Álfadrottning í álögum 1. nóvember 2014 00:01 Þetta er saga af álfkonu sem átti kóng sem önnur vildi eiga og lagði það á hana að hún skyldi aldrei una hjá honum nema hvorja jólanótt fyrr en mennskur maður kæmi þeim saman án beggja hjónanna tilstuðlunar. Álfkonan fer því þar til hún finnur mennskan mann er bjó ógiftur einhvorstaðar. Honum virðist hún allkvenleg og býður henni vist með sér, og það þiggur hún og verður bústýra hjá honum, en ekki vill hún nánari sambúð við hann. Að næstkomandi jólum fara allir til kirkju nema bústýran sem segir sér sé óglatt, en daginn eftir þegar fólkið kemur frá kirkju er hún alhraust og allt vel um búið. Þegar önnur jól koma fer allt á sömu leið. Þegar líður að þriðju jólum kemur vinnumanni bóndans í hug að forvitnast um hvað því valdi að bústýra fari ei til kirkju á jólum sem annað fólk eða að hún skuli krenkjast framar en alla tíma aðra. Þegar þessi þriðju jól koma fer vinnumaður af stað til kirkju með hinu fólkinu eftir vanda, en þykist krenkjast á leiðinni og snýr heim aftur, tekur sér hulinhjálm og gætir nú að háttsemi bústýrunnar. Hann sér að hún býr sig nú betur en nokkurn tíma áður, tekur dúk undir hönd sér og gengur þar til hún kemur að móðu eða vatni, breiðir út dúkinn, kastar honum á móðuna og fer þar út á. Vinnumaðurinn sem veitir henni eftirför fer á dúkinn líka án hennar vitundar. Þau fara svo gegnum móðuna þar til þau koma að landi hvar fagurt er um að líta. Þau koma þá að höll hvar veisla er tilbúin og þar eru tvö börn að leika sér, að hvörjum álfkonan lætur mjög móðurlega og ljær þeim fingurgull sitt. Vinnumaðurinn tekur það af börnunum; er þá farið að leita að því, en það finnst ekki. Líka tekur hann rif af matborðinu og gyllt silfurstaup sem kóngur drakk af meðan hann var við horðið. Lofar nú kóngur þeim öllu er sá vilji æskja er geti fundið þessa hluti. Á jóladagsmorguninn fer álfkona sama veg burtu og vinnumaðurinn eftir henni, og er búin að hagræða öllu heima þá fólkið kemur frá kirkjunni. Nokkru síðar fer vinnumaðurinn að sýna henni það sem horfið hafði í álfheimi og þekkir hún það. Verður það þá meðal til ásthylli kóngs við hana að maðurinn fer með henni og til kóngs og sannar að hún hafi ekki verið völd í þessu og lýsir trúskap hennar og hollustu, en hún launar vinnumanni atvik sín. Jól Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Svona gerirðu graflax Jól Rafræn jólakort Jólin Jóla-aspassúpa Jól Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Fylltar kalkúnabringur Jólin Jólafrómas að færeyskum hætti Jólin
Þetta er saga af álfkonu sem átti kóng sem önnur vildi eiga og lagði það á hana að hún skyldi aldrei una hjá honum nema hvorja jólanótt fyrr en mennskur maður kæmi þeim saman án beggja hjónanna tilstuðlunar. Álfkonan fer því þar til hún finnur mennskan mann er bjó ógiftur einhvorstaðar. Honum virðist hún allkvenleg og býður henni vist með sér, og það þiggur hún og verður bústýra hjá honum, en ekki vill hún nánari sambúð við hann. Að næstkomandi jólum fara allir til kirkju nema bústýran sem segir sér sé óglatt, en daginn eftir þegar fólkið kemur frá kirkju er hún alhraust og allt vel um búið. Þegar önnur jól koma fer allt á sömu leið. Þegar líður að þriðju jólum kemur vinnumanni bóndans í hug að forvitnast um hvað því valdi að bústýra fari ei til kirkju á jólum sem annað fólk eða að hún skuli krenkjast framar en alla tíma aðra. Þegar þessi þriðju jól koma fer vinnumaður af stað til kirkju með hinu fólkinu eftir vanda, en þykist krenkjast á leiðinni og snýr heim aftur, tekur sér hulinhjálm og gætir nú að háttsemi bústýrunnar. Hann sér að hún býr sig nú betur en nokkurn tíma áður, tekur dúk undir hönd sér og gengur þar til hún kemur að móðu eða vatni, breiðir út dúkinn, kastar honum á móðuna og fer þar út á. Vinnumaðurinn sem veitir henni eftirför fer á dúkinn líka án hennar vitundar. Þau fara svo gegnum móðuna þar til þau koma að landi hvar fagurt er um að líta. Þau koma þá að höll hvar veisla er tilbúin og þar eru tvö börn að leika sér, að hvörjum álfkonan lætur mjög móðurlega og ljær þeim fingurgull sitt. Vinnumaðurinn tekur það af börnunum; er þá farið að leita að því, en það finnst ekki. Líka tekur hann rif af matborðinu og gyllt silfurstaup sem kóngur drakk af meðan hann var við horðið. Lofar nú kóngur þeim öllu er sá vilji æskja er geti fundið þessa hluti. Á jóladagsmorguninn fer álfkona sama veg burtu og vinnumaðurinn eftir henni, og er búin að hagræða öllu heima þá fólkið kemur frá kirkjunni. Nokkru síðar fer vinnumaðurinn að sýna henni það sem horfið hafði í álfheimi og þekkir hún það. Verður það þá meðal til ásthylli kóngs við hana að maðurinn fer með henni og til kóngs og sannar að hún hafi ekki verið völd í þessu og lýsir trúskap hennar og hollustu, en hún launar vinnumanni atvik sín.
Jól Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Svona gerirðu graflax Jól Rafræn jólakort Jólin Jóla-aspassúpa Jól Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Fylltar kalkúnabringur Jólin Jólafrómas að færeyskum hætti Jólin