Merci beaucoup La Femme! Freyr Bjarnason skrifar 8. nóvember 2014 18:00 Sviðsframkoma frönsku hljómsveitarinnar var sérlega skemmtileg. Fréttablaðið/Ernir La Femme Iceland Airwaves Harpa Silfurberg Franska hljómsveitin La Femme var fljót að hrífa áhorfendur með sér þegar hún mætti á svið í Silfurbergi. Tónlistin var stórskemmtileg en þar fyrir utan var sviðsframkoman afar hressileg. Einn meðlimanna sex mætti í bleikum samfestingi með gæru yfir sér en annar var með tvær mismunandi grímur yfir andlitinu alla tónleikana. Sannkallaður ærslabelgur þar á ferð. Sá þriðji lét sér aftur á móti gömlu, góðu lopapeysuna nægja. La Femme hafði stillt upp þremur hljómborðum fremst á sviðinu og tónlistin var eins konar hljóðgervlapopp, eða bara ekta franskt stuðpopp. Sum lögin byrjuðu rólega en voru svo keyrð upp í ofurstuð í lokin. Oft voru þau ansi löng en það kom aldrei að sök því gæðin voru slík að manni leiddist aldrei. Ekki var hægt annað en að hrífast með tónlistinni og til marks um það hefur undirritaður sjaldan séð jafnmarga karlmenn dilla sér á einum og sömu Airwaves-tónleikunum. Sömuleiðis hikuðu sumir ekki við að láta salinn halda sér á floti, „crowdsörfa“. La Femme var stofnuð árið 2010 af þeim Marlon Magnée og Sacha Got. Sveitin hefur gefið út eina stóra plötu, Psycho Tropical Berlin, og verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni. Eftir tónleikana kvaddi hljómsveitin áhorfendur með orðunum Merci Reykjavík! Frekar væri nær að segja Merci beaucoup La Femme!Niðurstaða:Stórskemmtilegt franskt stuðpopp. Airwaves Gagnrýni Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
La Femme Iceland Airwaves Harpa Silfurberg Franska hljómsveitin La Femme var fljót að hrífa áhorfendur með sér þegar hún mætti á svið í Silfurbergi. Tónlistin var stórskemmtileg en þar fyrir utan var sviðsframkoman afar hressileg. Einn meðlimanna sex mætti í bleikum samfestingi með gæru yfir sér en annar var með tvær mismunandi grímur yfir andlitinu alla tónleikana. Sannkallaður ærslabelgur þar á ferð. Sá þriðji lét sér aftur á móti gömlu, góðu lopapeysuna nægja. La Femme hafði stillt upp þremur hljómborðum fremst á sviðinu og tónlistin var eins konar hljóðgervlapopp, eða bara ekta franskt stuðpopp. Sum lögin byrjuðu rólega en voru svo keyrð upp í ofurstuð í lokin. Oft voru þau ansi löng en það kom aldrei að sök því gæðin voru slík að manni leiddist aldrei. Ekki var hægt annað en að hrífast með tónlistinni og til marks um það hefur undirritaður sjaldan séð jafnmarga karlmenn dilla sér á einum og sömu Airwaves-tónleikunum. Sömuleiðis hikuðu sumir ekki við að láta salinn halda sér á floti, „crowdsörfa“. La Femme var stofnuð árið 2010 af þeim Marlon Magnée og Sacha Got. Sveitin hefur gefið út eina stóra plötu, Psycho Tropical Berlin, og verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni. Eftir tónleikana kvaddi hljómsveitin áhorfendur með orðunum Merci Reykjavík! Frekar væri nær að segja Merci beaucoup La Femme!Niðurstaða:Stórskemmtilegt franskt stuðpopp.
Airwaves Gagnrýni Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög