Lék langafa og löggu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 9. nóvember 2014 10:00 „Oft þegar ég fór í bíl fram hjá leikhúsunum spurði ég hvenær ég yrði nógu stór til að mega fara í prufur.“ Fréttablaðið/Valli Hvaða auglýsingum hefur þú leikið í? „Ég hef leikið í nokkuð mörgum. Í sumar var ég í auglýsingu fyrir Flugfélag Íslands. Hún var tekin upp á Ísafirði og í flugskýli við Reykjavíkurflugvöll. Það var kalt þegar við vorum að taka upp atriði þar sem ég hleyp út úr flugvélinni en mér var sama, mér fannst þetta æðislega gaman. Síðast lék ég í sjónvarpsauglýsingu fyrir UNICEF, þar sem við áttum að leika börn í flóttamannabúðum. Einu sinni lék ég í útvarpsauglýsingu fyrir Olís og svo hef ég leikið í nokkrum auglýsingum fyrir blöð.“ En leikritum? „Já, ég lék í Óvitunum sem var sýnt í Þjóðleikhúsinu í fyrravetur. Þar lék ég langafa sem var orðinn elliær og svolítið ringlaður en mikill áhugamaður um Jónas frá Hriflu, löggu og kaffikerlingu. Síðasta vetur lék ég líka í Fólkinu í blokkinni, þar sem ég var afmælisgestur í fyrsta þættinum.“ Hver eru helstu áhugamálin þín? „Mín helstu áhugamál eru leiklist og fótbolti.“ Í hvaða skóla ertu? „Ég er í 4. bekk í Vesturbæjarskóla.“ Ertu í aukatímum? „Ég æfi fótbolta með KR og er í Sönglist þar sem ég læri bæði söng og leik, hef líka verið í Leynileikhúsinu.“ Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að leika og spila fótbolta. Ég er oftast úti með vinum mínum í fótbolta.“ Hjálpar þú stundum til á heimilinu? „Stundum hjálpa ég til við að passa Daníel, litla bróður minn, sem er fimm ára.“ Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? „Mig langar eiginlega bara að leika.“ Er langt síðan þú lést þig dreyma um það? „Já, ég var þriggja ára þegar mig fór að dreyma um leiklist. Þá fór ég á opið hús í Borgarleikhúsinu. Á sama tíma var frændi minn að leika í Þjóðleikhúsinu og hann bauð mér baksviðs og upp á þak. Oft þegar ég fór í bíl fram hjá leikhúsunum spurði ég hvenær ég yrði nógu stór til að mega að fara í prufur. Síðan rættist draumurinn þegar ég lék á stóra sviði Þjóðleikhússins fyrir fullum sal.“ Krakkar Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Sjá meira
Hvaða auglýsingum hefur þú leikið í? „Ég hef leikið í nokkuð mörgum. Í sumar var ég í auglýsingu fyrir Flugfélag Íslands. Hún var tekin upp á Ísafirði og í flugskýli við Reykjavíkurflugvöll. Það var kalt þegar við vorum að taka upp atriði þar sem ég hleyp út úr flugvélinni en mér var sama, mér fannst þetta æðislega gaman. Síðast lék ég í sjónvarpsauglýsingu fyrir UNICEF, þar sem við áttum að leika börn í flóttamannabúðum. Einu sinni lék ég í útvarpsauglýsingu fyrir Olís og svo hef ég leikið í nokkrum auglýsingum fyrir blöð.“ En leikritum? „Já, ég lék í Óvitunum sem var sýnt í Þjóðleikhúsinu í fyrravetur. Þar lék ég langafa sem var orðinn elliær og svolítið ringlaður en mikill áhugamaður um Jónas frá Hriflu, löggu og kaffikerlingu. Síðasta vetur lék ég líka í Fólkinu í blokkinni, þar sem ég var afmælisgestur í fyrsta þættinum.“ Hver eru helstu áhugamálin þín? „Mín helstu áhugamál eru leiklist og fótbolti.“ Í hvaða skóla ertu? „Ég er í 4. bekk í Vesturbæjarskóla.“ Ertu í aukatímum? „Ég æfi fótbolta með KR og er í Sönglist þar sem ég læri bæði söng og leik, hef líka verið í Leynileikhúsinu.“ Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að leika og spila fótbolta. Ég er oftast úti með vinum mínum í fótbolta.“ Hjálpar þú stundum til á heimilinu? „Stundum hjálpa ég til við að passa Daníel, litla bróður minn, sem er fimm ára.“ Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? „Mig langar eiginlega bara að leika.“ Er langt síðan þú lést þig dreyma um það? „Já, ég var þriggja ára þegar mig fór að dreyma um leiklist. Þá fór ég á opið hús í Borgarleikhúsinu. Á sama tíma var frændi minn að leika í Þjóðleikhúsinu og hann bauð mér baksviðs og upp á þak. Oft þegar ég fór í bíl fram hjá leikhúsunum spurði ég hvenær ég yrði nógu stór til að mega að fara í prufur. Síðan rættist draumurinn þegar ég lék á stóra sviði Þjóðleikhússins fyrir fullum sal.“
Krakkar Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Sjá meira