Ásgeir hinn trausti, einlægur og án tilgerðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. nóvember 2014 00:01 Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti stóð fyrir sínu í fyrrakvöld. Vísir/Andri Marinó Tónleikar Ásgeir Iceland Airwaves Harpa Silfurberg Fjölmennt var í Silfurbergi í Hörpu þegar Ásgeir, áður þekktur sem Ásgeir Trausti, steig á svið ásamt fríðu föruneyti á miðvikudagskvöld. Auk hefðbundinna hljóðfæraleikara í poppgeiranum var kallaður til strengjakvartett auk blástursþríeykis sem gerði tónleikana þeim mun þéttari og skemmtilegri. Tónlist Ásgeirs er ekki beint til þess fallin að kalla fram danshvatir hjá fólki og var stemningin róleg eftir því. Greinilegt var að margir vildu heyra í söngvaranum 22 ára frá Laugarbakka, sem skaust upp á stjörnuhimininn fyrir tveimur árum með útgáfu plötu sinnar Dýrð í dauðaþögn. Þurftu sumir að bíða lengi fyrir utan salinn og á göngum Hörpu, svo löng var röðin. Margir hverjir fengu eflaust valkvíðahnút í magann að þurfa að velja á milli Ásgeirs og Leaves sem spiluðu samtímis í Norðurljósasalnum. Lítil ferð var á gestum sem voru greinilega sáttir við val sitt. Tveir háværir Danir kepptu um tíma við Ásgeir um athygli mína en smá færsla innan skarans kom mér nær söngvaranum einlæga. Sem betur fer. Ásgeir byrjaði á nýrri og minna þekktum lögum sem fengu fínar viðtökur hjá tónleikagestum. Fólkið sötraði sitt öl, sumir lygndu aftur augum, einn og einn sveiflaði höndum en aðrir hreyfðu hausinn. Eftir því sem á tónleikana leið fóru kunnuglegri lög að heyrast og fögnuðu tónleikagestir þegar lagið Leyndarmál fór í gang. Hápunkturinn fyrir flesta var vafalítið þegar fallegu píanóhljómarnir í lokalaginu, Nýfallið regn, heyrðust. Stórbrotið lag og ljóst að Ásgeir hefði fengið langt uppklapp ef ekki hefði verið vegna óskrifaðra reglna um engin aukalög á Airwaves. Þegar ég sá Ásgeir á Airwaves í fyrra stuðaði mig aðeins hve lítil samskipti hans voru við áhorfendurna. Nú veit ég nákvæmlega hvar ég hef hann. „Takk, thank you og þetta er lokalagið okkar,“ voru skilaboðin til tónleikagesta í gær. Skilaboðin sem mestu skipta er tónlistin sem var virkilega vel flutt, bæði af Ásgeiri sjálfum og frábærum hljóðfæraleikurum á sviðinu.Niðurstaða: Ásgeir klikkar ekki. Falleg tónlist, flutt af einlægni og án allrar tilgerðar. Airwaves Gagnrýni Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónleikar Ásgeir Iceland Airwaves Harpa Silfurberg Fjölmennt var í Silfurbergi í Hörpu þegar Ásgeir, áður þekktur sem Ásgeir Trausti, steig á svið ásamt fríðu föruneyti á miðvikudagskvöld. Auk hefðbundinna hljóðfæraleikara í poppgeiranum var kallaður til strengjakvartett auk blástursþríeykis sem gerði tónleikana þeim mun þéttari og skemmtilegri. Tónlist Ásgeirs er ekki beint til þess fallin að kalla fram danshvatir hjá fólki og var stemningin róleg eftir því. Greinilegt var að margir vildu heyra í söngvaranum 22 ára frá Laugarbakka, sem skaust upp á stjörnuhimininn fyrir tveimur árum með útgáfu plötu sinnar Dýrð í dauðaþögn. Þurftu sumir að bíða lengi fyrir utan salinn og á göngum Hörpu, svo löng var röðin. Margir hverjir fengu eflaust valkvíðahnút í magann að þurfa að velja á milli Ásgeirs og Leaves sem spiluðu samtímis í Norðurljósasalnum. Lítil ferð var á gestum sem voru greinilega sáttir við val sitt. Tveir háværir Danir kepptu um tíma við Ásgeir um athygli mína en smá færsla innan skarans kom mér nær söngvaranum einlæga. Sem betur fer. Ásgeir byrjaði á nýrri og minna þekktum lögum sem fengu fínar viðtökur hjá tónleikagestum. Fólkið sötraði sitt öl, sumir lygndu aftur augum, einn og einn sveiflaði höndum en aðrir hreyfðu hausinn. Eftir því sem á tónleikana leið fóru kunnuglegri lög að heyrast og fögnuðu tónleikagestir þegar lagið Leyndarmál fór í gang. Hápunkturinn fyrir flesta var vafalítið þegar fallegu píanóhljómarnir í lokalaginu, Nýfallið regn, heyrðust. Stórbrotið lag og ljóst að Ásgeir hefði fengið langt uppklapp ef ekki hefði verið vegna óskrifaðra reglna um engin aukalög á Airwaves. Þegar ég sá Ásgeir á Airwaves í fyrra stuðaði mig aðeins hve lítil samskipti hans voru við áhorfendurna. Nú veit ég nákvæmlega hvar ég hef hann. „Takk, thank you og þetta er lokalagið okkar,“ voru skilaboðin til tónleikagesta í gær. Skilaboðin sem mestu skipta er tónlistin sem var virkilega vel flutt, bæði af Ásgeiri sjálfum og frábærum hljóðfæraleikurum á sviðinu.Niðurstaða: Ásgeir klikkar ekki. Falleg tónlist, flutt af einlægni og án allrar tilgerðar.
Airwaves Gagnrýni Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira