Gjaldfelldu sig í hagnaðarskyni Sigurjón M. Egilsson skrifar 20. nóvember 2014 06:00 Segja verður sem er að forysta stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi hefur gjaldfellt sig. Og það á því aumasta af öllu aumu. Þrátt fyrir að eiga það sameiginlegt að búa við fjárhagslegt öryggi, sameinaðist forysta stjórnarandstöðuflokkanna, reyndar að Pírötum frátöldum, í að þiggja greiðslur úr ríkissjóði til að lækka skuldir sínar lítið eitt. Ekki vegna þess að þetta annars ágæta fólk glímdi við fjárhagslegan vanda, ætti ekki fyrir afborgunum, lifði í óvissu um hvernig tækist að ná endum saman. Nei, bara til að þess að hafa það ögn betra. Ekki er nokkrum blöðum um það fletta að þau eru ekki ein velstæðra sem gerðu það. Nei, aldeilis ekki. Víða má finna dæmi þess að velstætt fólk hafi fengið ótrúlegar niðurfellingar lána. Enda var leikurinn meðal annars til þess gerður. Hitt er annað, að fáir hafa haft uppi jafn mikla gagnrýni og stjórnmálaleiðtogar á Alþingi Íslendinga. Þar er fólk sem fann allt að aðgerðunum, fannst rangt að útdeila peningum til þeirra sem ekki þurfa nauðsynlega á þeim halda. Þar á meðal til þeirra sjálfra. Eins og þetta ágæta fólk hefur bent á er víða brýn þörf fyrir þá peninga sem fara nú til velstæðra Íslendinga, meðal annars stjórnmálaforingja. Grípum aðeins niður í ræðu eins þeirra: „Það er verið að ganga á innviðina, við sjáum það bara á vegunum, þeim er ekki haldið við. Það safnar bara upp kostnaði ef þeim er ekki haldið við. Þörf er á nýjum spítala en það er ekki hægt að fara í hann. Peningarnir fara í skuldaleiðréttinguna. Það er þörf á fjárfestingu í menntakerfinu, menntamálaráðherra talar síendurtekið um að við séum að dragast aftur úr þar, og það er þörf á því að greiða niður opinberar skuldir.“ Já, orð að sönnu. Við lesturinn hér að ofan er hreint ótrúlegt að þeir sem þannig tala, og skortir ekki neitt, skuli samt sækja í almannapeninga sér til hagsbóta. Frægt er að fjármálaráðherrann, sem er með stöndugri mönnum en sótti samt um að hluti skulda hans færi yfir á ríkissjóð, sagði í ræðustól Alþingis: „Var það sanngjarnt að öllu leyti hvernig tekið var á gengislánamálum eða á öðrum skuldum? Ég veit það ekki, en það er að minnsta kosti ýmislegt búið að gera fyrir flesta aðra en þá sem falla undir þá aðgerð sem við ræðum hér í dag.“ Trúverðugleiki er stjórnmálamönnum eflaust mikils virði. Þess vegna er klént að tala sig hásan um vondar aðgerðir í niðurfellingu skulda en fara samt í röðina í von um að fá sneið af hinni fordæmdu köku. Öll orð hér eftir, um þetta mál hið minnsta, verða að skoðast í því ljósi að orð og athafnir hafa stangast á. Öll gagnrýnin, sem sett hefur verið fram, missir þar með marks. Enn og aftur eru það peningar, von um gróða, sem varpar skugga á fólk. Það er ekki hægt að tala á einn veg og fara aðra leið sjálfur. Það er eiginlega aumast af öllu aumu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Sjá meira
Segja verður sem er að forysta stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi hefur gjaldfellt sig. Og það á því aumasta af öllu aumu. Þrátt fyrir að eiga það sameiginlegt að búa við fjárhagslegt öryggi, sameinaðist forysta stjórnarandstöðuflokkanna, reyndar að Pírötum frátöldum, í að þiggja greiðslur úr ríkissjóði til að lækka skuldir sínar lítið eitt. Ekki vegna þess að þetta annars ágæta fólk glímdi við fjárhagslegan vanda, ætti ekki fyrir afborgunum, lifði í óvissu um hvernig tækist að ná endum saman. Nei, bara til að þess að hafa það ögn betra. Ekki er nokkrum blöðum um það fletta að þau eru ekki ein velstæðra sem gerðu það. Nei, aldeilis ekki. Víða má finna dæmi þess að velstætt fólk hafi fengið ótrúlegar niðurfellingar lána. Enda var leikurinn meðal annars til þess gerður. Hitt er annað, að fáir hafa haft uppi jafn mikla gagnrýni og stjórnmálaleiðtogar á Alþingi Íslendinga. Þar er fólk sem fann allt að aðgerðunum, fannst rangt að útdeila peningum til þeirra sem ekki þurfa nauðsynlega á þeim halda. Þar á meðal til þeirra sjálfra. Eins og þetta ágæta fólk hefur bent á er víða brýn þörf fyrir þá peninga sem fara nú til velstæðra Íslendinga, meðal annars stjórnmálaforingja. Grípum aðeins niður í ræðu eins þeirra: „Það er verið að ganga á innviðina, við sjáum það bara á vegunum, þeim er ekki haldið við. Það safnar bara upp kostnaði ef þeim er ekki haldið við. Þörf er á nýjum spítala en það er ekki hægt að fara í hann. Peningarnir fara í skuldaleiðréttinguna. Það er þörf á fjárfestingu í menntakerfinu, menntamálaráðherra talar síendurtekið um að við séum að dragast aftur úr þar, og það er þörf á því að greiða niður opinberar skuldir.“ Já, orð að sönnu. Við lesturinn hér að ofan er hreint ótrúlegt að þeir sem þannig tala, og skortir ekki neitt, skuli samt sækja í almannapeninga sér til hagsbóta. Frægt er að fjármálaráðherrann, sem er með stöndugri mönnum en sótti samt um að hluti skulda hans færi yfir á ríkissjóð, sagði í ræðustól Alþingis: „Var það sanngjarnt að öllu leyti hvernig tekið var á gengislánamálum eða á öðrum skuldum? Ég veit það ekki, en það er að minnsta kosti ýmislegt búið að gera fyrir flesta aðra en þá sem falla undir þá aðgerð sem við ræðum hér í dag.“ Trúverðugleiki er stjórnmálamönnum eflaust mikils virði. Þess vegna er klént að tala sig hásan um vondar aðgerðir í niðurfellingu skulda en fara samt í röðina í von um að fá sneið af hinni fordæmdu köku. Öll orð hér eftir, um þetta mál hið minnsta, verða að skoðast í því ljósi að orð og athafnir hafa stangast á. Öll gagnrýnin, sem sett hefur verið fram, missir þar með marks. Enn og aftur eru það peningar, von um gróða, sem varpar skugga á fólk. Það er ekki hægt að tala á einn veg og fara aðra leið sjálfur. Það er eiginlega aumast af öllu aumu.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar