Ískaldir fingur djasspíanistans Jónas Sen skrifar 18. desember 2014 13:30 Hold "Lögin virka fyrst og fremst sem bakgrunnstónlist þegar maður vill hafa það huggulegt,“ segir Jónas Sen. Tónlist: Hold Árni Karlsson tríó Mold Music Árni Karlsson er framúrskarandi djasspíanóleikari. Hann spilar hér ásamt Þorgrími Jónssyni á kontrabassa og Scott McLemore á trommur. Píanóleikurinn er tær, glitrandi og öruggur. Tímasetningar eru hárnákvæmar, tónahlaupin eru jöfn og óheft, áslátturinn mjúkur og þægilegur áheyrnar. Sömu sögu er að segja um kontrabassaleikinn, sem er skemmtilega líflegur. Trommuleikurinn er líka akkúrat, hóflega afslappaður og svalur. Öll tónlistin er eftir Árna og hún er einnig útsett af honum. Stemningin er ljúf, samspil hljóðfæraraddanna er fínlega ofið. Þar er hvergi neinu ofaukið, samhljómurinn samsvarar sér prýðilega. Laglínurnar sjálfar eru þó ekki beint grípandi. Fátt í tónlistinni er virkilega heillandi. Tónlistin er alltaf armslengd í burtu. Lögin virka fyrst og fremst sem bakgrunnstónlist þegar maður vill hafa það huggulegt. Hún er ekkert að trana sér fram, æpir ekki á athygli. Það er því ekki hægt að segja að hún risti djúpt. En stundum er svoleiðis músík engu að síður alveg bráðnauðsynleg.Niðurstaða: Áheyrileg, nokkuð kuldaleg djasstónlist, en góð til síns brúks. Gagnrýni Menning Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Tónlist: Hold Árni Karlsson tríó Mold Music Árni Karlsson er framúrskarandi djasspíanóleikari. Hann spilar hér ásamt Þorgrími Jónssyni á kontrabassa og Scott McLemore á trommur. Píanóleikurinn er tær, glitrandi og öruggur. Tímasetningar eru hárnákvæmar, tónahlaupin eru jöfn og óheft, áslátturinn mjúkur og þægilegur áheyrnar. Sömu sögu er að segja um kontrabassaleikinn, sem er skemmtilega líflegur. Trommuleikurinn er líka akkúrat, hóflega afslappaður og svalur. Öll tónlistin er eftir Árna og hún er einnig útsett af honum. Stemningin er ljúf, samspil hljóðfæraraddanna er fínlega ofið. Þar er hvergi neinu ofaukið, samhljómurinn samsvarar sér prýðilega. Laglínurnar sjálfar eru þó ekki beint grípandi. Fátt í tónlistinni er virkilega heillandi. Tónlistin er alltaf armslengd í burtu. Lögin virka fyrst og fremst sem bakgrunnstónlist þegar maður vill hafa það huggulegt. Hún er ekkert að trana sér fram, æpir ekki á athygli. Það er því ekki hægt að segja að hún risti djúpt. En stundum er svoleiðis músík engu að síður alveg bráðnauðsynleg.Niðurstaða: Áheyrileg, nokkuð kuldaleg djasstónlist, en góð til síns brúks.
Gagnrýni Menning Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira