Spennulítil spennusaga Friðrika Benónýsdóttir skrifar 12. desember 2014 14:00 DNA. Bækur: DNA Yrsa Sigurðardóttir VeröldYrsa Sigurðardóttir er þekkt fyrir að skapa mikla spennu og óhugnanlegt andrúmsloft í bókum sínum og upphaf nýjustu skáldsögunnar, DNA, gefur fyrirheit um að hún bregðist ekki lesendum sínum hvað það varðar í þetta sinn. Óhugnanlegt og yfirmáta ofbeldisfullt morð á að því er virðist blásaklausri konu slær tóninn fyrir spennandi og flókna sögu að hætti glæpadrottningarinnar. Fljótlega fer þó athygli lesandans að vakla og kemur þar margt til. Lögreglumaðurinn Huldar sem stýrir rannsókninni er afskaplega daufgerð persóna og samviskubit hans yfir ýmsu óviðeigandi kvennafari vekur hvorki áhuga né samúð, hann er einfaldlega bara leiðinlegur. Hin aðalpersónan úr hópi rannsóknaraðila er sálfræðingur í Barnahúsi sem heitir Freyja og er snöggtum áhugaverðari persóna, en vantar þó herslumun til þess að taka yfir hlutverk rannsóknaraðilans sem lesandinn heldur með og óttast um. Baksaga hennar og tengsl inn í undirheima ná aldrei að skipta máli í sögunni og draga fremur úr spennu en auka hana. Þriðja aðalpersóna sögunnar er hinn utanveltu og einmana radíóamatör Karl en lengi vel er hans hlutverk í sögunni ansi óljóst og óralangar lýsingar á því hvernig radíóamatörar bera sig að við áhugamál sitt og út á hvað það gengur drepa áhuga lesandans næstum endanlega. Það er ekki fyrr en á síðustu fimmtíu síðunum sem hægt er að tala um spennu og þá er það einfaldlega of seint, lesandanum gæti ekki staðið meira á sama um þetta fólk.Yrsa Sigurðardóttir “Yrsa bregst ekki aðdáendum sínum í því að koma þeim gjörsamlega í opna skjöldu með lausn morðmálanna.”Vísir/DaníelAð þessu sögðu er ljúft og skylt að geta þess að Yrsa bregst ekki aðdáendum sínum í því að koma þeim gjörsamlega í opna skjöldu með lausn morðmálanna, en morðin verða þrjú þegar upp er staðið hvert öðru grimmdarlegra. Ekki í eina mínútu hefði manni dottið í hug að gruna þann sem reynist sekur. Ástæður hans fyrir þremur óhugnanlegum morðum, frömdum með rafmagnstækjum, eru hins vegar ekki sérlega sannfærandi en eins og oft í glæpasögum er lesandinn meira en tilbúinn að horfa fram hjá slíkum tittlingaskít ef það þjónar spennufíkn hans. Og til þess eru nú hrútarnir skornir í slíkum sögum. Glæpasagnahöfundar eiga misjafna spretti eins og aðrir höfundar og í DNA er Yrsa einfaldlega ekki í essinu sínu en eflaust fyrirgefa hennar fjölmörgu aðdáendur henni það og bíða spenntir eftir næstu bók glæpasagnadrottningarinnar. Þeir vita sem er að hún getur betur og á eflaust eftir að sýna þeim það.Niðurstaða: Heldur daufleg saga frá glæpasagnadrottningu Íslands en hressilegur endasprettur bjargar því sem bjargað verður. Gagnrýni Menning Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur: DNA Yrsa Sigurðardóttir VeröldYrsa Sigurðardóttir er þekkt fyrir að skapa mikla spennu og óhugnanlegt andrúmsloft í bókum sínum og upphaf nýjustu skáldsögunnar, DNA, gefur fyrirheit um að hún bregðist ekki lesendum sínum hvað það varðar í þetta sinn. Óhugnanlegt og yfirmáta ofbeldisfullt morð á að því er virðist blásaklausri konu slær tóninn fyrir spennandi og flókna sögu að hætti glæpadrottningarinnar. Fljótlega fer þó athygli lesandans að vakla og kemur þar margt til. Lögreglumaðurinn Huldar sem stýrir rannsókninni er afskaplega daufgerð persóna og samviskubit hans yfir ýmsu óviðeigandi kvennafari vekur hvorki áhuga né samúð, hann er einfaldlega bara leiðinlegur. Hin aðalpersónan úr hópi rannsóknaraðila er sálfræðingur í Barnahúsi sem heitir Freyja og er snöggtum áhugaverðari persóna, en vantar þó herslumun til þess að taka yfir hlutverk rannsóknaraðilans sem lesandinn heldur með og óttast um. Baksaga hennar og tengsl inn í undirheima ná aldrei að skipta máli í sögunni og draga fremur úr spennu en auka hana. Þriðja aðalpersóna sögunnar er hinn utanveltu og einmana radíóamatör Karl en lengi vel er hans hlutverk í sögunni ansi óljóst og óralangar lýsingar á því hvernig radíóamatörar bera sig að við áhugamál sitt og út á hvað það gengur drepa áhuga lesandans næstum endanlega. Það er ekki fyrr en á síðustu fimmtíu síðunum sem hægt er að tala um spennu og þá er það einfaldlega of seint, lesandanum gæti ekki staðið meira á sama um þetta fólk.Yrsa Sigurðardóttir “Yrsa bregst ekki aðdáendum sínum í því að koma þeim gjörsamlega í opna skjöldu með lausn morðmálanna.”Vísir/DaníelAð þessu sögðu er ljúft og skylt að geta þess að Yrsa bregst ekki aðdáendum sínum í því að koma þeim gjörsamlega í opna skjöldu með lausn morðmálanna, en morðin verða þrjú þegar upp er staðið hvert öðru grimmdarlegra. Ekki í eina mínútu hefði manni dottið í hug að gruna þann sem reynist sekur. Ástæður hans fyrir þremur óhugnanlegum morðum, frömdum með rafmagnstækjum, eru hins vegar ekki sérlega sannfærandi en eins og oft í glæpasögum er lesandinn meira en tilbúinn að horfa fram hjá slíkum tittlingaskít ef það þjónar spennufíkn hans. Og til þess eru nú hrútarnir skornir í slíkum sögum. Glæpasagnahöfundar eiga misjafna spretti eins og aðrir höfundar og í DNA er Yrsa einfaldlega ekki í essinu sínu en eflaust fyrirgefa hennar fjölmörgu aðdáendur henni það og bíða spenntir eftir næstu bók glæpasagnadrottningarinnar. Þeir vita sem er að hún getur betur og á eflaust eftir að sýna þeim það.Niðurstaða: Heldur daufleg saga frá glæpasagnadrottningu Íslands en hressilegur endasprettur bjargar því sem bjargað verður.
Gagnrýni Menning Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira