Á Betlehemsvöllum 1. nóvember 2014 00:01 Á Betlehemsvöllum þar birtist um nótt, hinn blessaði engill, sem boðar oss skjótt: Nú fagnið og gleðjist því frelsarinn er oss fæddur í heiminn á völlunum hér. Í lágreista jötu hér lausnarinn fyrr var lagður í hálminn við fjárhússins dyr. Þar stjarnan á himninum blikaði blítt, og birtuna lagði um andlit hans frítt. Og dýrin á völlunum vaka þá nótt, en vindurinn sefur og allt er svo hljótt. Nú barnið í jötunni brosir þér við, og blessun því fylgir, það gefur þér frið. Ó ver hjá mer Jesús, ó veit mér þá bón, að vernda mig ætíð svo bíði ei tjón, og blessa þú ávallt öll börnin þín smá, sem biðja þess heitast að lifa þér hjá. Texti: Sigurður Björnsson. (1. erindi frumsamið. 2.-4. erindi þýtt úr ensku - Away in a Manger). Lag: James Murray Jólalög Mest lesið Trúum á allt sem gott er Jól Rafræn jólakort Jólin Boðskapur Lúkasar Jól Ekta amerískur kalkúnn Jól Jóladagatal Vísis: Þegar upp úr sauð hjá Árna Johnsen og Rottweilerhundunum Jólin Leiðir til að hafa jólin græn Jól Þrír sætir Jól Allir geta gert góðan jólamat Jól Sjö sorta jól Jól Nú er Gunna á nýju skónum Jól
Á Betlehemsvöllum þar birtist um nótt, hinn blessaði engill, sem boðar oss skjótt: Nú fagnið og gleðjist því frelsarinn er oss fæddur í heiminn á völlunum hér. Í lágreista jötu hér lausnarinn fyrr var lagður í hálminn við fjárhússins dyr. Þar stjarnan á himninum blikaði blítt, og birtuna lagði um andlit hans frítt. Og dýrin á völlunum vaka þá nótt, en vindurinn sefur og allt er svo hljótt. Nú barnið í jötunni brosir þér við, og blessun því fylgir, það gefur þér frið. Ó ver hjá mer Jesús, ó veit mér þá bón, að vernda mig ætíð svo bíði ei tjón, og blessa þú ávallt öll börnin þín smá, sem biðja þess heitast að lifa þér hjá. Texti: Sigurður Björnsson. (1. erindi frumsamið. 2.-4. erindi þýtt úr ensku - Away in a Manger). Lag: James Murray
Jólalög Mest lesið Trúum á allt sem gott er Jól Rafræn jólakort Jólin Boðskapur Lúkasar Jól Ekta amerískur kalkúnn Jól Jóladagatal Vísis: Þegar upp úr sauð hjá Árna Johnsen og Rottweilerhundunum Jólin Leiðir til að hafa jólin græn Jól Þrír sætir Jól Allir geta gert góðan jólamat Jól Sjö sorta jól Jól Nú er Gunna á nýju skónum Jól