Gunnar Nelson verður í horninu hjá McGregor Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. desember 2014 06:00 Gunnar og Conor eru hér saman á góðri stund. Þeir hafa æft mikið saman. mynd/hörður Það er risabardagakvöld fram undan í UFC þar sem Írinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor er aðalnúmerið. Keppnin fer fram í Boston þann 18. janúar næstkomandi. Írar eru fjölmennir í Boston og því búist við miklum látum í TD Garden-höllinni. McGregor er góðvinur Gunnars Nelson en þeir æfa undir handleiðslu sama þjálfara, Johns Kavanagh, og hafa æft mikið saman. Meðal annars á Íslandi síðasta sumar er æfingar fyrir bardagakvöldið í Dublin fóru fram. Að sögn Haraldar Nelson, föður og umboðsmanns Gunnars, munu þeir félagar ekki æfa saman fyrir þennan bardaga en McGregor vill þó hafa Gunnar nærri. Þess vegna hefur hann beðið Gunnar um að vera í horninu hjá sér í bardaganum gegn Dennis Siver. „Það verður mjög skemmtilegt. Gunni fer líklega út um viku fyrir bardagann og tekur þátt í fjörinu,“ segir Haraldur en það verður væntanlega stemning í höllinni sem áhorfendur í Boston eru ekki vanir enda eru Írarnir þekktir fyrir einstaklega líflega framkomu á íþróttaviðburðum. Þeir slógu einmitt heimsmetið í hávaða á UFC-viðburði í Dublin síðasta sumar. Ekki liggur fyrir hvenær Gunnar berst næst en hann var með auga á bardagakvöldi í London í lok febrúar en búið er að fresta því kvöldi um óákveðinn tíma. „Það skýrist vonandi fljótlega í janúar hvar Gunnar berst næst. Þeir hjá UFC vissu að hann vildi hvíla fram í miðjan febrúar,“ bætir Haraldur við. MMA Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira
Það er risabardagakvöld fram undan í UFC þar sem Írinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor er aðalnúmerið. Keppnin fer fram í Boston þann 18. janúar næstkomandi. Írar eru fjölmennir í Boston og því búist við miklum látum í TD Garden-höllinni. McGregor er góðvinur Gunnars Nelson en þeir æfa undir handleiðslu sama þjálfara, Johns Kavanagh, og hafa æft mikið saman. Meðal annars á Íslandi síðasta sumar er æfingar fyrir bardagakvöldið í Dublin fóru fram. Að sögn Haraldar Nelson, föður og umboðsmanns Gunnars, munu þeir félagar ekki æfa saman fyrir þennan bardaga en McGregor vill þó hafa Gunnar nærri. Þess vegna hefur hann beðið Gunnar um að vera í horninu hjá sér í bardaganum gegn Dennis Siver. „Það verður mjög skemmtilegt. Gunni fer líklega út um viku fyrir bardagann og tekur þátt í fjörinu,“ segir Haraldur en það verður væntanlega stemning í höllinni sem áhorfendur í Boston eru ekki vanir enda eru Írarnir þekktir fyrir einstaklega líflega framkomu á íþróttaviðburðum. Þeir slógu einmitt heimsmetið í hávaða á UFC-viðburði í Dublin síðasta sumar. Ekki liggur fyrir hvenær Gunnar berst næst en hann var með auga á bardagakvöldi í London í lok febrúar en búið er að fresta því kvöldi um óákveðinn tíma. „Það skýrist vonandi fljótlega í janúar hvar Gunnar berst næst. Þeir hjá UFC vissu að hann vildi hvíla fram í miðjan febrúar,“ bætir Haraldur við.
MMA Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira