Í skjóli valdsins Sigurjón M. Egilsson skrifar 1. desember 2014 00:00 Það var gott hjá fréttastofu Stöðvar 2 að sýna áhorfendum hvernig samskipti fréttamaður hafði átt við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu, til þess eins að freista þess að fá taka við hana fréttaviðtal. Ótrúlega mikil vinna er unnin alla daga á öllum fréttastofum landsins við að eltast við embættismenn eða aðra formælendur stofnana eða annarra fyrirbæra. Algengt er að fólk telji að það geti svarað með tilkynningum. Svo er alls ekki, þá vantar spurningarnar. Tilkynningar eru lítils virði og þær eru oftar en ekki vörn viðkomandi. Þær eru óboðlegar. Bankastjóri Landsbankans þarf að skýra hvers vegna bankinn afréð að selja þeim sem fyrstur bankaði upp á, hlut bankans í Borgun. Í stað þess að tala við fjölmiðla, sem flestir hafa reynt allt hvað þeir geta, til að ná tali af bankastjórunum, telur bankastjórinn duga að senda frá sér tilkynningu – og það virkilega vonda. Margt af þessu fólki getur kannski stjórnað eigin fyrirtækjum eða stofnunum með tilskipunum eða tilkynningum en það má aldrei komast upp með að stjórna fjölmiðlaumfjölluninni með sama hætti. Aldrei. Í frétt á Vísi vegna samskipta fréttamanna og lögreglustjórans segir meðal annars: „Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ætlar ekki að veita fréttastofunni viðtal vegna lekamálsins. En ítrekað hefur verið óskað eftir viðtali við hana frá því upplýst var um samskipti hennar við Gísla Frey Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmann innanríkisráðherra. Mörgum spurningum er enn ósvarað varðandi samskipti núverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu og þáverandi aðstoðarmanns innanríkisráðherra. Meðal annars um innihald þeirrar greinargerðar sem lögreglustjórinn afhenti aðstoðarmanninum.“ Þetta tilfelli er aðeins eitt af mörgum. Þegar staðan er öndverð, þegar sömu embættismenn þurfa að hælast af verkum sínum vantar ekki áhugann á umfjöllun fjölmiðla. Þá er framboðið af þessu sama fólki meira en eftirspurnin. Allt þetta á einnig við um marga stjórnmálamenn. Þeir eiga svo sannarlega til að koma sér í skjól, forðast fjölmiðla þegar á þá hallar en ætlast svo til þjónustu þegar þeir telja sig hafa eitthvað merkilegt að segja. Já, það var gott hjá fréttastofu Stöðvar 2, eftir að hafa ítrekað reynt að fá lögreglustjórann, opinberan embættismann, til að svara sjálfsögðum spurningum, að opinbera samskiptin. Aldrei má alhæfa. Á hverjum tíma er starfandi fólk sem alltaf svarar, hvort sem það er í blíðu eða stríðu. Hið minnsta hingað til hefur það gengið með ágætum að flest þau sem starfa við fréttaöflun hafa haft góðan aðgang að helsta ráðafólki. Til undantekninga heyrir ef fréttafólk veit ekki öll símanúmer ráðafólks og það getur hringt í viðkomandi. Reyndar færist í vöxt að til að mynda ráðherrar eru í skjóli aðstoðarmanna sinna. Þegar neitað er að svara, ef ekki næst í viðkomandi, svo ekki sé talað um þegar send er út tilkynning, er ljóst að eitthvað er að og sennilega meira en kannski ástæða var að ætla. Þetta háttalag er óþolandi og þar sem byrjað var að tala um Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra er best að enda þar líka. Sigríður Björk; svaraðu fyrirspurnum. Þú gerir það hvort sem er, að lokum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgunarmálið Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Það var gott hjá fréttastofu Stöðvar 2 að sýna áhorfendum hvernig samskipti fréttamaður hafði átt við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu, til þess eins að freista þess að fá taka við hana fréttaviðtal. Ótrúlega mikil vinna er unnin alla daga á öllum fréttastofum landsins við að eltast við embættismenn eða aðra formælendur stofnana eða annarra fyrirbæra. Algengt er að fólk telji að það geti svarað með tilkynningum. Svo er alls ekki, þá vantar spurningarnar. Tilkynningar eru lítils virði og þær eru oftar en ekki vörn viðkomandi. Þær eru óboðlegar. Bankastjóri Landsbankans þarf að skýra hvers vegna bankinn afréð að selja þeim sem fyrstur bankaði upp á, hlut bankans í Borgun. Í stað þess að tala við fjölmiðla, sem flestir hafa reynt allt hvað þeir geta, til að ná tali af bankastjórunum, telur bankastjórinn duga að senda frá sér tilkynningu – og það virkilega vonda. Margt af þessu fólki getur kannski stjórnað eigin fyrirtækjum eða stofnunum með tilskipunum eða tilkynningum en það má aldrei komast upp með að stjórna fjölmiðlaumfjölluninni með sama hætti. Aldrei. Í frétt á Vísi vegna samskipta fréttamanna og lögreglustjórans segir meðal annars: „Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ætlar ekki að veita fréttastofunni viðtal vegna lekamálsins. En ítrekað hefur verið óskað eftir viðtali við hana frá því upplýst var um samskipti hennar við Gísla Frey Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmann innanríkisráðherra. Mörgum spurningum er enn ósvarað varðandi samskipti núverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu og þáverandi aðstoðarmanns innanríkisráðherra. Meðal annars um innihald þeirrar greinargerðar sem lögreglustjórinn afhenti aðstoðarmanninum.“ Þetta tilfelli er aðeins eitt af mörgum. Þegar staðan er öndverð, þegar sömu embættismenn þurfa að hælast af verkum sínum vantar ekki áhugann á umfjöllun fjölmiðla. Þá er framboðið af þessu sama fólki meira en eftirspurnin. Allt þetta á einnig við um marga stjórnmálamenn. Þeir eiga svo sannarlega til að koma sér í skjól, forðast fjölmiðla þegar á þá hallar en ætlast svo til þjónustu þegar þeir telja sig hafa eitthvað merkilegt að segja. Já, það var gott hjá fréttastofu Stöðvar 2, eftir að hafa ítrekað reynt að fá lögreglustjórann, opinberan embættismann, til að svara sjálfsögðum spurningum, að opinbera samskiptin. Aldrei má alhæfa. Á hverjum tíma er starfandi fólk sem alltaf svarar, hvort sem það er í blíðu eða stríðu. Hið minnsta hingað til hefur það gengið með ágætum að flest þau sem starfa við fréttaöflun hafa haft góðan aðgang að helsta ráðafólki. Til undantekninga heyrir ef fréttafólk veit ekki öll símanúmer ráðafólks og það getur hringt í viðkomandi. Reyndar færist í vöxt að til að mynda ráðherrar eru í skjóli aðstoðarmanna sinna. Þegar neitað er að svara, ef ekki næst í viðkomandi, svo ekki sé talað um þegar send er út tilkynning, er ljóst að eitthvað er að og sennilega meira en kannski ástæða var að ætla. Þetta háttalag er óþolandi og þar sem byrjað var að tala um Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra er best að enda þar líka. Sigríður Björk; svaraðu fyrirspurnum. Þú gerir það hvort sem er, að lokum.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun