Illa farnir vinir fara á ferðalag um Ísland Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 29. nóvember 2014 12:30 Strákarnir verða með vikulegan þátt á Vísi. Fréttablaðið/Ernir „Við Arnar erum með framleiðslufyrirtækið Mint Productions og ég fór í ferðalag í sumar og það varð svona kveikjan að þáttunum. Ég var heillaður af því sem ég sá og það rann upp fyrir mér hvað ég veit í raun lítið um Ísland og það er ekki kúl,“ segir Davíð Arnar Oddgeirsson. Hann, ásamt Arnari Þór Þórssyni og Brynjólfi Löve, verður með vikulega sjónvarpsþætti á Vísi sem heita Illa farnir. „Það er svona tvöföld meining í þessu. Við erum alltaf að fara eitthvert og eftir ferðalögin erum við búnir að sofa lítið og verða kalt, svona pínu illa farnir,“ segir Davíð léttur í bragði um nafn þáttanna. „Við fórum í ferð um Suðurlandið og út úr því kom skemmtilegt myndband. Þegar við vorum búnir að klippa myndbandið spratt fram þessi hugmynd, að ferðast um allt Ísland. Svo fórum við bara af stað.“ Félagarnir stefna á að heimsækja alla landshluta í þáttunum. „Sumt er skipulagt og annað handahófskennt, við höfum allir gaman af því að detta inn á eitthvað algjörlega „random“," segir Davíð. „Seinustu helgi fórum við að Mývatni. Við rötuðum eiginlega ekki neitt, þannig séð. Við vorum að leita að Grjótagjá, leynistað sem er algjör náttúruperla. Fengum leiðbeiningar frá heimamanni en við misskildum þær og löbbuðum um í klukkutíma í kolniðamyrkri,“ segir Davíð en félagarnir komust þó á leiðarenda. „Við fundum þetta á endanum. Rifnar gallabuxur, hvít úlpa orðin brún af mold, vélin að verða batteríslaus og svona en við höfðum bara gaman af því.“ Davíð segir þá leggja áherslu á að hafa gaman af hlutunum. „Við gerum bara það sem okkur dettur í hug, búum til ævintýri. Við reynum að fara á staði sem fólk hefur kannski ekki farið á áður og setjum svona okkar krydd á þetta.“ Illa farnir verða sýndir á Vísi og er fyrsti þátturinn væntanlegur í næstu viku. Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn úr þættinum Illa farnir: Illa farnir Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Fleiri fréttir Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Sjá meira
„Við Arnar erum með framleiðslufyrirtækið Mint Productions og ég fór í ferðalag í sumar og það varð svona kveikjan að þáttunum. Ég var heillaður af því sem ég sá og það rann upp fyrir mér hvað ég veit í raun lítið um Ísland og það er ekki kúl,“ segir Davíð Arnar Oddgeirsson. Hann, ásamt Arnari Þór Þórssyni og Brynjólfi Löve, verður með vikulega sjónvarpsþætti á Vísi sem heita Illa farnir. „Það er svona tvöföld meining í þessu. Við erum alltaf að fara eitthvert og eftir ferðalögin erum við búnir að sofa lítið og verða kalt, svona pínu illa farnir,“ segir Davíð léttur í bragði um nafn þáttanna. „Við fórum í ferð um Suðurlandið og út úr því kom skemmtilegt myndband. Þegar við vorum búnir að klippa myndbandið spratt fram þessi hugmynd, að ferðast um allt Ísland. Svo fórum við bara af stað.“ Félagarnir stefna á að heimsækja alla landshluta í þáttunum. „Sumt er skipulagt og annað handahófskennt, við höfum allir gaman af því að detta inn á eitthvað algjörlega „random“," segir Davíð. „Seinustu helgi fórum við að Mývatni. Við rötuðum eiginlega ekki neitt, þannig séð. Við vorum að leita að Grjótagjá, leynistað sem er algjör náttúruperla. Fengum leiðbeiningar frá heimamanni en við misskildum þær og löbbuðum um í klukkutíma í kolniðamyrkri,“ segir Davíð en félagarnir komust þó á leiðarenda. „Við fundum þetta á endanum. Rifnar gallabuxur, hvít úlpa orðin brún af mold, vélin að verða batteríslaus og svona en við höfðum bara gaman af því.“ Davíð segir þá leggja áherslu á að hafa gaman af hlutunum. „Við gerum bara það sem okkur dettur í hug, búum til ævintýri. Við reynum að fara á staði sem fólk hefur kannski ekki farið á áður og setjum svona okkar krydd á þetta.“ Illa farnir verða sýndir á Vísi og er fyrsti þátturinn væntanlegur í næstu viku. Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn úr þættinum Illa farnir:
Illa farnir Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Fleiri fréttir Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög