Íslenskur Reacher í MI5 Friðrika Benónýsdóttir skrifar 11. desember 2014 17:00 Ókyrrð Bækur: Ókyrrð Jón Óttar Ólafsson Bjartur Jón Óttar Ólafsson vakti töluverða athygli með fyrstu bók sinni, Hlustað, sem kom út í fyrra. Þar þótti daglegum störfum lögreglumanns í sakamálarannsókn lýst nákvæmar og sannferðugar en yfirleitt er gert í glæpasögum, enda höfundurinn fyrrverandi lögreglumaður. Í nýrri skáldsögu hans, Ókyrrð, kveður við dálítið annan tón því lögreglumaðurinn Davíð Arnarson, sem við kynntumst í Hlustað, tekur að sér að vera bresku lögreglunni til aðstoðar við að rannsaka morð á íslenskum doktorsnema í Cambridge og meirihluti sögunnar fer fram þar ytra. Atburðarásin er öll hin æsilegasta og kannski ekki sérlega trúverðug, en krafa um trúverðugleika á ekki beint heima við lestur glæpasagna svo það kemur ekki að sök. Ókyrrð er um margt frábrugðin hefðbundnum íslenskum glæpasögum, sver sig meira í ætt við æsibókmenntir að hætti Lee Child og Davíð breytist hér í harðsvíraðan bardagamann sem vílar ekki fyrir sér að krækja augu úr mönnum ef svo ber undir. Hjónaband hans hangir enn á horriminni en hann má ósköp lítið vera að því að vinna í þeim málum þar sem hann lendir í einum átökunum eftir önnur, sefur hjá grunaðri konu, gengur til liðs við bresku leyniþjóstuna MI5, berst við rússnesku mafíuna á Íslandi og útsendara múslimskra öfgaafla í Bretlandi, svo fátt eitt sé nefnt af því sem hann tekur sér fyrir hendur í Ókyrrð. Þar er ekki lognmollunni fyrir að fara. Sagan er haganlega fléttuð og lesandinn sogast inn í hringiðu atburðanna nauðugur viljugur, hættir að hnussa yfir því að svona gæti nú aldrei gerst í raunveruleikanum og kaupir þær forsendur sem sagan gefur sér án þess að mögla. Það er helst í bardagasenunum sem brúnirnar lyftast og maður á erfitt með að kyngja því sem lýst er. Helsti veikleiki sögunnar liggur nefnilega í því hve auðveldlega þessi venjulegi íslenski drumbur sem Davíð er gengur inn í hlutverk æsisagnahetjunnar og umturnast í Jack Reacher og önnur slík ofurmenni spennusagnanna. Hefði gjarna mátt leggja meiri rækt við persónusköpun aðalpersónunnar þar sem lesandinn á dálítið erfitt með að „halda með honum“ og þar með er ein aðalforsenda þess að að láta sig örlög hans varða brostin. Það er þó lítil hætta á að lesanda sem nýtur spennusagna leiðist við lestur Ókyrrðar. Hér er allt sem við á að éta; persónulegur harmur, alþjóðleg hryðjuverk, útsmognir glæpamenn, ástarævintýri, óhlýðni við yfirboðara, björgun söguhetju á elleftu stundu og svo framvegis. Það verður forvitnilegt að fylgjast með því hvert Jón Óttar leiðir Davíð næst eftir þessa flugeldasýningu.Niðurstaða: Harðsoðin spennusaga að hætti Lee Child, viðburðarík og spennandi en líður dálítið fyrir slaka persónusköpun hetjunnar. Gagnrýni Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur: Ókyrrð Jón Óttar Ólafsson Bjartur Jón Óttar Ólafsson vakti töluverða athygli með fyrstu bók sinni, Hlustað, sem kom út í fyrra. Þar þótti daglegum störfum lögreglumanns í sakamálarannsókn lýst nákvæmar og sannferðugar en yfirleitt er gert í glæpasögum, enda höfundurinn fyrrverandi lögreglumaður. Í nýrri skáldsögu hans, Ókyrrð, kveður við dálítið annan tón því lögreglumaðurinn Davíð Arnarson, sem við kynntumst í Hlustað, tekur að sér að vera bresku lögreglunni til aðstoðar við að rannsaka morð á íslenskum doktorsnema í Cambridge og meirihluti sögunnar fer fram þar ytra. Atburðarásin er öll hin æsilegasta og kannski ekki sérlega trúverðug, en krafa um trúverðugleika á ekki beint heima við lestur glæpasagna svo það kemur ekki að sök. Ókyrrð er um margt frábrugðin hefðbundnum íslenskum glæpasögum, sver sig meira í ætt við æsibókmenntir að hætti Lee Child og Davíð breytist hér í harðsvíraðan bardagamann sem vílar ekki fyrir sér að krækja augu úr mönnum ef svo ber undir. Hjónaband hans hangir enn á horriminni en hann má ósköp lítið vera að því að vinna í þeim málum þar sem hann lendir í einum átökunum eftir önnur, sefur hjá grunaðri konu, gengur til liðs við bresku leyniþjóstuna MI5, berst við rússnesku mafíuna á Íslandi og útsendara múslimskra öfgaafla í Bretlandi, svo fátt eitt sé nefnt af því sem hann tekur sér fyrir hendur í Ókyrrð. Þar er ekki lognmollunni fyrir að fara. Sagan er haganlega fléttuð og lesandinn sogast inn í hringiðu atburðanna nauðugur viljugur, hættir að hnussa yfir því að svona gæti nú aldrei gerst í raunveruleikanum og kaupir þær forsendur sem sagan gefur sér án þess að mögla. Það er helst í bardagasenunum sem brúnirnar lyftast og maður á erfitt með að kyngja því sem lýst er. Helsti veikleiki sögunnar liggur nefnilega í því hve auðveldlega þessi venjulegi íslenski drumbur sem Davíð er gengur inn í hlutverk æsisagnahetjunnar og umturnast í Jack Reacher og önnur slík ofurmenni spennusagnanna. Hefði gjarna mátt leggja meiri rækt við persónusköpun aðalpersónunnar þar sem lesandinn á dálítið erfitt með að „halda með honum“ og þar með er ein aðalforsenda þess að að láta sig örlög hans varða brostin. Það er þó lítil hætta á að lesanda sem nýtur spennusagna leiðist við lestur Ókyrrðar. Hér er allt sem við á að éta; persónulegur harmur, alþjóðleg hryðjuverk, útsmognir glæpamenn, ástarævintýri, óhlýðni við yfirboðara, björgun söguhetju á elleftu stundu og svo framvegis. Það verður forvitnilegt að fylgjast með því hvert Jón Óttar leiðir Davíð næst eftir þessa flugeldasýningu.Niðurstaða: Harðsoðin spennusaga að hætti Lee Child, viðburðarík og spennandi en líður dálítið fyrir slaka persónusköpun hetjunnar.
Gagnrýni Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira