
1 tsk. börkur af sítrónu
Safi úr einni sítrónu
1 tsk. ediki
2 tsk. hunangi
1/2 teskeið Dijonsinnep
100 ml bolli ólífuolía
1 búnt rósakál, þrifið og ytri blöð fjarlægð
100 g granateplafræ (um 1 ávöxtur)
20 g ristaðar furuhnetur
10 stk. klementínur eða mandarínur
1/2 pakki rifinn ferskur mozzerella-ostur
salt og svartur pipar, eftir smekk
Til að undirbúa sósu: sameinið sítrónusafa, sítrónubörk, Dijon-sinnep, edik og hunang í miðlungsstóra skál. Hrærið ólífuolíu inn í blönduna og kryddið með salti og pipar. Rífið eða saxið rósakálið, bætið granateplafræjum og furuhnetum í salatið, rífið ostinn út í ásamt klementínunum. Kryddið til með salatdressingunni og ögn af salti og pipar.

1 laukur, fínt hakkaður
300-400 g blandaðir sveppir (hægt að blanda saman ferskum, frosnum og jafnvel þurrkuðum sveppum)
Nokkur blöð af garðablóðbergi (aðeins blöðin)
1/2 tsk. mulin einiber
1 búnt rósakál
500 ml soð af jólasteikinni (vatn og kraftur)
150 ml rjómi
4 msk. matarolía eða 2 msk. smjör
salt og pipar
Eldið laukinn í 5 mínútur á lágum hita án þess hann brúnist, Bætið í sveppum. Kryddið með salti og pipar. Bætið í rósakáli sem búið er að skera rótina af og taka ystu blöðin af, garðablóðbergi og soði. Bætið að lokum við rjóma og haldið áfram að elda í um 10 mínútur eða þar til sósan hefur þykknað aðeins. Kryddið til eftir smekk.

2 rauðlaukar
50 g valhnetur
1 dl eplaedik
4 msk. sykur
Salt og pipar
300 g rósakál
2 dl epli/eplasafi
6 dl kjúklinga- eða grænmetissoð (vatn og kraftur )
50 gr ísbúi (eða annar ostur)
Salt og pipar
2 rauð epli
2 msk. eplaedik
Salt og pipar
Fyrir lauksultuna skal sneiða laukinn. Setjið edik og sykur í pott og látið sjóða. Fjarlægið pottinn af hellunni og látið laukinn og valhnetur drekka vökvann í sig. Látið róskálið í pott með ögn af olíu og látið það eldast í eina mínútu. Hellið soðinu í pottinn og látið krauma í 20 mínútur eða þar til rósakálið er farið að mýkjast. Kryddið með salti og pipar. Blandið rósakálinu við laukinn, hneturnar, skorin epli og ost í skál. Skreytið með smá valhnetum.