Minningin lifir Kolbrún Baldursdóttir skrifar 23. desember 2014 07:00 Minningar eru ótrúlega stór hluti af lífi okkar þegar við förum að hugsa um það. Sérhvern dag birtast ljóslifandi í huga okkar alls konar minningar, góðar, slæmar, bjartar, dimmar eða litlausar. Minningarnar varða atburði, okkur sjálf og annað fólk. Sumar valda tilfinningalegu uppnámi, kalla fram gleði, sorg eða eru allt að áhrifalausar. Ótal atriði í daglega lífi okkar geta kallað fram minningar. Oft nægir að við finnum lykt og yfir okkur hellast minningar um eitthvað sem þessi ákveðna lykt framkallar. Neikvæðar minningar geta án nokkurrar viðvörunar valdið uppþoti í huga okkar og tilfinningalegri óreiðu. Að sama skapi getur minning um eitthvað jákvætt laðað fram bros, jafnvel hlátur og kátínu. Hver hefur ekki einhvern tímann skellihlegið með sjálfum sér þegar skemmtileg minning skýtur upp kollinum? Minningar geta á einni svipstundu hrifið okkur brott, farið með okkur langt aftur í tímann þannig að við gleymum stund og stað. Minningar snúast allt eins um okkur sjálf eins og aðra eða einhverja atburði. Við munum hvernig við brugðumst við ólíku áreiti og hvernig við komum fram við vissar aðstæður. Það eru einmitt minningarnar um hegðun og framkomu sem mig langar að veita sérstaka athygli nú í þessari grein. Minningarnar um að hafa greitt götu einhvers, liðsinnt eða aðstoðað eru skemmtilegar minningar sem ylja. En öll eigum við sennilega líka einhverjar neikvæðar minningar um okkur sjálf, um að hafa gert eitthvað eða sagt sem við erum ekki stolt af eða myndum gjarnan viljað hafa gert öðruvísi. Ansans ári hvað þær minningar geta lifað jafnvel þótt við margsegjum okkur að það hafi ekkert upp á sig að dvelja í fortíðinni, henni verður ekki breytt og nú sé best að sleppa takinu og allt þar fram eftir götu Minningin um að hafa verið strítt eða lagður í einelti geta lifað lengi með einstaklingnum. En minningar um að hafa meitt einhvern eru ekki síður þrautseigar. Þetta vita þeir fagaðilar sem vinna við að hjálpa fólki að byggja upp sjálfsmynd og sjálfsöryggi eftir að hafa verið beitt ofbeldi af einhverju tagi þ.á.m. lagðir í einelti. Þegar unnið er með þolanda eineltis verðum við að fá hann til að trúa að það er hægt að líða betur. Þolandi eineltis má aldrei að missa vonina. Það er rétt að sárin gróa seint, örin jafnvel aldrei, en það eru til aðferðir sem styrkja sjálfsmyndina og milda höfnunartilfinninguna.Jákvæð staðarmenning Þegar við segjum að sárin gróa seint og örin jafnvel aldrei þá erum við að tala um að minningin um eineltið lifir. Eins og óþekktarormar hinir mestu, dúkka þessar sáru minningarnar upp oft við hið minnsta tilefni, stundum við einhverjar aðstæður/kringumstæður, þegar mætt er einhverjum aðila sem tengist tímabilinu eða þegar mætt er gerandanum á förnum vegi og gildir þá einu þótt liðin séu jafnvel 30-40 ár. Á svipstundu getur hin sára minning um eineltið og höfnunartilfinningu sem því fylgir komið upp í hugann. En minningar um að hafa meitt einhvern valda oft ekki síður usla í sál gerandans þótt langt sé jafnvel um liðið. Sektarkennd vegna þess að hafa vísvitandi meitt eða sært einhvern er ekki góður lífsförunautur. Stríðni og einelti fyrirfinnst víða þar sem börn eða fullorðnir koma saman en vissulega í mismiklum mæli. Sé staðarmenning jákvæð, má gera því skóna að færri mál af þessu tagi komi upp eða nái að þrífast. Þess vegna þarf forvarnarboltanum að vera haldið á lofti allt árið um kring. Kjarni hans er umræða og fræðsla um góða samskiptahætti. Krafan er sú að öllum ber að koma vel fram við aðra, hvernig svo sem þeim kann að líka við manneskjuna. Í umhverfi þar sem börn eru í námi, íþróttum eða æskulýðsstörfum verða hinir fullorðnu að vera vakandi og grípa strax inn verði einhverjar uppákomur í samskiptum eða atvik. Að öðrum kosti er hætta á að slíkt geti vaxið og orðið að stærra og umfangsmeira máli. Mest um vert er að allar stofnanir og fyrirtæki hafi skýrar verklagsreglur í eineltismálum sem eru aðgengilegar á heimasíðu. Til dæmis með hvaða hætti er hægt að tilkynna mál, hverjir taka við þeim og hvernig er úrvinnslunni háttað? Loðin og óljós viðbrögð og flókið og óreiðukennt ferli er ávísun á að mál af þessu tagi geti orðið að martröð sem lifir í minningunni jafnvel árum saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Minningar eru ótrúlega stór hluti af lífi okkar þegar við förum að hugsa um það. Sérhvern dag birtast ljóslifandi í huga okkar alls konar minningar, góðar, slæmar, bjartar, dimmar eða litlausar. Minningarnar varða atburði, okkur sjálf og annað fólk. Sumar valda tilfinningalegu uppnámi, kalla fram gleði, sorg eða eru allt að áhrifalausar. Ótal atriði í daglega lífi okkar geta kallað fram minningar. Oft nægir að við finnum lykt og yfir okkur hellast minningar um eitthvað sem þessi ákveðna lykt framkallar. Neikvæðar minningar geta án nokkurrar viðvörunar valdið uppþoti í huga okkar og tilfinningalegri óreiðu. Að sama skapi getur minning um eitthvað jákvætt laðað fram bros, jafnvel hlátur og kátínu. Hver hefur ekki einhvern tímann skellihlegið með sjálfum sér þegar skemmtileg minning skýtur upp kollinum? Minningar geta á einni svipstundu hrifið okkur brott, farið með okkur langt aftur í tímann þannig að við gleymum stund og stað. Minningar snúast allt eins um okkur sjálf eins og aðra eða einhverja atburði. Við munum hvernig við brugðumst við ólíku áreiti og hvernig við komum fram við vissar aðstæður. Það eru einmitt minningarnar um hegðun og framkomu sem mig langar að veita sérstaka athygli nú í þessari grein. Minningarnar um að hafa greitt götu einhvers, liðsinnt eða aðstoðað eru skemmtilegar minningar sem ylja. En öll eigum við sennilega líka einhverjar neikvæðar minningar um okkur sjálf, um að hafa gert eitthvað eða sagt sem við erum ekki stolt af eða myndum gjarnan viljað hafa gert öðruvísi. Ansans ári hvað þær minningar geta lifað jafnvel þótt við margsegjum okkur að það hafi ekkert upp á sig að dvelja í fortíðinni, henni verður ekki breytt og nú sé best að sleppa takinu og allt þar fram eftir götu Minningin um að hafa verið strítt eða lagður í einelti geta lifað lengi með einstaklingnum. En minningar um að hafa meitt einhvern eru ekki síður þrautseigar. Þetta vita þeir fagaðilar sem vinna við að hjálpa fólki að byggja upp sjálfsmynd og sjálfsöryggi eftir að hafa verið beitt ofbeldi af einhverju tagi þ.á.m. lagðir í einelti. Þegar unnið er með þolanda eineltis verðum við að fá hann til að trúa að það er hægt að líða betur. Þolandi eineltis má aldrei að missa vonina. Það er rétt að sárin gróa seint, örin jafnvel aldrei, en það eru til aðferðir sem styrkja sjálfsmyndina og milda höfnunartilfinninguna.Jákvæð staðarmenning Þegar við segjum að sárin gróa seint og örin jafnvel aldrei þá erum við að tala um að minningin um eineltið lifir. Eins og óþekktarormar hinir mestu, dúkka þessar sáru minningarnar upp oft við hið minnsta tilefni, stundum við einhverjar aðstæður/kringumstæður, þegar mætt er einhverjum aðila sem tengist tímabilinu eða þegar mætt er gerandanum á förnum vegi og gildir þá einu þótt liðin séu jafnvel 30-40 ár. Á svipstundu getur hin sára minning um eineltið og höfnunartilfinningu sem því fylgir komið upp í hugann. En minningar um að hafa meitt einhvern valda oft ekki síður usla í sál gerandans þótt langt sé jafnvel um liðið. Sektarkennd vegna þess að hafa vísvitandi meitt eða sært einhvern er ekki góður lífsförunautur. Stríðni og einelti fyrirfinnst víða þar sem börn eða fullorðnir koma saman en vissulega í mismiklum mæli. Sé staðarmenning jákvæð, má gera því skóna að færri mál af þessu tagi komi upp eða nái að þrífast. Þess vegna þarf forvarnarboltanum að vera haldið á lofti allt árið um kring. Kjarni hans er umræða og fræðsla um góða samskiptahætti. Krafan er sú að öllum ber að koma vel fram við aðra, hvernig svo sem þeim kann að líka við manneskjuna. Í umhverfi þar sem börn eru í námi, íþróttum eða æskulýðsstörfum verða hinir fullorðnu að vera vakandi og grípa strax inn verði einhverjar uppákomur í samskiptum eða atvik. Að öðrum kosti er hætta á að slíkt geti vaxið og orðið að stærra og umfangsmeira máli. Mest um vert er að allar stofnanir og fyrirtæki hafi skýrar verklagsreglur í eineltismálum sem eru aðgengilegar á heimasíðu. Til dæmis með hvaða hætti er hægt að tilkynna mál, hverjir taka við þeim og hvernig er úrvinnslunni háttað? Loðin og óljós viðbrögð og flókið og óreiðukennt ferli er ávísun á að mál af þessu tagi geti orðið að martröð sem lifir í minningunni jafnvel árum saman.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun