Lífið

Algjört draumaverkefni

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Þórhildur Þorkelsdóttir er ein af þremur þáttastjórnendum Bresta ásamt þeim Lóu Pind Aldísardóttur og Kjartani Hreini Njálssyni.
Þórhildur Þorkelsdóttir er ein af þremur þáttastjórnendum Bresta ásamt þeim Lóu Pind Aldísardóttur og Kjartani Hreini Njálssyni. Vísir
„Fyrir mig að taka þátt í svona krefjandi verkefni, kanna óhefðbundin mál út frá öllum mögulegum vinklum og nálgast þau öðruvísi er algjört draumaverkefni fyrir mig sem unga fréttakonu. Við förum það djúpt í saumana að maður fær málin gjörsamlega á heilann og hugsar um lítið annað í margar vikur,“ segir Þórhildur Þorkelsdóttir fréttakona og einn stjórnanda Bresta.

Á mánudagskvöld fer fyrsti þáttur af Brestum í loftið á Stöð 2. Brestir eru fréttaskýringaþættir með talsvert öðru sniði en áður hefur sést í íslensku sjónvarpi. Stjórnendur þáttarins eru þau Lóa Pind Aldísardóttir, Kjartan Hreinn Njálsson og Þórhildur Þorkelsdóttir.

Þórhildur segir þættina bæði áhugaverða og spennandi. „Við gægjumst undir yfirborðið og nálgumst viðfangsefnið úr öllum mögulegum áttum, sjáum hvað fer fram bak við luktar dyr og förum með myndavélar þar sem fréttamenn og almenningur fara yfirleitt ekki.“

Þannig skoða þau ýmsa bresti í samfélaginu, sem getur oft á tíðum verið ansi sjokkerandi. Þórhildur hvetur alla til að fylgjast vel með á síðu þáttarins á Vísi, en á morgun verður ljóstrað upp um efni fyrsta þáttarins. Þar verður einnig hægt að fylgjast með fréttum úr þáttunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×