Oft betra að taka 2-3 ár á Íslandi áður en farið er út Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. desember 2014 06:00 Þórir Ólafsson hefur lítið spilað vegna hnémeiðsla að undanförnu en segir meiðslin vonandi smávægileg. vísir/valli Þórir Ólafsson sneri aftur heim í íslenska handboltann í sumar eftir níu ára dvöl sem atvinnumaður, fyrst í Þýskalandi og svo Póllandi þar sem hann varð þrívegis meistari með stórliði Kielce. Þórir komst einnig í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu vorið 2013 og hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár. Þórir, sem býr nú og starfar á Selfossi, ákvað að ganga til liðs við Stjörnuna og kann þar vel við sig. „Þetta er auðvitað mikil breyting og eitt og annað sem maður var vanur úr atvinnumennskunni sem ekki er til staðar hér, sem eðlilegt er. Svo er fullt af nýjum leikmönnum sem maður þekkti ekki. Það er gaman að fá að takast á við nýja deild og takast á við þá áskorun að sanna sig upp á nýtt í íslenskum handbolta,“ segir Þórir. Þrátt fyrir að vera í næstneðsta sæti Olísdeildar karla eru aðeins þrjú stig upp í liðin í 5.-6. sæti deildarinnar. Þórir segir að úrslitin mættu ef til vill vera betri en að það sé góður stígandi í liðinu. „Þar að auki erum við með afar skemmtilegan hóp leikmanna í Stjörnunni. Við leyfum okkur að fagna hverjum sigri vel og innilega áður en við snúum okkur svo að næsta leik. Það er afar góður mórall í hópnum,“ segir hann.vísir/valliMinni gæði í leikjunum Þórir segir að deildin hafi breyst mikið síðan hann hélt utan til Þýskalands árið 2005. „Það voru fleiri útlendingar í deildinni þá og í minningunni finnst mér að það hafi verið fleiri eldri leikmenn en eru nú. Það gerir það að verkum að gæðin í leikjunum eru ekki alltaf mjög mikil sem sést best á því að það er oft lítið skorað og að liðin eiga oft í erfiðleikum með sóknarleikinn.“ „En það er fullt af flottum leikmönnum í deildinni en það hefur reynst erfiðara að halda þeim hér heima,“ segir Þórir sem var sjálfur 25 ára gamall þegar hann samdi við Lübbecke. „Stundum finnst mér að sumir leikmenn æði út allt of snemma. Það er ekki alltaf nóg að eiga eitt gott tímabil hér heima og oft er það betra að taka 2-3 ár í viðbót til að halda áfram að þroskast og vaxa sem leikmaður. Ef menn eru svo þar að auki að glíma við meiðsli þykir ekki gott að fara út í enn sterkari deild þar sem álagið er meira. Það er því að mörgu að huga og þá á ekki að hugsa bara um að koma sér út sem fyrst sama hvað,“ segir hann. Þórir segir að það sé allt til staðar hér á Íslandi fyrir unga leikmenn til að dafna, líkt og dæmin hafi sannað undanfarin ár. „Við erum með góða þjálfara á Íslandi enda mikill áhugi á þeim í Evrópu. Aðstaðan er líka fín. Það er mikilhandboltakunnátta á Íslandi sem hefur skilað sér í því að árlega koma upp flottir leikmenn.“vísir/ernirSjaldnar heima hjá mér Þóri bauðst að vera áfram í Póllandi þegar hann og fjölskylda hans voru búin að ákveða að halda heim á leið. Miklar breytingar fylgdu þeirri ákvörðun en Þórir segist ánægður með að hafa komið heim. „Helsta breytingin er að ég er mun minna heima hjá mér en áður. Atvinnumenn æfa 1-2 sinnum á dag og eru svo heima hjá sér þess á milli en nú er maður í vinnu frá átta til fjögur og keyrir svo á æfingu í bænum. Það hefur tekið mann tíma að venjast nýrri rútínu en þetta er allt að koma. Það var alveg ljóst að breytinga var þörf og ég er ánægður með að vera kominn heim.“ Olís-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Þórir Ólafsson sneri aftur heim í íslenska handboltann í sumar eftir níu ára dvöl sem atvinnumaður, fyrst í Þýskalandi og svo Póllandi þar sem hann varð þrívegis meistari með stórliði Kielce. Þórir komst einnig í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu vorið 2013 og hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár. Þórir, sem býr nú og starfar á Selfossi, ákvað að ganga til liðs við Stjörnuna og kann þar vel við sig. „Þetta er auðvitað mikil breyting og eitt og annað sem maður var vanur úr atvinnumennskunni sem ekki er til staðar hér, sem eðlilegt er. Svo er fullt af nýjum leikmönnum sem maður þekkti ekki. Það er gaman að fá að takast á við nýja deild og takast á við þá áskorun að sanna sig upp á nýtt í íslenskum handbolta,“ segir Þórir. Þrátt fyrir að vera í næstneðsta sæti Olísdeildar karla eru aðeins þrjú stig upp í liðin í 5.-6. sæti deildarinnar. Þórir segir að úrslitin mættu ef til vill vera betri en að það sé góður stígandi í liðinu. „Þar að auki erum við með afar skemmtilegan hóp leikmanna í Stjörnunni. Við leyfum okkur að fagna hverjum sigri vel og innilega áður en við snúum okkur svo að næsta leik. Það er afar góður mórall í hópnum,“ segir hann.vísir/valliMinni gæði í leikjunum Þórir segir að deildin hafi breyst mikið síðan hann hélt utan til Þýskalands árið 2005. „Það voru fleiri útlendingar í deildinni þá og í minningunni finnst mér að það hafi verið fleiri eldri leikmenn en eru nú. Það gerir það að verkum að gæðin í leikjunum eru ekki alltaf mjög mikil sem sést best á því að það er oft lítið skorað og að liðin eiga oft í erfiðleikum með sóknarleikinn.“ „En það er fullt af flottum leikmönnum í deildinni en það hefur reynst erfiðara að halda þeim hér heima,“ segir Þórir sem var sjálfur 25 ára gamall þegar hann samdi við Lübbecke. „Stundum finnst mér að sumir leikmenn æði út allt of snemma. Það er ekki alltaf nóg að eiga eitt gott tímabil hér heima og oft er það betra að taka 2-3 ár í viðbót til að halda áfram að þroskast og vaxa sem leikmaður. Ef menn eru svo þar að auki að glíma við meiðsli þykir ekki gott að fara út í enn sterkari deild þar sem álagið er meira. Það er því að mörgu að huga og þá á ekki að hugsa bara um að koma sér út sem fyrst sama hvað,“ segir hann. Þórir segir að það sé allt til staðar hér á Íslandi fyrir unga leikmenn til að dafna, líkt og dæmin hafi sannað undanfarin ár. „Við erum með góða þjálfara á Íslandi enda mikill áhugi á þeim í Evrópu. Aðstaðan er líka fín. Það er mikilhandboltakunnátta á Íslandi sem hefur skilað sér í því að árlega koma upp flottir leikmenn.“vísir/ernirSjaldnar heima hjá mér Þóri bauðst að vera áfram í Póllandi þegar hann og fjölskylda hans voru búin að ákveða að halda heim á leið. Miklar breytingar fylgdu þeirri ákvörðun en Þórir segist ánægður með að hafa komið heim. „Helsta breytingin er að ég er mun minna heima hjá mér en áður. Atvinnumenn æfa 1-2 sinnum á dag og eru svo heima hjá sér þess á milli en nú er maður í vinnu frá átta til fjögur og keyrir svo á æfingu í bænum. Það hefur tekið mann tíma að venjast nýrri rútínu en þetta er allt að koma. Það var alveg ljóst að breytinga var þörf og ég er ánægður með að vera kominn heim.“
Olís-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira