Falleg lög sem munu lifa Jónas Sen skrifar 19. nóvember 2014 09:30 Kór Langholtskirkju. „Kórinn söng af alúð og öryggi, samhljómurinn var þéttur og fágaður,“ segir Jónas Sen. Tónlist: Lög eftir Sigvalda Kaldalóns og Þorvald Gylfason Kór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar Tónleikar í Langholtskirkju sunnudaginn 16. nóvember. Tónleikar Kristins Sigmundssonar, þar sem hann söng lagaflokk eftir Þorvald Gylfason fyrr í haust, komu ekki vel út að mati undirritaðs. Söngurinn var daufur og útsetningarnar voru ekki sannfærandi. En sjö lög eftir Þorvald við ljóð eftir Kristján Hreinsson, sem frumflutt voru á tónleikum Kórs Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar á sunnudaginn var, hljómuðu miklu betur. Útsetningarnar voru flottar, t.d. var síðasta lagið, Minning, sérlega grípandi. Lagið fjallar um dauðann og minningarnar sem eru ódauðlegar; þar var orgelleikurinn ákaflega myrkur en söngurinn bjartur. Kannski var orgelið í hlutverki dauðans, en raddirnar holdgerving hinna ódauðlegu minninga. Andstæðurnar voru afar vel útfærðar og eftir því áhrifamiklar. Laglínurnar í öllum lögunum voru fallegar, einfaldar í byrjun en fóru svo gjarnan í óvæntar áttir. Það er svo auðvelt að semja alþýðlegar melódíur sem eru klisjur! Þorvaldur datt aldrei í þá gryfju. Þvert á móti voru lögin hans hrífandi. Mörg hver eiga örugglega eftir að lifa með þjóðinni. Kórinn söng af alúð og öryggi, samhljómurinn var þéttur og fágaður. Orgelleikur Tómasar Guðna Eggertssonar var líka pottþéttur, nákvæmur og hæfilega litríkur. Svipaða sögu er að segja um flutninginn á nokkrum kórlögum eftir Sigvalda Kaldalóns. Fyrir utan ónákvæmni karlanna í einu laginu var söngurinn fagur og tilfinningaríkur, túlkunin full af ákefð og lífi. Ave María eftir Sigvalda var á dagskránni, að þessu sinni í kórútsetningu Jóns Stefánssonar. Hún var stórglæsileg. Venjulega er hún flutt af einum söngvara við píanómeðleik, og verður stundum dálítið væmin. Þetta er vissulega fallegt lag, en það þarf ákveðið látleysi til að ná að rísa upp í hæstu hæðir. Margir söngvarar missa sig í tilfinningaseminni og útkoman verður óttaleg vella. Hér var söngurinn agaður. Fyrir vikið fékk lagið að njóta sín alveg ómengað í tign sinni. Það var virkilega tilkomumikið. Í undirbúningi mun vera heildarútgáfa á verkum Sigvalda. Kór Langholtskirkju sér þar um kórlögin, sem eru um fimmtíu talsins. Miðað við það sem ég heyrði á tónleikunum, þá er ég strax farinn að hlakka til.Niðurstaða: Lög Þorvalds Gylfasonar og Sigvalda Kaldalóns voru heillandi í vönduðum flutningi Kórs Langholtskirkju og Tómasar Guðna Eggertssonar. Gagnrýni Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist: Lög eftir Sigvalda Kaldalóns og Þorvald Gylfason Kór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar Tónleikar í Langholtskirkju sunnudaginn 16. nóvember. Tónleikar Kristins Sigmundssonar, þar sem hann söng lagaflokk eftir Þorvald Gylfason fyrr í haust, komu ekki vel út að mati undirritaðs. Söngurinn var daufur og útsetningarnar voru ekki sannfærandi. En sjö lög eftir Þorvald við ljóð eftir Kristján Hreinsson, sem frumflutt voru á tónleikum Kórs Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar á sunnudaginn var, hljómuðu miklu betur. Útsetningarnar voru flottar, t.d. var síðasta lagið, Minning, sérlega grípandi. Lagið fjallar um dauðann og minningarnar sem eru ódauðlegar; þar var orgelleikurinn ákaflega myrkur en söngurinn bjartur. Kannski var orgelið í hlutverki dauðans, en raddirnar holdgerving hinna ódauðlegu minninga. Andstæðurnar voru afar vel útfærðar og eftir því áhrifamiklar. Laglínurnar í öllum lögunum voru fallegar, einfaldar í byrjun en fóru svo gjarnan í óvæntar áttir. Það er svo auðvelt að semja alþýðlegar melódíur sem eru klisjur! Þorvaldur datt aldrei í þá gryfju. Þvert á móti voru lögin hans hrífandi. Mörg hver eiga örugglega eftir að lifa með þjóðinni. Kórinn söng af alúð og öryggi, samhljómurinn var þéttur og fágaður. Orgelleikur Tómasar Guðna Eggertssonar var líka pottþéttur, nákvæmur og hæfilega litríkur. Svipaða sögu er að segja um flutninginn á nokkrum kórlögum eftir Sigvalda Kaldalóns. Fyrir utan ónákvæmni karlanna í einu laginu var söngurinn fagur og tilfinningaríkur, túlkunin full af ákefð og lífi. Ave María eftir Sigvalda var á dagskránni, að þessu sinni í kórútsetningu Jóns Stefánssonar. Hún var stórglæsileg. Venjulega er hún flutt af einum söngvara við píanómeðleik, og verður stundum dálítið væmin. Þetta er vissulega fallegt lag, en það þarf ákveðið látleysi til að ná að rísa upp í hæstu hæðir. Margir söngvarar missa sig í tilfinningaseminni og útkoman verður óttaleg vella. Hér var söngurinn agaður. Fyrir vikið fékk lagið að njóta sín alveg ómengað í tign sinni. Það var virkilega tilkomumikið. Í undirbúningi mun vera heildarútgáfa á verkum Sigvalda. Kór Langholtskirkju sér þar um kórlögin, sem eru um fimmtíu talsins. Miðað við það sem ég heyrði á tónleikunum, þá er ég strax farinn að hlakka til.Niðurstaða: Lög Þorvalds Gylfasonar og Sigvalda Kaldalóns voru heillandi í vönduðum flutningi Kórs Langholtskirkju og Tómasar Guðna Eggertssonar.
Gagnrýni Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira