útþensla, m.a. og ekki síst vegna stríða og hnattrænnar hlýnunar hafa aukið snertifleti fólks þvert á heimsálfur, sem og á milli manna og villtra dýra og milli húsdýra og villtra dýra. Yfir 60% nýrra bráðra sýkinga í mönnum eru upprunnar í dýraríkinu. Þessi nálgun er því ekki bara rökrétt, heldur líka nauðsynleg til að koma í veg fyrir og undirbúa samfélög til að takast á við hnattrænar ógnir eins og t.d. Covid-19 nýverið. Við öll, þ.e. plöntur, menn og dýr, tilheyrum einni fjölskyldu og sameiginlegt heimili okkar er jörðin. Allir fjölskyldumeðlimir eiga í grunninn rétt til lífs og erfitt er að færa fyrir því rök að einn fjölskyldumeðlimur, maðurinn, eigi þann rétt umfram hina. Umhverfis- og náttúruverndarmál eru því sameiginlegt og brýnasta heilbrigðismál allra meðlima jarðarfjölskyldunnar. Friðun lífvera er megin reglan í lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum og nýting er undantekning frá þeirri reglu. Hliðstæðan rétt þarf íslensk náttúra að öðlast að lögum. Höfundur er heimilislæknir og á sæti í Umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings fyrir VG og situr í stjórn hreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur Heimisson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Umhverfismál Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Sjá meira
Umhverfismál eru heilbrigðismál Heilbrigð náttúra er undirstaða afkomu okkar og velsældar líkt og verið hefur alla tíð. Umgengni okkar um náttúru og náttúruleg gæði þarf því ekki bara að vera góð, heldur líka á forsendum náttúrunnar sjálfrar, svo sem frekast er unnt. Andi laga um náttúruvernd býður okkur að gera það, nokkuð sem ég fullyrði hins vegar að við gerum ekki sem skyldi. Hugum aðeins að eignarhaldi á náttúrunni áður en lengra er haldið. Hver á og fyrir hvern er náttúran? Þegar við tölum um að varðveita tiltekin landsvæði fyrir komandi kynslóðir, þá felst mögulega í því tvíþættur misskilningur; að maður og náttúra séu tvennt og að náttúran sé til fyrir manninn. Maðurinn á ekki náttúruna og hún er ekki til fyrir hann umfram annað líf. Viðkvæman vef lífsins spinna margir og ekki síst smáar og örsmáar lífverur, sem við gjarnan köllum óæðri. Maðurinn eins og aðrar lífverur er hluti þessa flókna vefs, en er líka ábyrgur fyrir mestum skemmdum á honum og þannig veikasti hlekkurinn í keðju alls jarðlífsins. Það ætti að vera okkur hvati til að láta náttúruna ávallt njóta bæði vísindalegs vafa og vissu, sem í dag er ekki. Því til staðfestingar lengist stöðugt listinn yfir útdauðar lífverur af mannavöldum. Jörðin er sameiginlegt heimili alls lífs sem á henni lifir og maðurinn bara einn margra fjölskyldumeðlima. Heilsa fyrir allt og öll Allir þeir þættir sem áhrif hafa á heilsu fólks til góðs eða ills nefnast áhrifaþættir heilsu, sjá mynd á heimasíðu Landlæknis; https://island.is/heilsueflandi-samfelag/heimsmarkmidin Náttúrulegt umhverfi á mjög stóran hlut í þeirri mynd. Mun yngra er hugtakið One Health (Ein heilsa), sem felur í sér samþætta og sameinandi nálgun með það að markmiði að hámarka heilsu fólks, dýra og vistkerfa, þ.e. alls lífs á jörðinni og um leið sjálfrar jarðarinnar. Fólksfjölgun, fólksflótti og útþensla, m.a. og ekki síst vegna stríða og hnattrænnar hlýnunar hafa aukið snertifleti fólks þvert á heimsálfur, sem og á milli manna og villtra dýra og milli húsdýra og villtra dýra. Yfir 60% nýrra bráðra sýkinga í mönnum eru upprunnar í dýraríkinu. Þessi nálgun er því ekki bara rökrétt, heldur líka nauðsynleg til að koma í veg fyrir og undirbúa samfélög til að takast á við hnattrænar ógnir eins og t.d. Covid-19 nýverið. Við öll, þ.e. plöntur, menn og dýr, tilheyrum einni fjölskyldu og sameiginlegt heimili okkar er jörðin. Allir fjölskyldumeðlimir eiga í grunninn rétt til lífs og erfitt er að færa fyrir því rök að einn fjölskyldumeðlimur, maðurinn, eigi þann rétt umfram hina. Umhverfis- og náttúruverndarmál eru því sameiginlegt og brýnasta heilbrigðismál allra meðlima jarðarfjölskyldunnar. Friðun lífvera er megin reglan í lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum og nýting er undantekning frá þeirri reglu. Hliðstæðan rétt þarf íslensk náttúra að öðlast að lögum. Höfundur er heimilislæknir og á sæti í Umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings fyrir VG og situr í stjórn hreyfingarinnar.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun