Óskar sér glöggra og nærgöngulla lesenda Friðrika Benónýsdóttir skrifar 6. október 2014 10:00 Davíð Stefánsson: „Satt best að segja held ég ekki að ég sé neitt færari um það en aðrir lesendur að segja þér hver meining sagnanna sé.“ Vísir/Ernir Þetta er fyrsta smásagnasafnið mitt, hingað til hef ég einungis gefið út ljóð,“ segir Davíð Stefánsson um nýja bók sína Hlýtt og satt – átján sögur af lífi og lygum, sem eins og nafnið bendir til inniheldur átján smásögur. „Ég átti lengi í erfiðleikum með að skrifa prósa sem ég var ánægður með, en eftir að ég uppgötvaði að ég var alltaf að reyna að skrifa eins og ég hélt að ætti að skrifa prósa og hætti því fór þetta að rokganga.“ Davíð segist hafa átt brot af smásögum og skáldsögu en ekki tekið sig til og farið að vinna í þeim af alvöru fyrr en árið 2011. „Sumar sögurnar í Hlýtt og satt eru gamlar sögur sem ég endurskrifaði fyrir útgáfuna en aðrar eru nýjar og komu mun auðveldlegar til mín. Ég er nokkuð viss um að glöggur og nærgöngull lesandi getur séð hvaða sögur það eru. Ég óska mér slíkra lesenda.“ Spurður hvað það sé sem hann vilji koma á framfæri í þessum sögum svarar Davíð að bragði: „Nú á ég auðvitað að segja að mitt sé að skrifa og þitt að skilja og satt best að segja held ég ekki að ég sé neitt færari um það en aðrir lesendur að segja þér hver meining sagnanna sé. Þetta eru marglaga sögur sem krefjast nokkuð gaumgæfilegs lesturs, meiningin liggur yfirleitt ekki á yfirborði þeirra. Þarna er fjallað um tilfinningar og samskipti fólks, einkum ástvina, og ef það ætti að súmmera upp eitthvert þema yrði það sennilega eitthvað á þann veg að sögurnar fjölluðu um hvað það er að vera manneskja og þurfa að hafa samskipti við aðrar manneskjur.“ Spurður hvort vænta megi fleiri prósaverka frá hans hendi segist Davíð vera kominn vel á veg með skáldsögu. „Hún er eiginlega orðin til í höfðinu á mér og ef Guð lofar þarftu að hringja aftur í mig að ári til að ræða við mig um hana.“ Menning Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Lífið Fleiri fréttir Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Sjá meira
Þetta er fyrsta smásagnasafnið mitt, hingað til hef ég einungis gefið út ljóð,“ segir Davíð Stefánsson um nýja bók sína Hlýtt og satt – átján sögur af lífi og lygum, sem eins og nafnið bendir til inniheldur átján smásögur. „Ég átti lengi í erfiðleikum með að skrifa prósa sem ég var ánægður með, en eftir að ég uppgötvaði að ég var alltaf að reyna að skrifa eins og ég hélt að ætti að skrifa prósa og hætti því fór þetta að rokganga.“ Davíð segist hafa átt brot af smásögum og skáldsögu en ekki tekið sig til og farið að vinna í þeim af alvöru fyrr en árið 2011. „Sumar sögurnar í Hlýtt og satt eru gamlar sögur sem ég endurskrifaði fyrir útgáfuna en aðrar eru nýjar og komu mun auðveldlegar til mín. Ég er nokkuð viss um að glöggur og nærgöngull lesandi getur séð hvaða sögur það eru. Ég óska mér slíkra lesenda.“ Spurður hvað það sé sem hann vilji koma á framfæri í þessum sögum svarar Davíð að bragði: „Nú á ég auðvitað að segja að mitt sé að skrifa og þitt að skilja og satt best að segja held ég ekki að ég sé neitt færari um það en aðrir lesendur að segja þér hver meining sagnanna sé. Þetta eru marglaga sögur sem krefjast nokkuð gaumgæfilegs lesturs, meiningin liggur yfirleitt ekki á yfirborði þeirra. Þarna er fjallað um tilfinningar og samskipti fólks, einkum ástvina, og ef það ætti að súmmera upp eitthvert þema yrði það sennilega eitthvað á þann veg að sögurnar fjölluðu um hvað það er að vera manneskja og þurfa að hafa samskipti við aðrar manneskjur.“ Spurður hvort vænta megi fleiri prósaverka frá hans hendi segist Davíð vera kominn vel á veg með skáldsögu. „Hún er eiginlega orðin til í höfðinu á mér og ef Guð lofar þarftu að hringja aftur í mig að ári til að ræða við mig um hana.“
Menning Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Lífið Fleiri fréttir Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Sjá meira