Sorrí sigraði með yfirburðum 6. desember 2014 12:45 Sorrí og co! Við höldum áfram þeim samkvæmisleik að velja verstu og bestu titla ársins og nú er komið að geisladiskunum. Þar bar diskur Prins Póló höfuð og herðar yfir keppinautana, tveir af hverjum þremur álitsgjöfum völdu Sorrí besta titil ársins. Mjórra var á munum í keppninni um versta titilinn en Liberté Gulla Briem marði sigur á Eru ekki allir sexí? Helga Björns. Besti titillinn1. sæti Sorrí - Prins póló Gott af því Prinsinn hefur akkúrat ekkert til að vera sorrí yfir. Sorrí, en ég gat ekki, ekki valið Sorrí. Lýsir hljómsveitinni fullkomlega. Einfaldur titill sem segir samt svo margt.2. sætiRökrétt framhald - Grísalappalísa Finnst bara fyndið að hugsa til þess að nokkuð sé rökrétt fyrir Grísalappalísu. Mjög rökrétt nafn á rökréttri plötu, en líka flottur titill og gæti hafa komið úr smiðju Megasar – sem eru ekki slæm meðmæli. Hér hyggst bandið væntanlega ætla að slá vopnin úr höndum gagnrýnanda sem oft nota þennan frasa og tekst það svona ljómandi vel.3. sætiMexico - GusGus Hljómar vel. Lúkkar vel. Bara alveg eins og GusGus. Kúl plötutitill hjá kúl bandi. C-ið gerir gæfumuninn. Gott að þeir eru hættir í K-inu.Versti titillinn1. sætiLiberté - Gulli Briem Hljómar sjúklega snobbað. Gulli gerir heiðarlega tilraun til að tryggja sér heimsmeistaratitilinn í tilgerð. Fallegt orð – en franskt og verður því frekar tilgerðarlegt á íslenskri plötu.2. sætiEru ekki allir sexý? - Helgi Björns NEI! Ég er ekki viss hvort mér þyki þessi frasi henta sem plötutitill. Hann er ekki mjög sexý. Nei, Helgi. Ekki allir.3. sætiKöttur á heitri steypu - Gímaldin Ég mæli ekki með því að nýta sér þjónustu Google Translate þegar plötutitlar eru annars vegar. Léleg tilvísun.Umdeildir titlar Nokkrir plötutitlar fengu atkvæði bæði sem besti og versti titill.Besti:Eru ekki allir sexý – Helgi Björns „Að þetta sé fyrsta platan sem Helgi gefur út með þessum titli er furða. Sjaldan hefur „Save the best till last“ átt jafn vel við.“Versti:Mexico – GusGus „Greinilega bara nafn út í loftið, kannski hafa þeir verið að fletta landakorti. „Alaska“ hefði strax verið betra.“Versti:Rökrétt framhald – Grísalappalísa „Hugmyndasnautt nafn frá mjög hugmyndaríkri hljómsveit.“Heyrðu mig nú – AbamadamaBesti: „Skemmtilegur titill á plötu. Eitthvað svo hreinn og beinn með keim af orðagríni.“Versti: „Vonarstjörnur íslenskrar tónlistar. Og Heyrðu mig nú er það besta sem þeim datt í hug! Hvert er heimurinn að fara…“Einnig nefndirFjöldi plötutitla komst á blað hjá álitsgjöfum, bæði sem besti og versti titill.Versti titillHeim - Jón Jónsson Það eru bara stórstjörnur sem komast upp með að bjóða aðdáendum sínum upp á svona týpískan og glataðan plötutitil. Minni spámenn mega hins vegar skammast sín.Besti titillKælir varðhund - Stafrænn Hákon Maður leiðir hugann alls ekki nægilega oft að varðhundum í frystikistum. Þessi plötutitill breytir því og á því skilið verðlaun af einhverju tagi.Versti titillPalme - Ólöf Arnalds Olof Palme… Really? Í versta falli smekklaust djók, í besta falli hallærislegur einkahúmor. Fittar tónlistinni 0%.Besti titillO - Low Roar Er þetta einhver tíska núna að kalla plötur eftir bókstaf? En þetta er sniðugt, O eins og í báðum nöfnum á bandinu.Versti titillDiskó Berlín - Nýdönsk Diskó + Berlín = Nýdönsk. Þetta er bara jafna sem gengur ekki upp. Nýdönsk fann óvart upp á nafni á GusGus plötu.ÁlitsgjafarGunnar Lárus Hjálmarsson tónlistarmaðurAnna Margrét Björnsson blaðamaðurEinar Bárðarson umboðsmaður ÍslandsSara McMahon blaðamaðurSteinþór Helgi Arnsteinsson umboðsmaðurLilja Katrín Gunnarsdóttir blaðamaðurKjartan Guðmundsson dagskrárgerðarmaðurKolbrún Björt Sigfúsdóttir leikstjóriBjörn Teitsson tónlistargagnrýnandi Fréttir ársins 2014 Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Sjá meira
Við höldum áfram þeim samkvæmisleik að velja verstu og bestu titla ársins og nú er komið að geisladiskunum. Þar bar diskur Prins Póló höfuð og herðar yfir keppinautana, tveir af hverjum þremur álitsgjöfum völdu Sorrí besta titil ársins. Mjórra var á munum í keppninni um versta titilinn en Liberté Gulla Briem marði sigur á Eru ekki allir sexí? Helga Björns. Besti titillinn1. sæti Sorrí - Prins póló Gott af því Prinsinn hefur akkúrat ekkert til að vera sorrí yfir. Sorrí, en ég gat ekki, ekki valið Sorrí. Lýsir hljómsveitinni fullkomlega. Einfaldur titill sem segir samt svo margt.2. sætiRökrétt framhald - Grísalappalísa Finnst bara fyndið að hugsa til þess að nokkuð sé rökrétt fyrir Grísalappalísu. Mjög rökrétt nafn á rökréttri plötu, en líka flottur titill og gæti hafa komið úr smiðju Megasar – sem eru ekki slæm meðmæli. Hér hyggst bandið væntanlega ætla að slá vopnin úr höndum gagnrýnanda sem oft nota þennan frasa og tekst það svona ljómandi vel.3. sætiMexico - GusGus Hljómar vel. Lúkkar vel. Bara alveg eins og GusGus. Kúl plötutitill hjá kúl bandi. C-ið gerir gæfumuninn. Gott að þeir eru hættir í K-inu.Versti titillinn1. sætiLiberté - Gulli Briem Hljómar sjúklega snobbað. Gulli gerir heiðarlega tilraun til að tryggja sér heimsmeistaratitilinn í tilgerð. Fallegt orð – en franskt og verður því frekar tilgerðarlegt á íslenskri plötu.2. sætiEru ekki allir sexý? - Helgi Björns NEI! Ég er ekki viss hvort mér þyki þessi frasi henta sem plötutitill. Hann er ekki mjög sexý. Nei, Helgi. Ekki allir.3. sætiKöttur á heitri steypu - Gímaldin Ég mæli ekki með því að nýta sér þjónustu Google Translate þegar plötutitlar eru annars vegar. Léleg tilvísun.Umdeildir titlar Nokkrir plötutitlar fengu atkvæði bæði sem besti og versti titill.Besti:Eru ekki allir sexý – Helgi Björns „Að þetta sé fyrsta platan sem Helgi gefur út með þessum titli er furða. Sjaldan hefur „Save the best till last“ átt jafn vel við.“Versti:Mexico – GusGus „Greinilega bara nafn út í loftið, kannski hafa þeir verið að fletta landakorti. „Alaska“ hefði strax verið betra.“Versti:Rökrétt framhald – Grísalappalísa „Hugmyndasnautt nafn frá mjög hugmyndaríkri hljómsveit.“Heyrðu mig nú – AbamadamaBesti: „Skemmtilegur titill á plötu. Eitthvað svo hreinn og beinn með keim af orðagríni.“Versti: „Vonarstjörnur íslenskrar tónlistar. Og Heyrðu mig nú er það besta sem þeim datt í hug! Hvert er heimurinn að fara…“Einnig nefndirFjöldi plötutitla komst á blað hjá álitsgjöfum, bæði sem besti og versti titill.Versti titillHeim - Jón Jónsson Það eru bara stórstjörnur sem komast upp með að bjóða aðdáendum sínum upp á svona týpískan og glataðan plötutitil. Minni spámenn mega hins vegar skammast sín.Besti titillKælir varðhund - Stafrænn Hákon Maður leiðir hugann alls ekki nægilega oft að varðhundum í frystikistum. Þessi plötutitill breytir því og á því skilið verðlaun af einhverju tagi.Versti titillPalme - Ólöf Arnalds Olof Palme… Really? Í versta falli smekklaust djók, í besta falli hallærislegur einkahúmor. Fittar tónlistinni 0%.Besti titillO - Low Roar Er þetta einhver tíska núna að kalla plötur eftir bókstaf? En þetta er sniðugt, O eins og í báðum nöfnum á bandinu.Versti titillDiskó Berlín - Nýdönsk Diskó + Berlín = Nýdönsk. Þetta er bara jafna sem gengur ekki upp. Nýdönsk fann óvart upp á nafni á GusGus plötu.ÁlitsgjafarGunnar Lárus Hjálmarsson tónlistarmaðurAnna Margrét Björnsson blaðamaðurEinar Bárðarson umboðsmaður ÍslandsSara McMahon blaðamaðurSteinþór Helgi Arnsteinsson umboðsmaðurLilja Katrín Gunnarsdóttir blaðamaðurKjartan Guðmundsson dagskrárgerðarmaðurKolbrún Björt Sigfúsdóttir leikstjóriBjörn Teitsson tónlistargagnrýnandi
Fréttir ársins 2014 Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Sjá meira