Innlent

Ráðherrar íhuga lög

Sveinn Arnarsson skrifar
Hanna Birna Kristjánsdóttir er einn þriggja ráðherra sem vilja kanna sérlög vegna Teigsskógs.
Hanna Birna Kristjánsdóttir er einn þriggja ráðherra sem vilja kanna sérlög vegna Teigsskógs. Fréttablaðið/Daníel
Þrír ráðherrar auk forseta Alþingis hafa sagt opinberlega að þeir vilji kanna setningu sérlaga á vegarlagningu um Teigsskóg á sunnanverðum Vestfjörðum. Vegarlagningin hefur velkst um í kerfinu síðustu níu ár.

Ráðherrarnir eru Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra byggðamála, Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra samgöngumála, og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Auk þeirra hefur Einar Kristinn Guðfinnsson, forseti Alþingis, sagst vilja sérlög.

Ólína Þorvarðardóttir, varaþingmaður Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi, hóf umræðu um samgöngumál á Vestfjörðum í gær. Spurði Ólína innanríkisráðherra um afstöðu til sérstakrar lagasetningar um Teigsskóg.

„Ég tek undir með heimamönnum, og því yrði það ekki að þvinga vilja ráðamanna í gegnum þingið, því við vitum hver vilji heimamanna er,“ sagði Hanna Birna. „Við stöndum frammi fyrir algjörri stjórnsýsluflækju um fullkomlega sjálfsagðan hlut. Við erum búin að velkjast um í þessu máli í mörg ár og við skulum ekki reyna að benda á einn öðrum fremur í því.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×