Bræður spila saman á Airwaves Þórður Ingi Jónsson skrifar 16. október 2014 12:30 Unnar segir þá bræður vera hreinskilnari en gengur og gerist. Fréttablaðið/Daníel „Bræður geta verið hreinskilnari hver við annan,“ segir tónlistarmaðurinn Unnar Gísli Sigurmundsson, betur þekktur sem Júníus Meyvant. Hann kemur fram á Iceland Airwaves-hátíðinni ásamt tveimur bræðrum sínum, þeim Guðmundi Óskari og Ólafi Rúnari. Fjórði bróðirinn, Einar, verður ekki með í þetta sinn því hann er staddur í Vestmannaeyjum þar sem bræðurnir ólust upp. Júníus sló í gegn í sumar með laginu Color Decay en Unnar segir tónlistina vera sér í blóð borna . „Það spila allir á hljóðfæri í fjölskyldunni. Mamma og pabbi eru líka tónlistarfólk þannig að það er enginn skilinn eftir.“ En mun hann einhvern tímann fá mömmu og pabba til að troða upp með sér? „Við gætum endurflutt eitthvað eftir Mamas & the Papas, eða The Manson Family,“ segir hann og hlær. Að sögn Unnars munu æfingar með bræðrunum tveimur hefjast fyrir alvöru í vikunni. Í hljómsveitinni eru einnig þeir Kristófer Rodriguez Svönuson og Árni Magnússon. Guðmundur spilar á gítar og hljóðgervla en Ólafur spilar á píanó og hljóðgervla. Júníus Meyvant treður upp alls sex sinnum á Airwaves, fjórum sinnum með hljómsveitinni en tvisvar verður Unnar einn á báti, bæði „on“ og „off-venue“. Unnar vinnur nú að fyrstu plötu sinni sem kemur út á næsta ári. „Þið munuð heyra einhver lög fyrir jól og í kringum Airwaves. Síðan kemur út plata í framhaldi af því,“ segir Unnar, sem er þegar búinn að semja allt efnið á plötunni. Airwaves Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira
„Bræður geta verið hreinskilnari hver við annan,“ segir tónlistarmaðurinn Unnar Gísli Sigurmundsson, betur þekktur sem Júníus Meyvant. Hann kemur fram á Iceland Airwaves-hátíðinni ásamt tveimur bræðrum sínum, þeim Guðmundi Óskari og Ólafi Rúnari. Fjórði bróðirinn, Einar, verður ekki með í þetta sinn því hann er staddur í Vestmannaeyjum þar sem bræðurnir ólust upp. Júníus sló í gegn í sumar með laginu Color Decay en Unnar segir tónlistina vera sér í blóð borna . „Það spila allir á hljóðfæri í fjölskyldunni. Mamma og pabbi eru líka tónlistarfólk þannig að það er enginn skilinn eftir.“ En mun hann einhvern tímann fá mömmu og pabba til að troða upp með sér? „Við gætum endurflutt eitthvað eftir Mamas & the Papas, eða The Manson Family,“ segir hann og hlær. Að sögn Unnars munu æfingar með bræðrunum tveimur hefjast fyrir alvöru í vikunni. Í hljómsveitinni eru einnig þeir Kristófer Rodriguez Svönuson og Árni Magnússon. Guðmundur spilar á gítar og hljóðgervla en Ólafur spilar á píanó og hljóðgervla. Júníus Meyvant treður upp alls sex sinnum á Airwaves, fjórum sinnum með hljómsveitinni en tvisvar verður Unnar einn á báti, bæði „on“ og „off-venue“. Unnar vinnur nú að fyrstu plötu sinni sem kemur út á næsta ári. „Þið munuð heyra einhver lög fyrir jól og í kringum Airwaves. Síðan kemur út plata í framhaldi af því,“ segir Unnar, sem er þegar búinn að semja allt efnið á plötunni.
Airwaves Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira