Saga alþjóðlega jólasveinsins 1. nóvember 2014 00:01 Heilagur Nikulás var uppi á milli áranna 300 til 400. Hann var biskup í Myra í Litlu-Asíu þar sem nú er Tyrkland. Svo góður var biskupinn að eftir dauða hans spruttu upp afar fallegar sögur um hann. Því var Nikulás gerður að dýrlingi, heilögum manni. Kaþólskir menn kalla á dýrlinga sér til hjálpar enn í dag þegar þeir eiga bágt. Eftir dauða sinn varð Nikulás dýrlingur barna og sjómanna. Hann hjálpaði börnum sem voru í hættu stödd og sjómönnum í háska. Nikulás varð svo vinsæll á miðöldum að hér á Íslandi voru 44 kirkjur helgaðar honum. Þjóðirnar í Norður - Evrópu hættu að vera kaþólskar um 1500 og þá mátti fólkið ekki tilbiðja dýrlinga. Hollendingar máttu ekki lengur tilbiðja dýrlinga. Þá tók Sankti Nikulás á sig nýja mynd. Hollendingar kölluðu hann Sinterklaas og gáfu gjafir á degi hans, 6. desember,og gera enn. Á 18. öld breyttist nafn hans í Santa Claus og gjafirnar sem hann gaf á degi sínum 6. desember fór hann að gefa á sjálfan jóladaginn. Þegar Hollendingar fluttu til Bandaríkjanna á átjándu öld í þúsundatali kynntust aðrir innflytjendur Santa Claus og jólagjöfum hans. Þannig varð hann jólasveinn. Fyrir rúmlega hundrað árum fékk Thomas Nast teiknimeistari í Bandaríkjunum þá hugmynd að búa til myndir af jólasveinum. Þess vegna vita allir núna hvernig Santa Claus lítur út. Einu sinni var... Jól Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Rafræn jólakort Jólin Svona gerirðu graflax Jól Jóla-aspassúpa Jól Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Jólafrómas að færeyskum hætti Jólin Óvæntir dýrgripir undir jólatrénu Jólin
Heilagur Nikulás var uppi á milli áranna 300 til 400. Hann var biskup í Myra í Litlu-Asíu þar sem nú er Tyrkland. Svo góður var biskupinn að eftir dauða hans spruttu upp afar fallegar sögur um hann. Því var Nikulás gerður að dýrlingi, heilögum manni. Kaþólskir menn kalla á dýrlinga sér til hjálpar enn í dag þegar þeir eiga bágt. Eftir dauða sinn varð Nikulás dýrlingur barna og sjómanna. Hann hjálpaði börnum sem voru í hættu stödd og sjómönnum í háska. Nikulás varð svo vinsæll á miðöldum að hér á Íslandi voru 44 kirkjur helgaðar honum. Þjóðirnar í Norður - Evrópu hættu að vera kaþólskar um 1500 og þá mátti fólkið ekki tilbiðja dýrlinga. Hollendingar máttu ekki lengur tilbiðja dýrlinga. Þá tók Sankti Nikulás á sig nýja mynd. Hollendingar kölluðu hann Sinterklaas og gáfu gjafir á degi hans, 6. desember,og gera enn. Á 18. öld breyttist nafn hans í Santa Claus og gjafirnar sem hann gaf á degi sínum 6. desember fór hann að gefa á sjálfan jóladaginn. Þegar Hollendingar fluttu til Bandaríkjanna á átjándu öld í þúsundatali kynntust aðrir innflytjendur Santa Claus og jólagjöfum hans. Þannig varð hann jólasveinn. Fyrir rúmlega hundrað árum fékk Thomas Nast teiknimeistari í Bandaríkjunum þá hugmynd að búa til myndir af jólasveinum. Þess vegna vita allir núna hvernig Santa Claus lítur út.
Einu sinni var... Jól Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Rafræn jólakort Jólin Svona gerirðu graflax Jól Jóla-aspassúpa Jól Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Jólafrómas að færeyskum hætti Jólin Óvæntir dýrgripir undir jólatrénu Jólin