Túlkar hvert spark sem ánægju Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 6. nóvember 2014 00:01 Sigríður Eir segir að allir muni skilja ef tónleikarnir frestast vegna barnsburðar. Fréttablaðið/Ernir Sigríður Eir Zophoníasdóttir, söngkona og gítarleikari, hefur í nægu að snúast þessa dagana því auk tónleikahalds gengur hún með sitt fyrsta barn og er komin rúma 8 mánuði á leið. Sigríður Eir skipar ásamt Völu Höskuldsdóttur Hljómsveitina Evu sem spilar á þremur „off-venue“ viðburðum á Airwaves-hátíðinni sem fram fer í vikunni og gaf á dögunum út sína fyrstu plötu, „Nóg til frammi“. Hljómsveitin Eva stefnir á að halda jólatónleika í Fríkirkjunni viku fyrir settan dag. „Stúlkan sem ég geng með er rosa glöð með þetta og sparkar alveg á fullu þegar ég er að spila. Það myndast einhver titringur í legvatninu þegar ég spila á gítarinn. Ég hef ákveðið að túlka spörkin sem ánægju frekar en mótmæli,“ segir Sigríður Eir hress í bragði en hún hefur þurft að laga spilamennskuna að auknu umfangi óléttubumbunnar og spilar því með gítarinn aðeins út á hlið. Sigríður Eir segir lítið stress fylgja tónleikunum þrátt fyrir að þeir séu á dagskrá svo stuttu fyrir settan dag: „Það munu allir skilja það ef tónleikarnir frestast vegna barnsburðar. Ég vona bara að ég verði ekki alveg að springa þegar það kemur að þessu. Við seljum enga miða í forsölu svo það verður enginn fyrir brjáluðum vonbrigðum.“Tók plötuna upp í Berufirði Hljómsveitin Eva gaf á dögunum út sína fyrstu plötu, „Nóg til frammi“, og heldur af því tilefni útgáfutónleika 13. nóvember á Café Rósenberg. Platan var tekin upp í Berufirði á bænum Karlsstöðum en fjármögnun hennar fór að miklu leyti fram í gegnum hópfjármögnunarsíðuna Karolina Fund. Airwaves Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira
Sigríður Eir Zophoníasdóttir, söngkona og gítarleikari, hefur í nægu að snúast þessa dagana því auk tónleikahalds gengur hún með sitt fyrsta barn og er komin rúma 8 mánuði á leið. Sigríður Eir skipar ásamt Völu Höskuldsdóttur Hljómsveitina Evu sem spilar á þremur „off-venue“ viðburðum á Airwaves-hátíðinni sem fram fer í vikunni og gaf á dögunum út sína fyrstu plötu, „Nóg til frammi“. Hljómsveitin Eva stefnir á að halda jólatónleika í Fríkirkjunni viku fyrir settan dag. „Stúlkan sem ég geng með er rosa glöð með þetta og sparkar alveg á fullu þegar ég er að spila. Það myndast einhver titringur í legvatninu þegar ég spila á gítarinn. Ég hef ákveðið að túlka spörkin sem ánægju frekar en mótmæli,“ segir Sigríður Eir hress í bragði en hún hefur þurft að laga spilamennskuna að auknu umfangi óléttubumbunnar og spilar því með gítarinn aðeins út á hlið. Sigríður Eir segir lítið stress fylgja tónleikunum þrátt fyrir að þeir séu á dagskrá svo stuttu fyrir settan dag: „Það munu allir skilja það ef tónleikarnir frestast vegna barnsburðar. Ég vona bara að ég verði ekki alveg að springa þegar það kemur að þessu. Við seljum enga miða í forsölu svo það verður enginn fyrir brjáluðum vonbrigðum.“Tók plötuna upp í Berufirði Hljómsveitin Eva gaf á dögunum út sína fyrstu plötu, „Nóg til frammi“, og heldur af því tilefni útgáfutónleika 13. nóvember á Café Rósenberg. Platan var tekin upp í Berufirði á bænum Karlsstöðum en fjármögnun hennar fór að miklu leyti fram í gegnum hópfjármögnunarsíðuna Karolina Fund.
Airwaves Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira