Tvær flugur, eitt misheppnað högg Sara McMahon skrifar 11. nóvember 2014 07:00 Góð málamiðlun er eins og góður kaffibolli: Hún hressir og kætir. Það hlakkar í mér þegar mér dettur í hug málamiðlun sem allir geta unað sáttir við. Þannig fylltist ég kátínu þegar mér flaug í hug fyrir stuttu að hægt væri að slá tvær flugur í einu höggi og ég og sambýlingurinn gætum sameinað hvort sitt áhugamálið í einni og sömu helgarferðinni. Þannig er mál með vexti að mér finnst gaman að fara í göngutúra, innan bæjar sem utan, en sambýlingnum finnst ekkert gaman að ganga. Hann hefur aftur á móti mjög gaman af því að elta jólamatinn upp um fjöll og firnindi. Nokkuð sem heillar mig lítið. Málamiðlunin, eða höggið sem átti að hæfa flugurnar tvær, var sú að ég fylgdi veiðimanninum á rjúpnaveiðar einn laugardag. Það var kalt og hvasst þennan dag, en við vorum vel dúðuð og með nóg nesti, og ég naut þess að finna napran vindinn bíta og naga í kaldar kinnarnar. Ég naut hreyfingarinnar, kyrrðarinnar og útsýnisins yfir fallega dali og fjöll. Svo varð ég þyrst. Ég settist niður eitt augnablik til að væta kverkarnar, en veiðimaðurinn hélt förinni áfram. Eftir að hafa slökkt þorstann stóð ég aftur upp og ætlaði að arka af stað þegar lítil, falleg rjúpa flaug upp úr dæld sem var mér á hægri hönd, og yfir í nálægan snjóskafl. Ótal hugsanir þutu um höfuð mitt á því augnabliki: Átti ég að kalla á veiðimanninn? Þá bæri ég ábyrgð á dauða saklausrar rjúpu. Átti ég að þegja? Þá yrði veiðimaðurinn mér örugglega reiður. En áður en ég gat tekið ákvörðun sá ég hvar göngufélagi minn stefndi í átt að rjúpunni með byssuna á lofti. Þar sem ég stóð með hendur fyrir eyrun og bakið í veiðimanninn og bráðina áttaði ég mig á því að málamiðlunin var hreint ekkert svo góð og kannski hefði ég betur látið kyrrt liggja. Til allrar lukku hvarf rjúpan sjónum veiðimannsins og samviskubitið sem nagaði mig inn að beini hvarf með henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Góð málamiðlun er eins og góður kaffibolli: Hún hressir og kætir. Það hlakkar í mér þegar mér dettur í hug málamiðlun sem allir geta unað sáttir við. Þannig fylltist ég kátínu þegar mér flaug í hug fyrir stuttu að hægt væri að slá tvær flugur í einu höggi og ég og sambýlingurinn gætum sameinað hvort sitt áhugamálið í einni og sömu helgarferðinni. Þannig er mál með vexti að mér finnst gaman að fara í göngutúra, innan bæjar sem utan, en sambýlingnum finnst ekkert gaman að ganga. Hann hefur aftur á móti mjög gaman af því að elta jólamatinn upp um fjöll og firnindi. Nokkuð sem heillar mig lítið. Málamiðlunin, eða höggið sem átti að hæfa flugurnar tvær, var sú að ég fylgdi veiðimanninum á rjúpnaveiðar einn laugardag. Það var kalt og hvasst þennan dag, en við vorum vel dúðuð og með nóg nesti, og ég naut þess að finna napran vindinn bíta og naga í kaldar kinnarnar. Ég naut hreyfingarinnar, kyrrðarinnar og útsýnisins yfir fallega dali og fjöll. Svo varð ég þyrst. Ég settist niður eitt augnablik til að væta kverkarnar, en veiðimaðurinn hélt förinni áfram. Eftir að hafa slökkt þorstann stóð ég aftur upp og ætlaði að arka af stað þegar lítil, falleg rjúpa flaug upp úr dæld sem var mér á hægri hönd, og yfir í nálægan snjóskafl. Ótal hugsanir þutu um höfuð mitt á því augnabliki: Átti ég að kalla á veiðimanninn? Þá bæri ég ábyrgð á dauða saklausrar rjúpu. Átti ég að þegja? Þá yrði veiðimaðurinn mér örugglega reiður. En áður en ég gat tekið ákvörðun sá ég hvar göngufélagi minn stefndi í átt að rjúpunni með byssuna á lofti. Þar sem ég stóð með hendur fyrir eyrun og bakið í veiðimanninn og bráðina áttaði ég mig á því að málamiðlunin var hreint ekkert svo góð og kannski hefði ég betur látið kyrrt liggja. Til allrar lukku hvarf rjúpan sjónum veiðimannsins og samviskubitið sem nagaði mig inn að beini hvarf með henni.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun