Hef alltaf verið mikill leturperri Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 22. október 2014 10:00 Guðmundur Úlfarsson Vísir/Ernir „Ég hannaði þetta letur upphaflega fyrir afmælisbók Lunga árið 2010,“ segir grafíski hönnuðurinn Guðmundur Úlfarsson. Letur eftir hann verður notað í allt kynningarefni fyrir kvikmyndahátíðina Sundance á næsta ári. „Hönnunarstúdíóið Mother í New York sá letrið svo á síðunni minni, leist vel á það og hafði samband og spurði hvort þau mættu ekki nota það í auglýsingar fyrir Sundance,“ segir Guðmundur. Hönnunarstúdíóið mun sjá um alla grafík fyrir kvikmyndahátíðina. „Ég þurfti að gera smávægilegar breytingar á letrinu samt, en ég fékk alveg ágætlega greitt fyrir þetta svo ég er sáttur,“ segir hann. Guðmundur lærði grafíska hönnun í Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam, en lærði ekki leturgerð sérstaklega. Í dag rekur hann fyrirtækið Or Type, en hann segist alltaf hafa verið mikill leturperri og hafi þess vegna endað í leturgerð. „Þetta er mjög merkilegt fyrir mig sem leturhönnuð að fá svona góða auglýsingu og aldrei að vita hvort ég fari í frekara samstarf með Mother. Ég vil samt ekki segja of mikið eins og er,“ segir hann. Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
„Ég hannaði þetta letur upphaflega fyrir afmælisbók Lunga árið 2010,“ segir grafíski hönnuðurinn Guðmundur Úlfarsson. Letur eftir hann verður notað í allt kynningarefni fyrir kvikmyndahátíðina Sundance á næsta ári. „Hönnunarstúdíóið Mother í New York sá letrið svo á síðunni minni, leist vel á það og hafði samband og spurði hvort þau mættu ekki nota það í auglýsingar fyrir Sundance,“ segir Guðmundur. Hönnunarstúdíóið mun sjá um alla grafík fyrir kvikmyndahátíðina. „Ég þurfti að gera smávægilegar breytingar á letrinu samt, en ég fékk alveg ágætlega greitt fyrir þetta svo ég er sáttur,“ segir hann. Guðmundur lærði grafíska hönnun í Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam, en lærði ekki leturgerð sérstaklega. Í dag rekur hann fyrirtækið Or Type, en hann segist alltaf hafa verið mikill leturperri og hafi þess vegna endað í leturgerð. „Þetta er mjög merkilegt fyrir mig sem leturhönnuð að fá svona góða auglýsingu og aldrei að vita hvort ég fari í frekara samstarf með Mother. Ég vil samt ekki segja of mikið eins og er,“ segir hann.
Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög