Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 21. október 2025 16:02 Viðreisn í Reykjavík leggur í dag fram tillögu í borgarstjórn sem miðar að því að bæta þjónustu við alla íbúa höfuðborgarsvæðisins, án þess að það hafi í för með sér aukinn kostnað fyrir sveitarfélögin. Tillagan er einföld í framkvæmd, en gæti haft veruleg áhrif á daglegt líf mörg þúsund íbúa. Hún felur í sér að allir íbúar á höfuðborgarsvæðinu geti notað sundkortin sín, árskort eða aðgangskort í hvaða sundlaug sem er, óháð sveitarfélagsmörkum. Með öðrum orðum: Sameiginlegt sundkort fyrir allt höfuðborgarsvæðið. Ef tillagan verður samþykkt í borgarstjórn er næsta skref að hefja formlegt samtal við nágrannasveitarfélögin á vettvangi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH), með það að markmiði að koma á slíku sameiginlegu korti. Þetta er hvorki flókin né dýr tillaga, heldur málefnaleg leið til að auka gæði þjónustu, samnýta innviði og auðvelda fólki að nýta þá fjölbreyttu sundmenningu sem svæðið býður upp á. Sundmenningin sameinar svæðið Höfuðborgarsvæðið er í raun eitt atvinnu- og íbúasvæði. Fólk býr í einu sveitarfélagi, vinnur í öðru og nýtir þjónustu í því þriðja. Það á jafnt við um sundlaugar eins og aðra þjónustu. Margir velja laug eftir aðstæðum, stemningu eða aðstöðu fyrir börn, stundum í Mosfellsbæ, Kópavogi eða Reykjavík. Í dag gilda sundkortin aðeins innan marka þess sveitarfélags sem þau eru keypt í. Það er hvorki í takt við nútímann né raunverulegt líf fólksins sem býr á svæðinu. Það er mikilvægt að undirstrika að tillaga Viðreisnar felur ekki í sér sameiningu sundlauga. Hér er ekki verið að breyta stjórn eða ábyrgð þeirra, aðeins að samræma aðgengi og bæta þjónustu við íbúana. Þetta er þjónustuleg nýbreytni, ekki stjórnsýsluleg breyting. Við vinnum nú þegar saman – af hverju ekki í sundi? Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa í áratugi átt í öflugu samstarfi á mörgum sviðum. Við erum saman með Strætó, Sorpu og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. Við vinnum saman að almannavörnum, velferðarmálum, ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk og skólum fyrir börn með sérþarfir. Við höfum búið til kerfi þar sem þjónusta fer þvert á sveitarfélagamörk og kostnaður er einfaldlega reiknaður út og deilt milli aðila. Þetta er löngu þekkt og vel útfært. Að innleiða sameiginlegt sundkort væri því ekki bylting, aðeins rökrétt framhald af því samstarfi sem þegar er í gangi. Tæknileg atriði sem áður þóttu hindrun eru í dag auðleyst, og greiðslukerfi sveitarfélaganna geta auðveldlega sinnt uppgjöri milli aðila. Fimm ár liðin – tími til að taka skrefið Viðreisn lagði þegar árið 2020 fram sambærilega tillögu á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þá var lagt til að svokallað höfuðborgarkort yrði tekið upp, kort sem gilda myndi sameiginlega í sundlaugar, bókasöfn og menningarhús. Tillögunni var vísað til stjórnar SSH. Þá var því haldið fram að verkefnið væri tæknilega flókið. En nú, fimm árum síðar, hefur tækninni fleygt fram. Það sem var einu sinni flókið er í dag sjálfsagt og einfalt. Þess vegna er tími til kominn að stíga þetta næsta skref. Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið er einföld, góð og gagnleg hugmynd til hagsbóta fyrir íbúa, án aukins kostnaðar en felur í sér aukin gæði. Sundið sameinar okkur – það ætti kortið okkar líka að gera. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Sundlaugar og baðlón Reykjavík Viðreisn Borgarstjórn Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Viðreisn í Reykjavík leggur í dag fram tillögu í borgarstjórn sem miðar að því að bæta þjónustu við alla íbúa höfuðborgarsvæðisins, án þess að það hafi í för með sér aukinn kostnað fyrir sveitarfélögin. Tillagan er einföld í framkvæmd, en gæti haft veruleg áhrif á daglegt líf mörg þúsund íbúa. Hún felur í sér að allir íbúar á höfuðborgarsvæðinu geti notað sundkortin sín, árskort eða aðgangskort í hvaða sundlaug sem er, óháð sveitarfélagsmörkum. Með öðrum orðum: Sameiginlegt sundkort fyrir allt höfuðborgarsvæðið. Ef tillagan verður samþykkt í borgarstjórn er næsta skref að hefja formlegt samtal við nágrannasveitarfélögin á vettvangi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH), með það að markmiði að koma á slíku sameiginlegu korti. Þetta er hvorki flókin né dýr tillaga, heldur málefnaleg leið til að auka gæði þjónustu, samnýta innviði og auðvelda fólki að nýta þá fjölbreyttu sundmenningu sem svæðið býður upp á. Sundmenningin sameinar svæðið Höfuðborgarsvæðið er í raun eitt atvinnu- og íbúasvæði. Fólk býr í einu sveitarfélagi, vinnur í öðru og nýtir þjónustu í því þriðja. Það á jafnt við um sundlaugar eins og aðra þjónustu. Margir velja laug eftir aðstæðum, stemningu eða aðstöðu fyrir börn, stundum í Mosfellsbæ, Kópavogi eða Reykjavík. Í dag gilda sundkortin aðeins innan marka þess sveitarfélags sem þau eru keypt í. Það er hvorki í takt við nútímann né raunverulegt líf fólksins sem býr á svæðinu. Það er mikilvægt að undirstrika að tillaga Viðreisnar felur ekki í sér sameiningu sundlauga. Hér er ekki verið að breyta stjórn eða ábyrgð þeirra, aðeins að samræma aðgengi og bæta þjónustu við íbúana. Þetta er þjónustuleg nýbreytni, ekki stjórnsýsluleg breyting. Við vinnum nú þegar saman – af hverju ekki í sundi? Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa í áratugi átt í öflugu samstarfi á mörgum sviðum. Við erum saman með Strætó, Sorpu og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. Við vinnum saman að almannavörnum, velferðarmálum, ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk og skólum fyrir börn með sérþarfir. Við höfum búið til kerfi þar sem þjónusta fer þvert á sveitarfélagamörk og kostnaður er einfaldlega reiknaður út og deilt milli aðila. Þetta er löngu þekkt og vel útfært. Að innleiða sameiginlegt sundkort væri því ekki bylting, aðeins rökrétt framhald af því samstarfi sem þegar er í gangi. Tæknileg atriði sem áður þóttu hindrun eru í dag auðleyst, og greiðslukerfi sveitarfélaganna geta auðveldlega sinnt uppgjöri milli aðila. Fimm ár liðin – tími til að taka skrefið Viðreisn lagði þegar árið 2020 fram sambærilega tillögu á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þá var lagt til að svokallað höfuðborgarkort yrði tekið upp, kort sem gilda myndi sameiginlega í sundlaugar, bókasöfn og menningarhús. Tillögunni var vísað til stjórnar SSH. Þá var því haldið fram að verkefnið væri tæknilega flókið. En nú, fimm árum síðar, hefur tækninni fleygt fram. Það sem var einu sinni flókið er í dag sjálfsagt og einfalt. Þess vegna er tími til kominn að stíga þetta næsta skref. Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið er einföld, góð og gagnleg hugmynd til hagsbóta fyrir íbúa, án aukins kostnaðar en felur í sér aukin gæði. Sundið sameinar okkur – það ætti kortið okkar líka að gera. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun