Fallegt, en stundum kraftlaust Jónas Sen skrifar 5. nóvember 2014 12:30 Nelson Goerner Nordicphotos/Getty Tónlist: Heimspíanistar í Hörpu Nelson Goerner Tónleikar í Hörpu sunnudaginn 2. nóvember. Heimspíanistar í Hörpu er tónleikaröð með frábærum píanóleikurum. Oftar en ekki hafa þeir unnið til verðlauna í alþjóðlegri keppni. Urmull er af fínum píanistum; keppni er þar af leiðandi hugsuð til að veita þeim tækifæri til að hasla sér völl í tónlistarheiminum. Þetta virðist vera á undanhaldi. Hér áður fyrr komust sigurvegararnir á forsíður stórblaðanna. Nú þykir það ekkert merkilegt lengur. Í dag þarf fólk því að beita öðrum ráðum til að vekja á sér athygli. Mestanpartinn er það frumleikinn á YouTube sem ræður. Helst verður það að vera eitthvað fáránlegt. Ef manni tækist að syngja lag eftir Schubert með endaþarminum væri það stórfrétt. Maður yrði frægur á svipstundu og þyrfti enga keppni. Að þessu sinni var það Nelson Goerner sem lék á flygilinn í Norðurljósum í Hörpu. Hann var sigurvegarinn í Franz Liszt-keppninni á sínum tíma, og líka í píanókeppninni í Genf. Svo er hann auðvitað á YouTube, en þar eru mörg frábær myndskeið með honum. Þó er þar engin viðundrasýning. Tónleikarnir byrjuðu á sónötu K 282 eftir Mozart. Upphafið var rólegt og Goerner lék af unaðslegri mýkt. Hljómurinn í slaghörpunni var dásamlegur. Hraðari kaflar á eftir komu samt ekki eins vel út, hvernig sem á því stóð. Sum tónahlaupin liðu fyrir ónákvæmni og rytminn hefði mátt vera markvissari. Betra var næsta verk á efnisskránni, Kreisleriana eftir Schumann. Þar var leikur Goerners andríkur, allar andstæðurnar í tónlistinni voru skemmtilega útfærðar. Það var gott flæði í tónlistinni, en þó vantaði aðeins upp á kraftinn. Hljómurinn í flyglinum hefði mátt vera öflugri. Magnaðir hápunktar eiga að koma fyrir í verkinu, en þeir misstu stundum marks á tónleikunum. Eftir hlé voru prelúdíur Chopins á dagskrá. Þær eru 24 talsins, yfirleitt mjög stuttar, hálfgerð örverk. Þarna var Goerner í essinu sínu. Túlkunin var litrík og spennandi, og tæknin var óaðfinnanleg. Ef hægt er að gagnrýna eitthvað, þá er það helst pedalnotkunin. Hún var dálítið mikil. Sérstaklega í sextándu prelúdíunni, sem fyrir bragðið var ekki nógu spennandi. Bassinn var of gruggugur. En yfirleitt var leikur Goerners flottur. Aukalögin voru skemmtileg. Hið fyrra var fjórða prelúdían úr bók I eftir Debussy. Þar voru litbrigðin mögnuð. Seinna aukalagið var hin sjaldheyrða Schulz-Evler-útsetning á Dónárvalsinum eftir Strauss. Píanistinn hristi hana fram úr erminni eins og ekkert væri. Það var svo sannarlega flugeldasýning.Niðurstaða: Fagur tónn, margbrotin, innileg túlkun en hefði að ósekju mátt vera snarpari. Gagnrýni Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist: Heimspíanistar í Hörpu Nelson Goerner Tónleikar í Hörpu sunnudaginn 2. nóvember. Heimspíanistar í Hörpu er tónleikaröð með frábærum píanóleikurum. Oftar en ekki hafa þeir unnið til verðlauna í alþjóðlegri keppni. Urmull er af fínum píanistum; keppni er þar af leiðandi hugsuð til að veita þeim tækifæri til að hasla sér völl í tónlistarheiminum. Þetta virðist vera á undanhaldi. Hér áður fyrr komust sigurvegararnir á forsíður stórblaðanna. Nú þykir það ekkert merkilegt lengur. Í dag þarf fólk því að beita öðrum ráðum til að vekja á sér athygli. Mestanpartinn er það frumleikinn á YouTube sem ræður. Helst verður það að vera eitthvað fáránlegt. Ef manni tækist að syngja lag eftir Schubert með endaþarminum væri það stórfrétt. Maður yrði frægur á svipstundu og þyrfti enga keppni. Að þessu sinni var það Nelson Goerner sem lék á flygilinn í Norðurljósum í Hörpu. Hann var sigurvegarinn í Franz Liszt-keppninni á sínum tíma, og líka í píanókeppninni í Genf. Svo er hann auðvitað á YouTube, en þar eru mörg frábær myndskeið með honum. Þó er þar engin viðundrasýning. Tónleikarnir byrjuðu á sónötu K 282 eftir Mozart. Upphafið var rólegt og Goerner lék af unaðslegri mýkt. Hljómurinn í slaghörpunni var dásamlegur. Hraðari kaflar á eftir komu samt ekki eins vel út, hvernig sem á því stóð. Sum tónahlaupin liðu fyrir ónákvæmni og rytminn hefði mátt vera markvissari. Betra var næsta verk á efnisskránni, Kreisleriana eftir Schumann. Þar var leikur Goerners andríkur, allar andstæðurnar í tónlistinni voru skemmtilega útfærðar. Það var gott flæði í tónlistinni, en þó vantaði aðeins upp á kraftinn. Hljómurinn í flyglinum hefði mátt vera öflugri. Magnaðir hápunktar eiga að koma fyrir í verkinu, en þeir misstu stundum marks á tónleikunum. Eftir hlé voru prelúdíur Chopins á dagskrá. Þær eru 24 talsins, yfirleitt mjög stuttar, hálfgerð örverk. Þarna var Goerner í essinu sínu. Túlkunin var litrík og spennandi, og tæknin var óaðfinnanleg. Ef hægt er að gagnrýna eitthvað, þá er það helst pedalnotkunin. Hún var dálítið mikil. Sérstaklega í sextándu prelúdíunni, sem fyrir bragðið var ekki nógu spennandi. Bassinn var of gruggugur. En yfirleitt var leikur Goerners flottur. Aukalögin voru skemmtileg. Hið fyrra var fjórða prelúdían úr bók I eftir Debussy. Þar voru litbrigðin mögnuð. Seinna aukalagið var hin sjaldheyrða Schulz-Evler-útsetning á Dónárvalsinum eftir Strauss. Píanistinn hristi hana fram úr erminni eins og ekkert væri. Það var svo sannarlega flugeldasýning.Niðurstaða: Fagur tónn, margbrotin, innileg túlkun en hefði að ósekju mátt vera snarpari.
Gagnrýni Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira