Draugalegur söngur Jónas Sen skrifar 6. desember 2014 17:00 VAR „Auðvitað er ekkert að því að syngja þjóðlög vel.“ Tónlist: VAR Anna Jónsdóttir Útg. Anna Jónsdóttir Anna Jónsdóttir sópran er glæsileg söngkona. Hún hefur þétta, kraftmikla rödd og syngur af innlifun. Það er auðheyrt á nýjum geisladiski hennar sem inniheldur íslensk þjóðlög. Diskurinn er djarfur, Anna syngur nánast öll lögin án undirleiks. Það er rétt að glitti hér og þar í harmonium, þ.e. stofuorgel sem Svavar Knútur leikur á. Lögin eru tekin upp í Djúpavík og í Akranesvita. Umhverfið, þ.e. mikið bergmál, leikur stórt hlutverk. Á vissan hátt má segja að endurómunin sé undirspilið, hún er hugsuð til að skapa stemninguna á diskinum. Lögin eru dauðhreinsuð af nútímalegri umgjörð, þeim er ætlað að virka forneskjuleg og hrá. Þetta er góð hugmynd en hún heppnast þó ekki alveg. Ef þjóðlög eiga að hljóma ekta verða þau líka að vera sungin þannig. Anna er skólaður sópran, hún er hreinlega of góð söngkona til að þjóðlög, sem langoftast eru illa sungin, komi út á sannfærandi hátt. Það er of mikill óperubragur á lögunum. Auðvitað er ekkert að því að syngja þjóðlög vel. En þá verður umgjörðin að vera í stíl. Söngurinn þarfnast fallegs meðleiks og þægilegrar endurómunar. Það má ekki bara drekkja lögunum í bergmáli. Bergmálið hér verður mjög fljótt leiðigjarnt, söngurinn hljómar eins og sírenuvæl. Heildaryfirbragðið skortir smekkvísi. Anna hefði þurft að hugsa þetta dæmi aðeins betur.Niðurstaða: Vel sungið en hljómburðurinn fer lögunum illa. Gagnrýni Menning Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Tónlist: VAR Anna Jónsdóttir Útg. Anna Jónsdóttir Anna Jónsdóttir sópran er glæsileg söngkona. Hún hefur þétta, kraftmikla rödd og syngur af innlifun. Það er auðheyrt á nýjum geisladiski hennar sem inniheldur íslensk þjóðlög. Diskurinn er djarfur, Anna syngur nánast öll lögin án undirleiks. Það er rétt að glitti hér og þar í harmonium, þ.e. stofuorgel sem Svavar Knútur leikur á. Lögin eru tekin upp í Djúpavík og í Akranesvita. Umhverfið, þ.e. mikið bergmál, leikur stórt hlutverk. Á vissan hátt má segja að endurómunin sé undirspilið, hún er hugsuð til að skapa stemninguna á diskinum. Lögin eru dauðhreinsuð af nútímalegri umgjörð, þeim er ætlað að virka forneskjuleg og hrá. Þetta er góð hugmynd en hún heppnast þó ekki alveg. Ef þjóðlög eiga að hljóma ekta verða þau líka að vera sungin þannig. Anna er skólaður sópran, hún er hreinlega of góð söngkona til að þjóðlög, sem langoftast eru illa sungin, komi út á sannfærandi hátt. Það er of mikill óperubragur á lögunum. Auðvitað er ekkert að því að syngja þjóðlög vel. En þá verður umgjörðin að vera í stíl. Söngurinn þarfnast fallegs meðleiks og þægilegrar endurómunar. Það má ekki bara drekkja lögunum í bergmáli. Bergmálið hér verður mjög fljótt leiðigjarnt, söngurinn hljómar eins og sírenuvæl. Heildaryfirbragðið skortir smekkvísi. Anna hefði þurft að hugsa þetta dæmi aðeins betur.Niðurstaða: Vel sungið en hljómburðurinn fer lögunum illa.
Gagnrýni Menning Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira