Traustur, einhleypur – og læknir! Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. október 2014 09:05 Við afi erum góðir vinir. Best í heimi er að sitja og spjalla við hann með kaffi í bolla. Við þrætum um pólitík, hann hjálpar mér að skilja greiðsluseðilinn minn frá Íbúðalánasjóði og ég kenni honum á nýju spjaldtölvuna. Stundum hefur hann áhyggjur af stelpunni og þá sérstaklega að ég nái mér ekki í góðan mann. Svona þar sem honum finnst ég vera komin á síðasta séns. Hann er ekkert að skafa utan af því. Um daginn fór ég með honum til sérfræðilæknis. Maður á mínum aldri tók á móti okkur og var hinn almennilegasti. Mér fannst afi óvenju ræðinn og tefja tíma læknisins nokkuð. Svo vildi hann endilega að læknirinn tæki niður símanúmerið mitt til að greina frá niðurstöðum rannsókna. Já, honum finnst óþægilegt að tala í síma, hugsaði ég. Á leiðinni út í bíl mærði afi þennan myndarmann sem væri fær í sínu fagi og vel gefinn. Hann virtist líka menningarlega sinnaður og pólitískt hugsandi, bætti hann við. Starfinu fylgir virðing og velsæmi. Ferðalög og einbýlishús. Öryggi, Erla. Öryggi. Það er vissulega eitthvað við lækna. Góðlegt augnatillit og traust handaband. Metnaðarfullir og agaðir eftir trilljón ára háskólanám. Hafa upplifað allan andskotann sem býr til einhverja dulúð og dýpt. Maður hugsar til myndarlegu læknanna í sjónvarpsseríunum og kiknar smá í hnjánum. Bjarga lífum á milljón en eru samt ástríðufullir elskhugar eftir 28 tíma vakt. Ég var þó ekki búin að sjá í gegnum afa. Þegar við settumst inn í bílinn leit hann á mig sposkur á svip. Hann var ekki með neinn hring, sagði hann með gleðiglampa í augum. Getur þú ekki hitt hann á Facebook? Ég horfði á yfirspenntan afa minn sem fannst ekkert huggulegra en tilhugsunin um barnabarnið í öruggum örmum læknisins og hreifst með í eitt lítið augnablik. Sá mig fyrir mér í kokteilboði vafða íslenskri hönnun frá toppi til táar í fimm-palla einbýlishúsi. Æi, nei afi, ég nenni ekki að flytja til Noregs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun
Við afi erum góðir vinir. Best í heimi er að sitja og spjalla við hann með kaffi í bolla. Við þrætum um pólitík, hann hjálpar mér að skilja greiðsluseðilinn minn frá Íbúðalánasjóði og ég kenni honum á nýju spjaldtölvuna. Stundum hefur hann áhyggjur af stelpunni og þá sérstaklega að ég nái mér ekki í góðan mann. Svona þar sem honum finnst ég vera komin á síðasta séns. Hann er ekkert að skafa utan af því. Um daginn fór ég með honum til sérfræðilæknis. Maður á mínum aldri tók á móti okkur og var hinn almennilegasti. Mér fannst afi óvenju ræðinn og tefja tíma læknisins nokkuð. Svo vildi hann endilega að læknirinn tæki niður símanúmerið mitt til að greina frá niðurstöðum rannsókna. Já, honum finnst óþægilegt að tala í síma, hugsaði ég. Á leiðinni út í bíl mærði afi þennan myndarmann sem væri fær í sínu fagi og vel gefinn. Hann virtist líka menningarlega sinnaður og pólitískt hugsandi, bætti hann við. Starfinu fylgir virðing og velsæmi. Ferðalög og einbýlishús. Öryggi, Erla. Öryggi. Það er vissulega eitthvað við lækna. Góðlegt augnatillit og traust handaband. Metnaðarfullir og agaðir eftir trilljón ára háskólanám. Hafa upplifað allan andskotann sem býr til einhverja dulúð og dýpt. Maður hugsar til myndarlegu læknanna í sjónvarpsseríunum og kiknar smá í hnjánum. Bjarga lífum á milljón en eru samt ástríðufullir elskhugar eftir 28 tíma vakt. Ég var þó ekki búin að sjá í gegnum afa. Þegar við settumst inn í bílinn leit hann á mig sposkur á svip. Hann var ekki með neinn hring, sagði hann með gleðiglampa í augum. Getur þú ekki hitt hann á Facebook? Ég horfði á yfirspenntan afa minn sem fannst ekkert huggulegra en tilhugsunin um barnabarnið í öruggum örmum læknisins og hreifst með í eitt lítið augnablik. Sá mig fyrir mér í kokteilboði vafða íslenskri hönnun frá toppi til táar í fimm-palla einbýlishúsi. Æi, nei afi, ég nenni ekki að flytja til Noregs.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun