Bullið í honum Þórarni Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 16. október 2014 14:30 Fuglaþrugl og naflakrafl Bækur: Fuglaþrugl og naflakrafl Þórarinn Eldjárn – Myndir: Sigrún Eldjárn Vaka-Helgafell Systkinin Sigrún og Þórarinn Eldjárn hafa nú sent frá sér spánnýja myndlýsta ljóðabók fyrir börn, Fuglaþrugl og nafnakrafl. Samstarf þeirra á þessu sviði er landsmönnum vel kunnugt og má sem dæmi nefna bækurnar Óðfluga og Heimsk ringla sem tóku þátt í uppeldi kynslóðarinnar sem nú er farin að stofna fyrirtæki og gefa sjálf út bækur. Þær bækur hafa verið endurútgefnar nokkrum sinnum en vissulega er gleðiefni þegar ný systir fæðist. Fuglaþrugl og naflakrafl er eins og nafnið gefur til kynna stútfull af alls konar bulli. Hugmyndaflug Þórarins virðist óþrjótandi brunnur og það sem honum dettur í hug er með ólíkindum. Oft er eins og ljóðaformið leiði hann áfram, eitt orð kalli á annað og úr verði einhvers konar heilaspuni sem Sigrún tekur svo við og myndlýsir. Augljóst er að bæði hafa þau gaman af leiknum og það skín í gegn við lestur bókarinnar.Þórarinn Eldjárn „Hugmyndaflug Þórarins virðist óþrjótandi brunnur og það sem honum dettur í hug er með ólíkindum.“Fréttablaðið/ValliÞórarinn er hagyrðingur mikill, þekkir bragfræðina inn og út og ætla má að vísurnar velti upp úr honum. Og stundum [nú er ungur gagnrýnandi á hálum ís] er eins og það hafi hreinlega gerst, því sjáanlegur munur er á ljóðunum hvað innihald og framsetningu varðar. En því til varnar má segja að þannig breikki hugsanlega lesendahópur bókarinnar, einföldustu ljóðin höfða ekki til foreldranna og orðaflækjur hinna flóknustu kunna börnin kannski ekki jafn vel að meta. Glettni og gamansemi einkenna ljóðin umfram annað. Þórarinn er, líkt og flestir vita, afar vel máli farinn og hann hefur líka skoðanir á málfari landans – ja eða öllu heldur dýranna – en hvimleið þykir honum lenska sú að haninn segi gaggalagú og kýrnar segi mu, því hið rétta sé að sjálfsögðu að kýrnar segi MÖ og haninn gaggalagÓ. Sjálfur leikur hann sér með málið og er óhræddur við að nota slangur og styttingar, en þar hann hefur vissulega margt til síns máls. Orð eins og „sneddí“ er tilbrigði við málið sem ætti ekki að deyja út ógleymt, þrátt fyrir að vera ekki skjalfest og þinglýst í Íslenskri orðabók.Niðurstaða: Ljóðabókin, uppfull af hugarórum og heilaspuna, er tilvalin til að auka orðaforða barna og kynna bragfræðina fyrir þeim. Einstök glettni í orðum og myndum. Gagnrýni Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Bækur: Fuglaþrugl og naflakrafl Þórarinn Eldjárn – Myndir: Sigrún Eldjárn Vaka-Helgafell Systkinin Sigrún og Þórarinn Eldjárn hafa nú sent frá sér spánnýja myndlýsta ljóðabók fyrir börn, Fuglaþrugl og nafnakrafl. Samstarf þeirra á þessu sviði er landsmönnum vel kunnugt og má sem dæmi nefna bækurnar Óðfluga og Heimsk ringla sem tóku þátt í uppeldi kynslóðarinnar sem nú er farin að stofna fyrirtæki og gefa sjálf út bækur. Þær bækur hafa verið endurútgefnar nokkrum sinnum en vissulega er gleðiefni þegar ný systir fæðist. Fuglaþrugl og naflakrafl er eins og nafnið gefur til kynna stútfull af alls konar bulli. Hugmyndaflug Þórarins virðist óþrjótandi brunnur og það sem honum dettur í hug er með ólíkindum. Oft er eins og ljóðaformið leiði hann áfram, eitt orð kalli á annað og úr verði einhvers konar heilaspuni sem Sigrún tekur svo við og myndlýsir. Augljóst er að bæði hafa þau gaman af leiknum og það skín í gegn við lestur bókarinnar.Þórarinn Eldjárn „Hugmyndaflug Þórarins virðist óþrjótandi brunnur og það sem honum dettur í hug er með ólíkindum.“Fréttablaðið/ValliÞórarinn er hagyrðingur mikill, þekkir bragfræðina inn og út og ætla má að vísurnar velti upp úr honum. Og stundum [nú er ungur gagnrýnandi á hálum ís] er eins og það hafi hreinlega gerst, því sjáanlegur munur er á ljóðunum hvað innihald og framsetningu varðar. En því til varnar má segja að þannig breikki hugsanlega lesendahópur bókarinnar, einföldustu ljóðin höfða ekki til foreldranna og orðaflækjur hinna flóknustu kunna börnin kannski ekki jafn vel að meta. Glettni og gamansemi einkenna ljóðin umfram annað. Þórarinn er, líkt og flestir vita, afar vel máli farinn og hann hefur líka skoðanir á málfari landans – ja eða öllu heldur dýranna – en hvimleið þykir honum lenska sú að haninn segi gaggalagú og kýrnar segi mu, því hið rétta sé að sjálfsögðu að kýrnar segi MÖ og haninn gaggalagÓ. Sjálfur leikur hann sér með málið og er óhræddur við að nota slangur og styttingar, en þar hann hefur vissulega margt til síns máls. Orð eins og „sneddí“ er tilbrigði við málið sem ætti ekki að deyja út ógleymt, þrátt fyrir að vera ekki skjalfest og þinglýst í Íslenskri orðabók.Niðurstaða: Ljóðabókin, uppfull af hugarórum og heilaspuna, er tilvalin til að auka orðaforða barna og kynna bragfræðina fyrir þeim. Einstök glettni í orðum og myndum.
Gagnrýni Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira