Epísk „feel-good“ mynd Þórður Ingi Jónsson skrifar 30. september 2014 08:30 MYND/Skjáskot Boyhood Leikstjóri: Richard Linklater Rotten tomatoes: 99% IMDB: 8,7 Metacritic: 100 Boyhood er nýjasta mynd bandaríska leikstjórans Richard Linklater (Dazed & Confused, Slacker, Before Sunset) en myndin er ansi mikið þrekvirki. Hún var nefnilega tekin upp á 12 ára tímabili með sama leikaraliðinu. Við fylgjumst með aðalpersónunni Mason, leiknum af Ellar Coltrane, vaxa úr grasi frá sex til átján ára aldurs. Söguþráðurinn er því mjög einfaldur – þetta er þroskasaga drengs á Vesturlöndum. Í sönnum Linklater stíl er myndin auðvitað stútfull af skemmtilegum samræðum en myndir hans eru þekktar fyrir langar og frjóar samræður milli sögupersóna. Það er stórskrýtið að sjá persónurnar, ungar sem aldnar, verða eldri á skjánum og það veitir myndinni ljúfsáran og auðvitað raunsæislegan blæ. Myndin vekur upp merkilegar spurningar um rás tímans og æskuna. Hún skilur eftir sig sætt bragð í munninum og angurværð í hjartanu. Þessi metnaðarfulla leið sem Linklater ákvað að taka gæti jafnframt gert Boyhood að epískustu „feel-good“ mynd allra tíma. Gagnrýni Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira
Boyhood Leikstjóri: Richard Linklater Rotten tomatoes: 99% IMDB: 8,7 Metacritic: 100 Boyhood er nýjasta mynd bandaríska leikstjórans Richard Linklater (Dazed & Confused, Slacker, Before Sunset) en myndin er ansi mikið þrekvirki. Hún var nefnilega tekin upp á 12 ára tímabili með sama leikaraliðinu. Við fylgjumst með aðalpersónunni Mason, leiknum af Ellar Coltrane, vaxa úr grasi frá sex til átján ára aldurs. Söguþráðurinn er því mjög einfaldur – þetta er þroskasaga drengs á Vesturlöndum. Í sönnum Linklater stíl er myndin auðvitað stútfull af skemmtilegum samræðum en myndir hans eru þekktar fyrir langar og frjóar samræður milli sögupersóna. Það er stórskrýtið að sjá persónurnar, ungar sem aldnar, verða eldri á skjánum og það veitir myndinni ljúfsáran og auðvitað raunsæislegan blæ. Myndin vekur upp merkilegar spurningar um rás tímans og æskuna. Hún skilur eftir sig sætt bragð í munninum og angurværð í hjartanu. Þessi metnaðarfulla leið sem Linklater ákvað að taka gæti jafnframt gert Boyhood að epískustu „feel-good“ mynd allra tíma.
Gagnrýni Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira