Hvað er mest spennandi á Airwaves? Þórður Ingi Jónsson skrifar 25. október 2014 09:00 Frá Airwaves í fyrra. vísir/valli Nú styttist í að tónlistarhátíðin Iceland Airwaves gangi í garð en hún hefst þarnæsta miðvikudag, 5. nóvember. Í tilefni af því tók Fréttablaðið saman tíu mest spennandi erlendu flytjendurna sem jafnframt eru rísandi stjörnur í tónlistarbransanum. Alls munu 219 hljómsveitir troða upp og er því nóg að velja úr.Perfect PussyPerfect Pussy er rokksveit frá New York en félagar hennar eru allir úr pönk-, harðkjarna- og hávaðasenunni. Söngkonan Meredith Graves syngur einlæga texta undir hnausþykkum hávaðavegg.Jaakko Eino KaleviJaakko Eino Kalevi er költfígúra í heimaborg sinni Helsinki þar sem hann vinnur sem sporvagnsstjóri ásamt því að gera tónlist. Hann er skemmtilega fjölhæfur tónlistarmaður en á plötunni hans Modern Life frá 2010 má greina marga mismunandi stíla, allt frá hressu partípoppi yfir í kaldara elektró.Son LuxSon Lux gaf út fyrstu plötuna sína hjá plötuútgáfunni Anticon, sem er þekkt fyrir óvenjulegt og ljóðrænt rapp, en á undanförnum árum hefur hann gert efni sem á meira skylt við síðrokk og trip-hop heldur en rapp. Hann hefur einnig samið kvikmyndatónlist, til dæmis fyrir myndina Looper, og unnið með fjölmörgum stjörnum eins og Laurie Anderson, Sufjan Stevens og Busdriver.Future IslandsFuture Islands frá Baltimore slógu í gegn í ár þegar þeir fluttu lagið Seasons (Waiting on You) í spjallþætti Davids Letterman, The Late Show, þó að sveitin hafi reyndar starfað í mörg ár. Danstaktar söngvarans Gerrits Welmer vöktu einnig mikla lukku. Tónlist Future Islands mætti lýsa sem skemmtilegri blöndu af „northern soul“ og synþapoppi.KelelaBetra er seint en aldrei í tilfelli söngkonunnar Kelela frá Los Angeles. Hún náði loksins að komast á kortið í fyrra með fyrstu plötunni sinni Cut 4 Me, þar sem hún syngur yfir fútúríska takta eftir einhverja fremstu taktsmiði heims, meðal annars Nguzunguzu sem koma einnig fram á hátíðinni. Lagið Bank Head með pródúsernum Kingdom var kallað besta lag ársins 2013 í tímaritinu Dazed & Confused.NguzunguzuTvíeykið Nguzunguzu ásamt fyrrnefndri Kelelu, gefur út hjá plötufyrirtækinu Fade to Mind, sem gefur út framsýnustu klúbbatónlistina í dag. Tónlistin er furðuleg og framsækin – ryður veginn fyrir hljóm framtíðarinnar.Jessy LanzaJessy Lanza er frá Kanada og gefur út hjá plötufyrirtækinu Hyperdub sem er einn helsti framvörður nútímalegrar raftónlistar í dag. Plata hennar Pull My Hair Back sem kom út í fyrra er sneisafull af ljúfu elektrópoppi.Unknown Mortal OrchestraSöngvarinn og gítarleikarinn Ruban Nielson frá Nýja-Sjálandi stofnaði sveitina Unknown Mortal Orchestra sem hefur slegið í gegn á undanförnum árum. Um er að ræða gæða sixtís sækadelíu í nútímalegum poppbúningi.How to Dress Well er listamannsnafn Bandaríkjamannsins Tom Krell. Tónlistin hans er einhvers konar „avant-garde“ R&B sem er afar brothætt og jafnvel drungalegt á tíðum.Jungle er sjö manna hópur frá London sem spilar nútímalega sálartónlist. Samnefnd plata þeirra, sem kom út hjá XL Recordings í ár, hefur hlotið góða dóma og er sveitin þekkt fyrir líflega tónleika. Airwaves Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Þingmaður selur húsið Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Sjá meira
Nú styttist í að tónlistarhátíðin Iceland Airwaves gangi í garð en hún hefst þarnæsta miðvikudag, 5. nóvember. Í tilefni af því tók Fréttablaðið saman tíu mest spennandi erlendu flytjendurna sem jafnframt eru rísandi stjörnur í tónlistarbransanum. Alls munu 219 hljómsveitir troða upp og er því nóg að velja úr.Perfect PussyPerfect Pussy er rokksveit frá New York en félagar hennar eru allir úr pönk-, harðkjarna- og hávaðasenunni. Söngkonan Meredith Graves syngur einlæga texta undir hnausþykkum hávaðavegg.Jaakko Eino KaleviJaakko Eino Kalevi er költfígúra í heimaborg sinni Helsinki þar sem hann vinnur sem sporvagnsstjóri ásamt því að gera tónlist. Hann er skemmtilega fjölhæfur tónlistarmaður en á plötunni hans Modern Life frá 2010 má greina marga mismunandi stíla, allt frá hressu partípoppi yfir í kaldara elektró.Son LuxSon Lux gaf út fyrstu plötuna sína hjá plötuútgáfunni Anticon, sem er þekkt fyrir óvenjulegt og ljóðrænt rapp, en á undanförnum árum hefur hann gert efni sem á meira skylt við síðrokk og trip-hop heldur en rapp. Hann hefur einnig samið kvikmyndatónlist, til dæmis fyrir myndina Looper, og unnið með fjölmörgum stjörnum eins og Laurie Anderson, Sufjan Stevens og Busdriver.Future IslandsFuture Islands frá Baltimore slógu í gegn í ár þegar þeir fluttu lagið Seasons (Waiting on You) í spjallþætti Davids Letterman, The Late Show, þó að sveitin hafi reyndar starfað í mörg ár. Danstaktar söngvarans Gerrits Welmer vöktu einnig mikla lukku. Tónlist Future Islands mætti lýsa sem skemmtilegri blöndu af „northern soul“ og synþapoppi.KelelaBetra er seint en aldrei í tilfelli söngkonunnar Kelela frá Los Angeles. Hún náði loksins að komast á kortið í fyrra með fyrstu plötunni sinni Cut 4 Me, þar sem hún syngur yfir fútúríska takta eftir einhverja fremstu taktsmiði heims, meðal annars Nguzunguzu sem koma einnig fram á hátíðinni. Lagið Bank Head með pródúsernum Kingdom var kallað besta lag ársins 2013 í tímaritinu Dazed & Confused.NguzunguzuTvíeykið Nguzunguzu ásamt fyrrnefndri Kelelu, gefur út hjá plötufyrirtækinu Fade to Mind, sem gefur út framsýnustu klúbbatónlistina í dag. Tónlistin er furðuleg og framsækin – ryður veginn fyrir hljóm framtíðarinnar.Jessy LanzaJessy Lanza er frá Kanada og gefur út hjá plötufyrirtækinu Hyperdub sem er einn helsti framvörður nútímalegrar raftónlistar í dag. Plata hennar Pull My Hair Back sem kom út í fyrra er sneisafull af ljúfu elektrópoppi.Unknown Mortal OrchestraSöngvarinn og gítarleikarinn Ruban Nielson frá Nýja-Sjálandi stofnaði sveitina Unknown Mortal Orchestra sem hefur slegið í gegn á undanförnum árum. Um er að ræða gæða sixtís sækadelíu í nútímalegum poppbúningi.How to Dress Well er listamannsnafn Bandaríkjamannsins Tom Krell. Tónlistin hans er einhvers konar „avant-garde“ R&B sem er afar brothætt og jafnvel drungalegt á tíðum.Jungle er sjö manna hópur frá London sem spilar nútímalega sálartónlist. Samnefnd plata þeirra, sem kom út hjá XL Recordings í ár, hefur hlotið góða dóma og er sveitin þekkt fyrir líflega tónleika.
Airwaves Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Þingmaður selur húsið Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Sjá meira