Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar 21. október 2025 08:31 Sjálfsagt eru margir tilbúnir að taka undir þá staðhæfingu að það þurfi ekki að fjölga börnum í heiminum. Þau séu þegar of mörg. En vandinn er sá að barnsfæðingum er grátlega misskipt. Í flestum Afríkuríkjum eiga foreldrar oft erfitt með að metta munna allra þeirra barna sem þeir hafa komið í heiminn, en víðast annars staðar lækkar fæðingartíðnin hratt. Á síðasta ári fæddust aðeins 4.311 börn á Íslandi, fæst frá upphafi mælinga. Og við erum löngu komin langt niður fyrir meðaltalið, 2,1 barn á konu, sem þarf til að þjóðin haldi sér í jafnvægi án þess að reiða sig á aðflutta. Fólk eignast sífellt færri börn í okkar heimshluta, og víðar, til dæmis í Japan. Öll ríki Norðurlanda standa frammi fyrir sama vanda, ríki sem löngum hafa verið fyrirmyndir annarra í jafnrétti og velferð fjölskyldna. Hluti skýringarinnar er aukin ófrjósemi, en langstærsti þátturinn er sá að fólk eignast sífellt færri börn, að yfirlögðu ráði. Mörg ríki hafa reynt að bregðast við þessari þróun með því að hækka barnabætur, lengja fæðingarorlof, bæta við leikskólum og greiða fyrir því með ýmsum leiðum að fólk vilji eignast börn. Ég hef hvergi fundið vísbendingar um að þessi viðleitni hafi breytt miklu. Fræðimenn hafa bent á margvíslegar skýringar á lækkandi fæðingartíðni, efnahagsleg áhrif eins og húsnæðisverð, vinnuálag og ótrygga framtíð. En helsta skýringin virðist menningarlegs eðlis. Ungt fólk seinkar barneignum, forgangsraðar menntun og starfsferli, og sér ekki fjölskyldulíf sem einu leiðina að lífsfyllingu. Það sér barneignir heldur ekki sem þjóðfélagslega skyldu og tekur því meðvitað ákvörðun um að eignast fá börn, eða engin. Rannsóknir á Íslandi sýna að valið barnleysi tengist ekki aðeins efnahag eða áhyggjum af hamfarahlýnun, heldur fremur hugmyndum um frelsi og sjálfsákvörðun. Margir lýsa því sem frelsandi að átta sig á að börn séu ekki nauðsynleg til að lífið sé þess virði að lifa því. Sumir telja jafnvel að heimurinn sé ekki góður staður til að bæta við nýju lífi, það sé ábyrgðarhluti að fæða barn inn í þessa veröld. Aðrir segja að það krefjist allt að því sérfræðiþekkingar að ala upp barn, eða vilja einfaldlega verja tíma og orku í annað en barnastúss. Þesssar raddir heyrðust ekki lengi vel, en heyrast nú hátt og skýrt. Og síðan er sjónarhornið sem ég minntist á fyrst: að Ísland þurfi ekki endilega að búa til fleiri Íslendinga. Það sé nóg af börnum í heiminum. Þau þurfi ekki öll að eiga íslenska foreldra. Þessi sýn kallar á aðra og opnari hugsun um framtíðina, þar sem vöxtur samfélagsins byggir ekki aðeins á fæðingartölum heldur á mannúð, samþættingu og fjölmenningu. En eins og svo oft þegar hugmyndin er falleg, er veruleikinn flóknari. Alþjóðlegar ættleiðingar hafa dregist saman um meira en áttatíu prósent á síðustu tuttugu árum. Ríki í Asíu og Afríku, sem áður veittu heimildir til ættleiðingar barna, leggja nú áherslu á að börn alist upp í eigin menningu og hjá eigin fjölskyldu. Eftir stendur samfélag sem smátt og smátt deyr innanfrá. Gamalgróin lífsgildi, eins og þau að eftir menntun komi hjónaband og eftir hjónaband komi börn, eru ekki lengur viðtekin. Ekki bætir úr skák hér á landi að burðarstoðir samfélagsins, kerfi eins og húsnæðis-, mennta- og heilbrigðiskerfi, eru allar laskaðar. Ungt fólk með barneignir í huga hugsar sig því tvisvar um áður en það ákveður að fæða barn í heiminn þar sem ekki einu sinni leikskólapláss er tryggt. Stóra spurningin er því þessi: Hvernig sköpum við samfélag sem tekur fagnandi á móti hverju barni – og foreldrum þess? Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Salvarsson Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Sjá meira
Sjálfsagt eru margir tilbúnir að taka undir þá staðhæfingu að það þurfi ekki að fjölga börnum í heiminum. Þau séu þegar of mörg. En vandinn er sá að barnsfæðingum er grátlega misskipt. Í flestum Afríkuríkjum eiga foreldrar oft erfitt með að metta munna allra þeirra barna sem þeir hafa komið í heiminn, en víðast annars staðar lækkar fæðingartíðnin hratt. Á síðasta ári fæddust aðeins 4.311 börn á Íslandi, fæst frá upphafi mælinga. Og við erum löngu komin langt niður fyrir meðaltalið, 2,1 barn á konu, sem þarf til að þjóðin haldi sér í jafnvægi án þess að reiða sig á aðflutta. Fólk eignast sífellt færri börn í okkar heimshluta, og víðar, til dæmis í Japan. Öll ríki Norðurlanda standa frammi fyrir sama vanda, ríki sem löngum hafa verið fyrirmyndir annarra í jafnrétti og velferð fjölskyldna. Hluti skýringarinnar er aukin ófrjósemi, en langstærsti þátturinn er sá að fólk eignast sífellt færri börn, að yfirlögðu ráði. Mörg ríki hafa reynt að bregðast við þessari þróun með því að hækka barnabætur, lengja fæðingarorlof, bæta við leikskólum og greiða fyrir því með ýmsum leiðum að fólk vilji eignast börn. Ég hef hvergi fundið vísbendingar um að þessi viðleitni hafi breytt miklu. Fræðimenn hafa bent á margvíslegar skýringar á lækkandi fæðingartíðni, efnahagsleg áhrif eins og húsnæðisverð, vinnuálag og ótrygga framtíð. En helsta skýringin virðist menningarlegs eðlis. Ungt fólk seinkar barneignum, forgangsraðar menntun og starfsferli, og sér ekki fjölskyldulíf sem einu leiðina að lífsfyllingu. Það sér barneignir heldur ekki sem þjóðfélagslega skyldu og tekur því meðvitað ákvörðun um að eignast fá börn, eða engin. Rannsóknir á Íslandi sýna að valið barnleysi tengist ekki aðeins efnahag eða áhyggjum af hamfarahlýnun, heldur fremur hugmyndum um frelsi og sjálfsákvörðun. Margir lýsa því sem frelsandi að átta sig á að börn séu ekki nauðsynleg til að lífið sé þess virði að lifa því. Sumir telja jafnvel að heimurinn sé ekki góður staður til að bæta við nýju lífi, það sé ábyrgðarhluti að fæða barn inn í þessa veröld. Aðrir segja að það krefjist allt að því sérfræðiþekkingar að ala upp barn, eða vilja einfaldlega verja tíma og orku í annað en barnastúss. Þesssar raddir heyrðust ekki lengi vel, en heyrast nú hátt og skýrt. Og síðan er sjónarhornið sem ég minntist á fyrst: að Ísland þurfi ekki endilega að búa til fleiri Íslendinga. Það sé nóg af börnum í heiminum. Þau þurfi ekki öll að eiga íslenska foreldra. Þessi sýn kallar á aðra og opnari hugsun um framtíðina, þar sem vöxtur samfélagsins byggir ekki aðeins á fæðingartölum heldur á mannúð, samþættingu og fjölmenningu. En eins og svo oft þegar hugmyndin er falleg, er veruleikinn flóknari. Alþjóðlegar ættleiðingar hafa dregist saman um meira en áttatíu prósent á síðustu tuttugu árum. Ríki í Asíu og Afríku, sem áður veittu heimildir til ættleiðingar barna, leggja nú áherslu á að börn alist upp í eigin menningu og hjá eigin fjölskyldu. Eftir stendur samfélag sem smátt og smátt deyr innanfrá. Gamalgróin lífsgildi, eins og þau að eftir menntun komi hjónaband og eftir hjónaband komi börn, eru ekki lengur viðtekin. Ekki bætir úr skák hér á landi að burðarstoðir samfélagsins, kerfi eins og húsnæðis-, mennta- og heilbrigðiskerfi, eru allar laskaðar. Ungt fólk með barneignir í huga hugsar sig því tvisvar um áður en það ákveður að fæða barn í heiminn þar sem ekki einu sinni leikskólapláss er tryggt. Stóra spurningin er því þessi: Hvernig sköpum við samfélag sem tekur fagnandi á móti hverju barni – og foreldrum þess? Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun