Sumarsmellir í skammdeginu Björn Teitsson skrifar 4. desember 2014 10:00 Hljómsveitin Amabadama hefur gefið út sína fyrstu plötu. mynd/aðsend Tónlist Heyrðu mig nú AmabAdama Record Records Það er varla hægt að tala um „reggí-endurreisn“ á Íslandi, því það er ekki eins og það hafi verið til einhverjar reggíhljómsveitir hér á landi fyrir aldamót. AmabAdama er nýjasta viðbótin í þessa reggí…reisn (?) sem hófst fyrir rúmum áratug með tímamótaplötu Hjálma, Hljóðlega af stað. Hljóðheimur fyrstu plötu sveitarinnar, Heyrðu mig nú, er nokkuð frábrugðinn þeim sem aðdáendur Hjálma eða jafnvel Ojba Rasta hafa vanist. Þær sveitir sækja ef til vill meira í gulltímabil tónlistarstefnunnar sem kennd er við Jamaíku um miðbik 8. áratugar síðustu aldar, líkja eftir hráum gítartaktinum, þykkum bassalínum og skreyta með tilkomumiklum lúðrahljómi – jafnvel ákveðnu dub-fikti í tilfelli Ojba Rasta. AmabAdama sækir í „dancehall“-afbrigði stefnunnar þar sem Magnús Jónsson, eða Gnúsi Yones, er í hlutverki talandi plötusnúðarins, eða rapparans. Þær Steinunn Jónsdóttir og Salka Sól Eyfeld syngja svo og rappa á víxl og gera það vel. Á þetta sérstaklega við um smellina tvo sem verða líklega vinsælustu lög ársins 2014 á Íslandi, Gaia og Hossa hossa. Miðað við vinsældir laganna hljóta Íslendingar að geta gert ráð fyrir því að einhver lagahöfundur sitji nú sveittur að semja næsta reggísmell fyrir sumarið 2015; tvímælalaust besta leiðin til að geta kveikt í vindlum með einum góðum Jónasi, sé eitthvað að marka síðustu sumur.Boðskapur plötunnar er jákvæður.En, Heyrðu mig nú! Þessi fyrsta breiðskífa AmabAdömu er mjög frambærileg. Það er helst að í áðurnefndum smellum, sem og í lögunum Það sem þú gefur og Hermenn, beri á „óverpródúseruðu“ reggísándi, sem er reyndar einkennandi fyrir danshallarstefnuna. Eldorado, Babylonkirkja og Óráð eru hægari, með hrárra gítarriffi og frjálslegri notkun á lúðrum til að stækka hljóðheiminn – allt mjög gott. Boðskapur plötunnar er líka svo jákvæður, ekki slæmt í skammdeginu og jólastressinu. Hugsum um að lifa lífinu lifandi, verum góð hvert við annað og gleymum ekki þeim sem minna mega sín. Heimurinn hefur alla burði til að vera betri staður og allt það. Hei, af hverju ekki? Eitt samt: Eldorado er (aðeins of) keimlíkt laginu Baldursbrá með Ojba Rasta. Niðurstaða: Frambærileg fyrsta breiðskífa sem hefur að geyma helstu sumarsmelli ársins en önnur lög leyna einnig á sér. Gagnrýni Menning Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist Heyrðu mig nú AmabAdama Record Records Það er varla hægt að tala um „reggí-endurreisn“ á Íslandi, því það er ekki eins og það hafi verið til einhverjar reggíhljómsveitir hér á landi fyrir aldamót. AmabAdama er nýjasta viðbótin í þessa reggí…reisn (?) sem hófst fyrir rúmum áratug með tímamótaplötu Hjálma, Hljóðlega af stað. Hljóðheimur fyrstu plötu sveitarinnar, Heyrðu mig nú, er nokkuð frábrugðinn þeim sem aðdáendur Hjálma eða jafnvel Ojba Rasta hafa vanist. Þær sveitir sækja ef til vill meira í gulltímabil tónlistarstefnunnar sem kennd er við Jamaíku um miðbik 8. áratugar síðustu aldar, líkja eftir hráum gítartaktinum, þykkum bassalínum og skreyta með tilkomumiklum lúðrahljómi – jafnvel ákveðnu dub-fikti í tilfelli Ojba Rasta. AmabAdama sækir í „dancehall“-afbrigði stefnunnar þar sem Magnús Jónsson, eða Gnúsi Yones, er í hlutverki talandi plötusnúðarins, eða rapparans. Þær Steinunn Jónsdóttir og Salka Sól Eyfeld syngja svo og rappa á víxl og gera það vel. Á þetta sérstaklega við um smellina tvo sem verða líklega vinsælustu lög ársins 2014 á Íslandi, Gaia og Hossa hossa. Miðað við vinsældir laganna hljóta Íslendingar að geta gert ráð fyrir því að einhver lagahöfundur sitji nú sveittur að semja næsta reggísmell fyrir sumarið 2015; tvímælalaust besta leiðin til að geta kveikt í vindlum með einum góðum Jónasi, sé eitthvað að marka síðustu sumur.Boðskapur plötunnar er jákvæður.En, Heyrðu mig nú! Þessi fyrsta breiðskífa AmabAdömu er mjög frambærileg. Það er helst að í áðurnefndum smellum, sem og í lögunum Það sem þú gefur og Hermenn, beri á „óverpródúseruðu“ reggísándi, sem er reyndar einkennandi fyrir danshallarstefnuna. Eldorado, Babylonkirkja og Óráð eru hægari, með hrárra gítarriffi og frjálslegri notkun á lúðrum til að stækka hljóðheiminn – allt mjög gott. Boðskapur plötunnar er líka svo jákvæður, ekki slæmt í skammdeginu og jólastressinu. Hugsum um að lifa lífinu lifandi, verum góð hvert við annað og gleymum ekki þeim sem minna mega sín. Heimurinn hefur alla burði til að vera betri staður og allt það. Hei, af hverju ekki? Eitt samt: Eldorado er (aðeins of) keimlíkt laginu Baldursbrá með Ojba Rasta. Niðurstaða: Frambærileg fyrsta breiðskífa sem hefur að geyma helstu sumarsmelli ársins en önnur lög leyna einnig á sér.
Gagnrýni Menning Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira