Viðspyrna fyrir heilbrigðiskerfið Agnar H. Andrésson skrifar 11. desember 2014 00:00 Læknar standa nú í kjarabaráttu til að leiðrétta kjör sín en jafnframt til að bjarga hnignandi heilbrigðiskerfi. Kaupmáttur lækna hefur rýrnað verulega og er launaþróun þeirra langt undir öðrum opinberum starfsmönnum síðustu árin. Meðfylgjandi mynd sýnir vísitölur heildarlauna lækna og opinberra starfsmanna ásamt vísitölu neysluverðs. Þar sést að kaupmáttarskerðing síðustu sjö ára nemur um 20%, sem er ein af ástæðum þess að læknar eru í verkfalli nú að krefjast betri launa. Í niðurskurði heilbrigðiskerfisins undanfarin ár sátu læknar eftir með verulega skertan kaupmátt og aukið álag á sama tíma og kjör erlendis hafa vænkast. Læknastéttin er í eðli sínu afar hreyfanlegt vinnuafl og eftirsótt erlendis enda flestir læknar menntaðir á bestu stöðum sem völ er á. Það er undarleg staðreynd að vinnuaflið sem hvað mest eftirspurn er eftir skuli hækka hvað minnst í launum. Afleiðingin er sú að læknar hverfa frá störfum hérlendis og þeir sem erlendis eru flytja ekki heim. Þessi þróun hefur verið í þó nokkurn tíma og við þessu varað í fjölmörg ár og í því sambandi talað um bjargbrúnir og hengiflug en nú er staðan öllu verri. Þrátt fyrir það eru skýrar og hagkvæmar lausnir á vandamálinu.Stutt starfsævi Til þess að öðlast sérfræðiréttindi í lækningum þarf að ljúka löngu námi. Með öllu talið má áætla að læknar séu að jafnaði með að baki sex ára háskólanám, 5-10 ára starfsnám auk þess sem sumir hafa lokið meistara- eða doktorsnámi sem tekur 2-4 ár og er stór hluti námsins ólaunaður. Af þessu má leiða þrennt: fórnarkostnaður lækna við nám sitt er mjög mikill, námslánaskuldir eru háar og starfsævi lækna er styttri en almennt gerist. Það er því rökrétt að greiða há laun fyrir lækna þar sem aðrar stéttir komast fyrr út á vinnumarkaðinn, geta komið sér snemma fyrir í samfélaginu og hafa fleiri ár til að vinna sér inn tekjur heldur en læknar. Þessi staðreynd breytist seint þótt eftirspurn eftir starfskrafti lækna geti sveiflast til, en um þessar mundir er mikil umframeftirspurn eftir læknum.Lausnir á vandamálinu Staðan nú er þannig að margir læknar hérlendis hafa sagt starfi sínu lausu eða eru alvarlega að íhuga það. Samfara þessu eru fáir íslenskir læknar erlendis sem hafa hug á að flytja heim með fjölskyldu sína til að fara að vinna í molnandi kerfi og fá lág laun fyrir. Leiðir þetta til læknaskorts og þjónusta í heilbrigðiskerfinu mun versna. Þróunin er öll í sömu átt. Orsakir þessa vanda felast ekki einvörðungu í lágum tekjum lækna heldur eru þær margþættar og má þar nefna slæma aðstöðu fyrir starfsfólk og sjúklinga, lélegan tækjakost, meðferðarúrræði hérlendis hafa dregist aftur úr og viðvarandi of mikið álag er á starfsfólki. Um þetta er ekki deilt. Ekkert af þessu er hægt að laga með fingrasmelli en það sem kemst næst því er að bæta launin sem allra fyrst og veita þannig viðspyrnu gegn þessari óheillaþróun. Slíkt myndi bæta gæði og öryggi heilbrigðisþjónustunnar. Hinir þættirnir sem nefndir voru eru einnig mikilvægir og er brýnt að ráðast í uppbyggingu í innviðum heilbrigðiskerfisins og setja fram trúverðuga áætlun um hvernig það verður gert. Lausnin er ekki ódýr en hún er án vafa hagkvæm. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta ekki um það hvort læknar eigi að fá hærri laun en aðrir eða hvort læknar séu eftirbátar annarra stétta. Þetta snýst um að stöðva og snúa núverandi þróun við þannig að hér verði endurreist fyrsta flokks heilbrigðiskerfi á ný sem allir geti gengið að, núverandi og komandi kynslóðum til hagsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Læknar standa nú í kjarabaráttu til að leiðrétta kjör sín en jafnframt til að bjarga hnignandi heilbrigðiskerfi. Kaupmáttur lækna hefur rýrnað verulega og er launaþróun þeirra langt undir öðrum opinberum starfsmönnum síðustu árin. Meðfylgjandi mynd sýnir vísitölur heildarlauna lækna og opinberra starfsmanna ásamt vísitölu neysluverðs. Þar sést að kaupmáttarskerðing síðustu sjö ára nemur um 20%, sem er ein af ástæðum þess að læknar eru í verkfalli nú að krefjast betri launa. Í niðurskurði heilbrigðiskerfisins undanfarin ár sátu læknar eftir með verulega skertan kaupmátt og aukið álag á sama tíma og kjör erlendis hafa vænkast. Læknastéttin er í eðli sínu afar hreyfanlegt vinnuafl og eftirsótt erlendis enda flestir læknar menntaðir á bestu stöðum sem völ er á. Það er undarleg staðreynd að vinnuaflið sem hvað mest eftirspurn er eftir skuli hækka hvað minnst í launum. Afleiðingin er sú að læknar hverfa frá störfum hérlendis og þeir sem erlendis eru flytja ekki heim. Þessi þróun hefur verið í þó nokkurn tíma og við þessu varað í fjölmörg ár og í því sambandi talað um bjargbrúnir og hengiflug en nú er staðan öllu verri. Þrátt fyrir það eru skýrar og hagkvæmar lausnir á vandamálinu.Stutt starfsævi Til þess að öðlast sérfræðiréttindi í lækningum þarf að ljúka löngu námi. Með öllu talið má áætla að læknar séu að jafnaði með að baki sex ára háskólanám, 5-10 ára starfsnám auk þess sem sumir hafa lokið meistara- eða doktorsnámi sem tekur 2-4 ár og er stór hluti námsins ólaunaður. Af þessu má leiða þrennt: fórnarkostnaður lækna við nám sitt er mjög mikill, námslánaskuldir eru háar og starfsævi lækna er styttri en almennt gerist. Það er því rökrétt að greiða há laun fyrir lækna þar sem aðrar stéttir komast fyrr út á vinnumarkaðinn, geta komið sér snemma fyrir í samfélaginu og hafa fleiri ár til að vinna sér inn tekjur heldur en læknar. Þessi staðreynd breytist seint þótt eftirspurn eftir starfskrafti lækna geti sveiflast til, en um þessar mundir er mikil umframeftirspurn eftir læknum.Lausnir á vandamálinu Staðan nú er þannig að margir læknar hérlendis hafa sagt starfi sínu lausu eða eru alvarlega að íhuga það. Samfara þessu eru fáir íslenskir læknar erlendis sem hafa hug á að flytja heim með fjölskyldu sína til að fara að vinna í molnandi kerfi og fá lág laun fyrir. Leiðir þetta til læknaskorts og þjónusta í heilbrigðiskerfinu mun versna. Þróunin er öll í sömu átt. Orsakir þessa vanda felast ekki einvörðungu í lágum tekjum lækna heldur eru þær margþættar og má þar nefna slæma aðstöðu fyrir starfsfólk og sjúklinga, lélegan tækjakost, meðferðarúrræði hérlendis hafa dregist aftur úr og viðvarandi of mikið álag er á starfsfólki. Um þetta er ekki deilt. Ekkert af þessu er hægt að laga með fingrasmelli en það sem kemst næst því er að bæta launin sem allra fyrst og veita þannig viðspyrnu gegn þessari óheillaþróun. Slíkt myndi bæta gæði og öryggi heilbrigðisþjónustunnar. Hinir þættirnir sem nefndir voru eru einnig mikilvægir og er brýnt að ráðast í uppbyggingu í innviðum heilbrigðiskerfisins og setja fram trúverðuga áætlun um hvernig það verður gert. Lausnin er ekki ódýr en hún er án vafa hagkvæm. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta ekki um það hvort læknar eigi að fá hærri laun en aðrir eða hvort læknar séu eftirbátar annarra stétta. Þetta snýst um að stöðva og snúa núverandi þróun við þannig að hér verði endurreist fyrsta flokks heilbrigðiskerfi á ný sem allir geti gengið að, núverandi og komandi kynslóðum til hagsbóta.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun