Ljúfur söknuður á Karlsvöku Jónas Sen skrifar 16. september 2014 11:30 Karl Sighvatsson. "Gaman var að heyra Karl sjálfan leika á orgel af bandi við lifandi söng Megasar. Og útsetning Karls á Pílagrímakórnum eftir Wagner var mögnuð,“ segir Jónas Sen. Tónlist: Karlsvaka Stórtónleikar í minningu Karls J. Sighvatssonar í Eldborg Hörpu föstudaginn 12. september. Hljóðmönnum finnst oft erfitt að eiga við akústísk (þ.e órafmögnuð) hljóðfæri á rafmögnuðum tónleikum. Þetta virtist vera raunin á Karlsvöku í Eldborg á föstudagskvöldið. Tónleikarnir voru haldnir til minningar um Karl Sighvatsson hljómborðsleikara sem lést af slysförum langt fyrir aldur fram árið 1991. Þarna var lítil kammerhljómsveit, ViktOrkestra, sem var í misstóru hlutverki. Hún hljómaði ekki vel fyrst framan af. Hljóðið var þurrt og hvasst. Sérstaklega var ein klarinetta óþægileg áheyrnar. Kassagítar Mugisons kom ekki heldur vel út. Hann virkaði eins og hann væri ekki með neinn hljómbotn. Rödd Mugisons var líka of hávær. Þar fyrir utan hefði söngur Ísfólksins í Andvöku eftir Karl og Arnar Sigurbjörnsson mátt vera tærari. Einn söngvarinn var áberandi falskur. Rafmagnið varð almennt fyrirferðarmeira eftir því sem á leið. Þar með lagaðist hljóðið, sem betur fer. Þegar Mannakorn steig á sviðið rétt fyrir hlé voru hlutirnir orðnir eins og þeir áttu að vera. Mannakorn var frábært, einstaklega þétt og flott. Lögin Samferða og Ég elska þig voru afar grípandi. Margt annað var auk þess sérlega skemmtilegt. Þar má nefna músík með Apparat organ kvartett, Hjaltalín, KK, Flowers og eftirlifandi liðsmönnum Trúbrots. Falleg nostalgía sveif yfir vötnunum á tónleikunum. Meira að segja líka þegar hljóðið var ófullnægjandi. Tónleikarnir áttu fyrst og fremst að varpa ljósi á feril Karls, og það tókst hvað sem tæknilegum atriðum leið. Karl var greinilega ákaflega hæfileikaríkur og hann var tilraunaglaður með afbrigðum. Hann var innblásinn lagahöfundur og sumar tónsmíða hans voru frumlegar og áhugaverðar. Þar var veigamest Hallgrímur hvað? (eða kvað) sem hann samdi ásamt Jóni Kristni Cortes. Verkið var langt og sýrukennt ferðalag um veröld Passíusálma Hallgríms Péturssonar. Högni Egilsson söng af gríðarlegri tilfinningu og útsetning Viktors Orra Árnasonar var full af fögrum, lokkandi litbrigðum. Gaman var að heyra Karl sjálfan leika á orgel af bandi við lifandi söng Megasar. Og útsetning Karls á Pílagrímakórnum eftir Wagner var mögnuð. Hinn bráðfyndni kynnir tónleikanna, Valgeir Guðjónsson, gaf í skyn að tónlistardeild RÚV hefði á sínum tíma næstum fengið hjartaáfall yfir útsetningunni. Hér var það Sigríður Thorlacius sem söng af sinni alkunnu mýkt, og ViktOrkestra spilaði undir. Ég gat ekki séð að neinn á meðal áheyrenda væri í krampaflogum – sennilega var þar enginn frá tónlistardeild RÚV! Talandi um Wagner, þá voru tónleikarnir nánast jafn langir og Wagner-ópera. Eitthvað virðist skipulagið hafa brugðist. Alltént gaf Ólafur Arnalds það í skyn eftir hlé þegar hann kynnti lagið sitt Near Light (sem var unaðslega fallegt). Tvö lög eftir Ólaf áttu að vera á tónleikunum, en hann sagði að aðeins eitt yrði flutt, til að „hraða aðeins á dagskránni“. Samt sem áður var maður ekki þreyttur þegar tónleikunum lauk. Þeir voru svo hjartnæmir, andrúmsloftið í salnum var mjög tilfinningaþrungið. Margir hefðu örugglega getað setið þarna ennþá lengur, undirritaður var þar á meðal. Ljóst er að Karls verður saknað um ókomna tíð.Niðurstaða: Hljóðið var ekki gott fyrst framan af, en svo lagaðist það. Dagskráin var áhugaverð, þótt hún væri í lengri kantinum. Karl Sighvatsson var frábær listamaður. Gagnrýni Tengdar fréttir Mikil stemning ríkti á Karlsvöku - myndir Tónleikar til heiðurs Karli J. Sighvatssyni sem lést fyrir aldur fram fóru fram í Hörpu um helgina. 15. september 2014 15:15 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist: Karlsvaka Stórtónleikar í minningu Karls J. Sighvatssonar í Eldborg Hörpu föstudaginn 12. september. Hljóðmönnum finnst oft erfitt að eiga við akústísk (þ.e órafmögnuð) hljóðfæri á rafmögnuðum tónleikum. Þetta virtist vera raunin á Karlsvöku í Eldborg á föstudagskvöldið. Tónleikarnir voru haldnir til minningar um Karl Sighvatsson hljómborðsleikara sem lést af slysförum langt fyrir aldur fram árið 1991. Þarna var lítil kammerhljómsveit, ViktOrkestra, sem var í misstóru hlutverki. Hún hljómaði ekki vel fyrst framan af. Hljóðið var þurrt og hvasst. Sérstaklega var ein klarinetta óþægileg áheyrnar. Kassagítar Mugisons kom ekki heldur vel út. Hann virkaði eins og hann væri ekki með neinn hljómbotn. Rödd Mugisons var líka of hávær. Þar fyrir utan hefði söngur Ísfólksins í Andvöku eftir Karl og Arnar Sigurbjörnsson mátt vera tærari. Einn söngvarinn var áberandi falskur. Rafmagnið varð almennt fyrirferðarmeira eftir því sem á leið. Þar með lagaðist hljóðið, sem betur fer. Þegar Mannakorn steig á sviðið rétt fyrir hlé voru hlutirnir orðnir eins og þeir áttu að vera. Mannakorn var frábært, einstaklega þétt og flott. Lögin Samferða og Ég elska þig voru afar grípandi. Margt annað var auk þess sérlega skemmtilegt. Þar má nefna músík með Apparat organ kvartett, Hjaltalín, KK, Flowers og eftirlifandi liðsmönnum Trúbrots. Falleg nostalgía sveif yfir vötnunum á tónleikunum. Meira að segja líka þegar hljóðið var ófullnægjandi. Tónleikarnir áttu fyrst og fremst að varpa ljósi á feril Karls, og það tókst hvað sem tæknilegum atriðum leið. Karl var greinilega ákaflega hæfileikaríkur og hann var tilraunaglaður með afbrigðum. Hann var innblásinn lagahöfundur og sumar tónsmíða hans voru frumlegar og áhugaverðar. Þar var veigamest Hallgrímur hvað? (eða kvað) sem hann samdi ásamt Jóni Kristni Cortes. Verkið var langt og sýrukennt ferðalag um veröld Passíusálma Hallgríms Péturssonar. Högni Egilsson söng af gríðarlegri tilfinningu og útsetning Viktors Orra Árnasonar var full af fögrum, lokkandi litbrigðum. Gaman var að heyra Karl sjálfan leika á orgel af bandi við lifandi söng Megasar. Og útsetning Karls á Pílagrímakórnum eftir Wagner var mögnuð. Hinn bráðfyndni kynnir tónleikanna, Valgeir Guðjónsson, gaf í skyn að tónlistardeild RÚV hefði á sínum tíma næstum fengið hjartaáfall yfir útsetningunni. Hér var það Sigríður Thorlacius sem söng af sinni alkunnu mýkt, og ViktOrkestra spilaði undir. Ég gat ekki séð að neinn á meðal áheyrenda væri í krampaflogum – sennilega var þar enginn frá tónlistardeild RÚV! Talandi um Wagner, þá voru tónleikarnir nánast jafn langir og Wagner-ópera. Eitthvað virðist skipulagið hafa brugðist. Alltént gaf Ólafur Arnalds það í skyn eftir hlé þegar hann kynnti lagið sitt Near Light (sem var unaðslega fallegt). Tvö lög eftir Ólaf áttu að vera á tónleikunum, en hann sagði að aðeins eitt yrði flutt, til að „hraða aðeins á dagskránni“. Samt sem áður var maður ekki þreyttur þegar tónleikunum lauk. Þeir voru svo hjartnæmir, andrúmsloftið í salnum var mjög tilfinningaþrungið. Margir hefðu örugglega getað setið þarna ennþá lengur, undirritaður var þar á meðal. Ljóst er að Karls verður saknað um ókomna tíð.Niðurstaða: Hljóðið var ekki gott fyrst framan af, en svo lagaðist það. Dagskráin var áhugaverð, þótt hún væri í lengri kantinum. Karl Sighvatsson var frábær listamaður.
Gagnrýni Tengdar fréttir Mikil stemning ríkti á Karlsvöku - myndir Tónleikar til heiðurs Karli J. Sighvatssyni sem lést fyrir aldur fram fóru fram í Hörpu um helgina. 15. september 2014 15:15 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Mikil stemning ríkti á Karlsvöku - myndir Tónleikar til heiðurs Karli J. Sighvatssyni sem lést fyrir aldur fram fóru fram í Hörpu um helgina. 15. september 2014 15:15