Erlendur og Marion á bömmer – aftur! Friðrika Benónýsdóttir skrifar 14. nóvember 2014 12:30 Kamp Knox Bækur: Kamp Knox Arnaldur Indriðason Vaka HelgafellÞótt Erlendur Sveinsson hafi gengið inn í myrkrið í lok Furðustranda og lesendur verið skildir eftir með vangaveltur um hvort hann væri lífs eða liðinn er hann enn sprækur í Kamp Knox, nýjustu skáldsögu Arnaldar Indriðasonar, sagan fjallar sem sé um hann á yngri árum eins og síðustu bækur Arnaldar. Hér er hann 33 ára gamall, nýskilinn, nýbyrjaður í rannsóknarlögreglunni og vinnur þar undir handarjaðri Marion Briem sem einnig hefur gengið í endurnýjun lífdaga í undanförnum bókum. Þeir félagar eru sjálfum sér líkir; Erlendur hugsar um mannshvörf og Marion heimsækir berklahælið sem hann/hún dvaldi á í æsku, og satt best að segja er þetta kombó að verða heldur þreytt. Ekki bætir úr skák að Arnaldur sjálfur virðist vera orðinn frekar leiður á þeim félögum og bætir svo sem engu við sögur þeirra sem ekki var áður vitað. Er ekki kominn tími til að veita þeim hvíldina bara? Málin sem eru til rannsóknar í Kamp Knox eru tvö: annars vegar morð á Íslendingi sem virðist hafa verið framið í herstöðinni á Keflavíkurflugvelli og hins vegar hvarf ungrar stúlku í nágrenni við Kamp Knox 25 árum fyrir rauntíma sögunnar sem er 1979. Hvorugt málið er sérlega spennandi en lýsingar Arnaldar á umhverfi og lífi í herstöðinni á þessum tíma eru skemmtilegar og áhugaverðar og smá púður hleypur í þráðinn þegar inn í fléttast grunsamlegar flugvélar sem þar lenda án vitneskju íslenskra flugmálayfirvalda og grunur vaknar um að þar séu geymd kjarnorkuvopn. Sá þráður rennur hins vegar hálfpartinn út í sandinn og lesandinn er engu nær. En bráðskemmtilegar lýsingar á hallærisgangi Íslendinga í samskiptum við herinn og fullkominni fyrirlitningu hermannanna á íslenskri sveitamennsku lyfta frásögninni í þeim köflum og gera söguna skemmtilegri aflestrar.Arnaldur Indriðason. „Hvorugt málið er sérlega spennandi en lýsingar Arnaldar á umhverfi og lífi í herstöðinni á þessum tíma eru skemmtilegar og áhugaverðar.“Vísir/ValliNafn bókarinnar er svolítið villandi. Það er dregið af þeirri athugasemd Erlendar að Kanarnir líti á Ísland sem eitt stórt Kamp Knox en kampurinn sem slíkur kemur sáralítið við sögu. Málið sem honum tengist, hvarf ungu stúlkunnar, reynist ekki hafa neitt með Kamp Knox að gera og kampurinn sjálfur auðvitað liðinn undir lok á sögutímanum. Það sem gerir það að verkum að bókin heldur athygli lesandans, þrátt fyrir allt, er eingöngu færni Arnaldar í frásögn og plottvafi. Hann kann þetta upp á sína tíu fingur og gerir vel að vanda, en mikið væri nú skemmtilegt að fá frá honum bók sem ekki væri bundin melankólíum þeirra Erlendar og Marion. Við lifum í þeirri von til 1. nóvember á næsta ári. Niðurstaða: Hefðbundin en heldur daufleg saga úr flokknum um lögreglumennina Erlend og Marion. Vel skrifuð og plottuð en ansi þunn í roðinu. Gagnrýni Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Fleiri fréttir Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Bækur: Kamp Knox Arnaldur Indriðason Vaka HelgafellÞótt Erlendur Sveinsson hafi gengið inn í myrkrið í lok Furðustranda og lesendur verið skildir eftir með vangaveltur um hvort hann væri lífs eða liðinn er hann enn sprækur í Kamp Knox, nýjustu skáldsögu Arnaldar Indriðasonar, sagan fjallar sem sé um hann á yngri árum eins og síðustu bækur Arnaldar. Hér er hann 33 ára gamall, nýskilinn, nýbyrjaður í rannsóknarlögreglunni og vinnur þar undir handarjaðri Marion Briem sem einnig hefur gengið í endurnýjun lífdaga í undanförnum bókum. Þeir félagar eru sjálfum sér líkir; Erlendur hugsar um mannshvörf og Marion heimsækir berklahælið sem hann/hún dvaldi á í æsku, og satt best að segja er þetta kombó að verða heldur þreytt. Ekki bætir úr skák að Arnaldur sjálfur virðist vera orðinn frekar leiður á þeim félögum og bætir svo sem engu við sögur þeirra sem ekki var áður vitað. Er ekki kominn tími til að veita þeim hvíldina bara? Málin sem eru til rannsóknar í Kamp Knox eru tvö: annars vegar morð á Íslendingi sem virðist hafa verið framið í herstöðinni á Keflavíkurflugvelli og hins vegar hvarf ungrar stúlku í nágrenni við Kamp Knox 25 árum fyrir rauntíma sögunnar sem er 1979. Hvorugt málið er sérlega spennandi en lýsingar Arnaldar á umhverfi og lífi í herstöðinni á þessum tíma eru skemmtilegar og áhugaverðar og smá púður hleypur í þráðinn þegar inn í fléttast grunsamlegar flugvélar sem þar lenda án vitneskju íslenskra flugmálayfirvalda og grunur vaknar um að þar séu geymd kjarnorkuvopn. Sá þráður rennur hins vegar hálfpartinn út í sandinn og lesandinn er engu nær. En bráðskemmtilegar lýsingar á hallærisgangi Íslendinga í samskiptum við herinn og fullkominni fyrirlitningu hermannanna á íslenskri sveitamennsku lyfta frásögninni í þeim köflum og gera söguna skemmtilegri aflestrar.Arnaldur Indriðason. „Hvorugt málið er sérlega spennandi en lýsingar Arnaldar á umhverfi og lífi í herstöðinni á þessum tíma eru skemmtilegar og áhugaverðar.“Vísir/ValliNafn bókarinnar er svolítið villandi. Það er dregið af þeirri athugasemd Erlendar að Kanarnir líti á Ísland sem eitt stórt Kamp Knox en kampurinn sem slíkur kemur sáralítið við sögu. Málið sem honum tengist, hvarf ungu stúlkunnar, reynist ekki hafa neitt með Kamp Knox að gera og kampurinn sjálfur auðvitað liðinn undir lok á sögutímanum. Það sem gerir það að verkum að bókin heldur athygli lesandans, þrátt fyrir allt, er eingöngu færni Arnaldar í frásögn og plottvafi. Hann kann þetta upp á sína tíu fingur og gerir vel að vanda, en mikið væri nú skemmtilegt að fá frá honum bók sem ekki væri bundin melankólíum þeirra Erlendar og Marion. Við lifum í þeirri von til 1. nóvember á næsta ári. Niðurstaða: Hefðbundin en heldur daufleg saga úr flokknum um lögreglumennina Erlend og Marion. Vel skrifuð og plottuð en ansi þunn í roðinu.
Gagnrýni Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Fleiri fréttir Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira