Öskurklefinn getur bjargað mannslífum Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 2. október 2014 13:00 Valdimar Jónsson og Erna Ómarsdóttir eru ásamt fleirum í listahópnum Shalala. „Þetta er verk í vinnslu. Hugmyndin er að gera ljóðræna heimildarmynd þar sem tilraunir verða gerðar og unnið er með formið. Verkið ætti að verða tilbúið í janúar, en við stefnum að því að sýna hana á hátíðinni í Pompidou í Frakklandi í janúar,“ segir Erna Ómarsdóttir dansari, danshöfundur og listrænn ráðgjafi Íslenska dansflokksins. Hún, Valdimar Jóhannsson tónlistarmaður og fleiri skipa listahópinn Shalala. Þau munu sýna brot úr ljóðrænni heimildarmynd sinni á RIFF, en myndin hefur verið í vinnslu upp á síðkastið og tengist efni sem hefur verið í brennidepli hjá Shalala. „Við erum búin að vera að vinna mikið með hugmyndir um „borderline musicals“ eða jaðarsöngleiki. Áhorfandinn mun á föstudaginn fá að kynnast því aðeins hvað jaðarsöngleikur er, ásamt alls kyns innsetningum, uppfinningum og elementum úr smiðjum Shalala,“ segir Erna. „Okkur langaði að prófa okkur áfram með formið, vinna bæði með tvívídd og þrívídd og blanda því svolítið saman. Shalala starfar oftast sem sviðslistahópur en hefur þó komið víða við, og með þessu verkefni er hugmyndin að leggja enn meiri áherslu á myndbandsverk,“ segir Erna. Eins og áður sagði verða sýnd ólík brot úr verkinu, sem tengjast þó öll innbyrðis. Sýningin mun hefjast á sjálfstæðu myndbandsverki sem þau Erna og Valdimar gerðu í samvinnu við myndlistarkonuna Gabríelu Friðriksdóttur og ber nafnið Bloody Crepuscular Monstrous Rays. Verk Ernu og Valdimars, The Black Yoga Screaming Chamber eða öskurklefinn, kemur við sögu í heimildarmyndinni sem sýnd verður á RIFF. Nýlega afhenti Erna Alþingi einn slíkan klefa og hefur hann verið tekinn í varanlega notkun á skrifstofu Bjartrar framtíðar, en þar geta allir alþingismenn komið og nýtt sér klefann og öskrað. Nú þegar hafa nokkrir alþingismenn öskrað í klefanum og munu öskur þeirra birtast í myndinni, ásamt því að þeir ræða upplifun sína af honum. Erna segir öskurklefann vera betrumbætandi fyrir mannsandann og að hann geti mögulega bjargað lífi fólks. „Við finnum stundum stað þar sem okkur finnst mikil þörf fyrir svona klefa og gefum þá eitt stykki. Mín von er að þetta geti til dæmis breytt pólitíska andrúmsloftinu og fólk geti átt öðru vísi samskipti,“ segir Erna. „Það er til dæmis gott að nota hann fyrir eða eftir fund og fá útrás þar einn í myrkrinu. Við það að öskra svona þá skýrast stundum hugsanir manns og menn geta oft fundið lausnir á hlutum sem virtust óleysanlegir áður. Eins og oft þá byrjaði þessi hugmynd í gríni, en öllu gríni fylgir nokkur alvara og oftast býr eitthvað dýpra þar að baki.“ Verkið verður sýnt föstudaginn 3. október í Norræna húsinu og er aðgangur ókeypis. RIFF Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
„Þetta er verk í vinnslu. Hugmyndin er að gera ljóðræna heimildarmynd þar sem tilraunir verða gerðar og unnið er með formið. Verkið ætti að verða tilbúið í janúar, en við stefnum að því að sýna hana á hátíðinni í Pompidou í Frakklandi í janúar,“ segir Erna Ómarsdóttir dansari, danshöfundur og listrænn ráðgjafi Íslenska dansflokksins. Hún, Valdimar Jóhannsson tónlistarmaður og fleiri skipa listahópinn Shalala. Þau munu sýna brot úr ljóðrænni heimildarmynd sinni á RIFF, en myndin hefur verið í vinnslu upp á síðkastið og tengist efni sem hefur verið í brennidepli hjá Shalala. „Við erum búin að vera að vinna mikið með hugmyndir um „borderline musicals“ eða jaðarsöngleiki. Áhorfandinn mun á föstudaginn fá að kynnast því aðeins hvað jaðarsöngleikur er, ásamt alls kyns innsetningum, uppfinningum og elementum úr smiðjum Shalala,“ segir Erna. „Okkur langaði að prófa okkur áfram með formið, vinna bæði með tvívídd og þrívídd og blanda því svolítið saman. Shalala starfar oftast sem sviðslistahópur en hefur þó komið víða við, og með þessu verkefni er hugmyndin að leggja enn meiri áherslu á myndbandsverk,“ segir Erna. Eins og áður sagði verða sýnd ólík brot úr verkinu, sem tengjast þó öll innbyrðis. Sýningin mun hefjast á sjálfstæðu myndbandsverki sem þau Erna og Valdimar gerðu í samvinnu við myndlistarkonuna Gabríelu Friðriksdóttur og ber nafnið Bloody Crepuscular Monstrous Rays. Verk Ernu og Valdimars, The Black Yoga Screaming Chamber eða öskurklefinn, kemur við sögu í heimildarmyndinni sem sýnd verður á RIFF. Nýlega afhenti Erna Alþingi einn slíkan klefa og hefur hann verið tekinn í varanlega notkun á skrifstofu Bjartrar framtíðar, en þar geta allir alþingismenn komið og nýtt sér klefann og öskrað. Nú þegar hafa nokkrir alþingismenn öskrað í klefanum og munu öskur þeirra birtast í myndinni, ásamt því að þeir ræða upplifun sína af honum. Erna segir öskurklefann vera betrumbætandi fyrir mannsandann og að hann geti mögulega bjargað lífi fólks. „Við finnum stundum stað þar sem okkur finnst mikil þörf fyrir svona klefa og gefum þá eitt stykki. Mín von er að þetta geti til dæmis breytt pólitíska andrúmsloftinu og fólk geti átt öðru vísi samskipti,“ segir Erna. „Það er til dæmis gott að nota hann fyrir eða eftir fund og fá útrás þar einn í myrkrinu. Við það að öskra svona þá skýrast stundum hugsanir manns og menn geta oft fundið lausnir á hlutum sem virtust óleysanlegir áður. Eins og oft þá byrjaði þessi hugmynd í gríni, en öllu gríni fylgir nokkur alvara og oftast býr eitthvað dýpra þar að baki.“ Verkið verður sýnt föstudaginn 3. október í Norræna húsinu og er aðgangur ókeypis.
RIFF Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira