Tónlist fyrir freyðibað Jónas Sen skrifar 16. desember 2014 11:30 As Time Goes By Tónlist: As Time Goes By Garðar Cortes og Trio Con Fuse The Setroc Record CompanyFyrir nokkrum árum kom út geisladiskur með Garðari Cortes og syni hans, Garðari Thor, þar sem þeir fluttu létt lög. Diskurinn olli vonbrigðum. Ekki þó vegna söngsins, heldur voru útsetningarnar útbólgnar og Disney-kenndar. Annað er uppi á teningnum á nýjum geisladiski með Garðari eldri. Þar syngur hann létt lög, m.a. djassstandarda við undirleik Trio Con Fuse (Robert Sund, Bertil Fernquis og Curt Andersson). Garðar syngur af ríkulegri tilfinningu, ekki eins og í óperu, heldur líkt og hann sé staddur í næturklúbbi í Las Vegas klukkan 2 um nóttu. Söngurinn er vissulega vandaður og dálítið skólaður, en hann er líka blátt áfram og dægurlagakenndur. Útsetningarnar eru í einföldum djassstíl, það er dinnerbragur á þeim sem er sjarmerandi. Friðrik Karlsson, sá mikli fagmaður, útsetti lögin af frábærri smekkvísi. Hvergi er neinu ofaukið, gítar, píanó og bassi fá að njóta sín í fullkomnum samhljómi. Heildaráferðin er óheft og flæðandi. Hljóðfæratríóið er líka flott, leikurinn er samtaka og líflegur, en ávallt afslappaður. Þessi geisladiskur er einstaklega skemmtilegur. Það er unaður að hlusta á hann og ég get vel ímyndað mér að hann sé kjörinn til að taka með sér í freyðibað eftir langan vinnudag.Niðurstaða: Skemmtilegur diskur, fallega sunginn, prýðilega spilaður, útsettur af fagmennsku. Gagnrýni Menning Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist: As Time Goes By Garðar Cortes og Trio Con Fuse The Setroc Record CompanyFyrir nokkrum árum kom út geisladiskur með Garðari Cortes og syni hans, Garðari Thor, þar sem þeir fluttu létt lög. Diskurinn olli vonbrigðum. Ekki þó vegna söngsins, heldur voru útsetningarnar útbólgnar og Disney-kenndar. Annað er uppi á teningnum á nýjum geisladiski með Garðari eldri. Þar syngur hann létt lög, m.a. djassstandarda við undirleik Trio Con Fuse (Robert Sund, Bertil Fernquis og Curt Andersson). Garðar syngur af ríkulegri tilfinningu, ekki eins og í óperu, heldur líkt og hann sé staddur í næturklúbbi í Las Vegas klukkan 2 um nóttu. Söngurinn er vissulega vandaður og dálítið skólaður, en hann er líka blátt áfram og dægurlagakenndur. Útsetningarnar eru í einföldum djassstíl, það er dinnerbragur á þeim sem er sjarmerandi. Friðrik Karlsson, sá mikli fagmaður, útsetti lögin af frábærri smekkvísi. Hvergi er neinu ofaukið, gítar, píanó og bassi fá að njóta sín í fullkomnum samhljómi. Heildaráferðin er óheft og flæðandi. Hljóðfæratríóið er líka flott, leikurinn er samtaka og líflegur, en ávallt afslappaður. Þessi geisladiskur er einstaklega skemmtilegur. Það er unaður að hlusta á hann og ég get vel ímyndað mér að hann sé kjörinn til að taka með sér í freyðibað eftir langan vinnudag.Niðurstaða: Skemmtilegur diskur, fallega sunginn, prýðilega spilaður, útsettur af fagmennsku.
Gagnrýni Menning Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira