Minningin lifir Kolbrún Baldursdóttir skrifar 23. desember 2014 07:00 Minningar eru ótrúlega stór hluti af lífi okkar þegar við förum að hugsa um það. Sérhvern dag birtast ljóslifandi í huga okkar alls konar minningar, góðar, slæmar, bjartar, dimmar eða litlausar. Minningarnar varða atburði, okkur sjálf og annað fólk. Sumar valda tilfinningalegu uppnámi, kalla fram gleði, sorg eða eru allt að áhrifalausar. Ótal atriði í daglega lífi okkar geta kallað fram minningar. Oft nægir að við finnum lykt og yfir okkur hellast minningar um eitthvað sem þessi ákveðna lykt framkallar. Neikvæðar minningar geta án nokkurrar viðvörunar valdið uppþoti í huga okkar og tilfinningalegri óreiðu. Að sama skapi getur minning um eitthvað jákvætt laðað fram bros, jafnvel hlátur og kátínu. Hver hefur ekki einhvern tímann skellihlegið með sjálfum sér þegar skemmtileg minning skýtur upp kollinum? Minningar geta á einni svipstundu hrifið okkur brott, farið með okkur langt aftur í tímann þannig að við gleymum stund og stað. Minningar snúast allt eins um okkur sjálf eins og aðra eða einhverja atburði. Við munum hvernig við brugðumst við ólíku áreiti og hvernig við komum fram við vissar aðstæður. Það eru einmitt minningarnar um hegðun og framkomu sem mig langar að veita sérstaka athygli nú í þessari grein. Minningarnar um að hafa greitt götu einhvers, liðsinnt eða aðstoðað eru skemmtilegar minningar sem ylja. En öll eigum við sennilega líka einhverjar neikvæðar minningar um okkur sjálf, um að hafa gert eitthvað eða sagt sem við erum ekki stolt af eða myndum gjarnan viljað hafa gert öðruvísi. Ansans ári hvað þær minningar geta lifað jafnvel þótt við margsegjum okkur að það hafi ekkert upp á sig að dvelja í fortíðinni, henni verður ekki breytt og nú sé best að sleppa takinu og allt þar fram eftir götu Minningin um að hafa verið strítt eða lagður í einelti geta lifað lengi með einstaklingnum. En minningar um að hafa meitt einhvern eru ekki síður þrautseigar. Þetta vita þeir fagaðilar sem vinna við að hjálpa fólki að byggja upp sjálfsmynd og sjálfsöryggi eftir að hafa verið beitt ofbeldi af einhverju tagi þ.á.m. lagðir í einelti. Þegar unnið er með þolanda eineltis verðum við að fá hann til að trúa að það er hægt að líða betur. Þolandi eineltis má aldrei að missa vonina. Það er rétt að sárin gróa seint, örin jafnvel aldrei, en það eru til aðferðir sem styrkja sjálfsmyndina og milda höfnunartilfinninguna.Jákvæð staðarmenning Þegar við segjum að sárin gróa seint og örin jafnvel aldrei þá erum við að tala um að minningin um eineltið lifir. Eins og óþekktarormar hinir mestu, dúkka þessar sáru minningarnar upp oft við hið minnsta tilefni, stundum við einhverjar aðstæður/kringumstæður, þegar mætt er einhverjum aðila sem tengist tímabilinu eða þegar mætt er gerandanum á förnum vegi og gildir þá einu þótt liðin séu jafnvel 30-40 ár. Á svipstundu getur hin sára minning um eineltið og höfnunartilfinningu sem því fylgir komið upp í hugann. En minningar um að hafa meitt einhvern valda oft ekki síður usla í sál gerandans þótt langt sé jafnvel um liðið. Sektarkennd vegna þess að hafa vísvitandi meitt eða sært einhvern er ekki góður lífsförunautur. Stríðni og einelti fyrirfinnst víða þar sem börn eða fullorðnir koma saman en vissulega í mismiklum mæli. Sé staðarmenning jákvæð, má gera því skóna að færri mál af þessu tagi komi upp eða nái að þrífast. Þess vegna þarf forvarnarboltanum að vera haldið á lofti allt árið um kring. Kjarni hans er umræða og fræðsla um góða samskiptahætti. Krafan er sú að öllum ber að koma vel fram við aðra, hvernig svo sem þeim kann að líka við manneskjuna. Í umhverfi þar sem börn eru í námi, íþróttum eða æskulýðsstörfum verða hinir fullorðnu að vera vakandi og grípa strax inn verði einhverjar uppákomur í samskiptum eða atvik. Að öðrum kosti er hætta á að slíkt geti vaxið og orðið að stærra og umfangsmeira máli. Mest um vert er að allar stofnanir og fyrirtæki hafi skýrar verklagsreglur í eineltismálum sem eru aðgengilegar á heimasíðu. Til dæmis með hvaða hætti er hægt að tilkynna mál, hverjir taka við þeim og hvernig er úrvinnslunni háttað? Loðin og óljós viðbrögð og flókið og óreiðukennt ferli er ávísun á að mál af þessu tagi geti orðið að martröð sem lifir í minningunni jafnvel árum saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Minningar eru ótrúlega stór hluti af lífi okkar þegar við förum að hugsa um það. Sérhvern dag birtast ljóslifandi í huga okkar alls konar minningar, góðar, slæmar, bjartar, dimmar eða litlausar. Minningarnar varða atburði, okkur sjálf og annað fólk. Sumar valda tilfinningalegu uppnámi, kalla fram gleði, sorg eða eru allt að áhrifalausar. Ótal atriði í daglega lífi okkar geta kallað fram minningar. Oft nægir að við finnum lykt og yfir okkur hellast minningar um eitthvað sem þessi ákveðna lykt framkallar. Neikvæðar minningar geta án nokkurrar viðvörunar valdið uppþoti í huga okkar og tilfinningalegri óreiðu. Að sama skapi getur minning um eitthvað jákvætt laðað fram bros, jafnvel hlátur og kátínu. Hver hefur ekki einhvern tímann skellihlegið með sjálfum sér þegar skemmtileg minning skýtur upp kollinum? Minningar geta á einni svipstundu hrifið okkur brott, farið með okkur langt aftur í tímann þannig að við gleymum stund og stað. Minningar snúast allt eins um okkur sjálf eins og aðra eða einhverja atburði. Við munum hvernig við brugðumst við ólíku áreiti og hvernig við komum fram við vissar aðstæður. Það eru einmitt minningarnar um hegðun og framkomu sem mig langar að veita sérstaka athygli nú í þessari grein. Minningarnar um að hafa greitt götu einhvers, liðsinnt eða aðstoðað eru skemmtilegar minningar sem ylja. En öll eigum við sennilega líka einhverjar neikvæðar minningar um okkur sjálf, um að hafa gert eitthvað eða sagt sem við erum ekki stolt af eða myndum gjarnan viljað hafa gert öðruvísi. Ansans ári hvað þær minningar geta lifað jafnvel þótt við margsegjum okkur að það hafi ekkert upp á sig að dvelja í fortíðinni, henni verður ekki breytt og nú sé best að sleppa takinu og allt þar fram eftir götu Minningin um að hafa verið strítt eða lagður í einelti geta lifað lengi með einstaklingnum. En minningar um að hafa meitt einhvern eru ekki síður þrautseigar. Þetta vita þeir fagaðilar sem vinna við að hjálpa fólki að byggja upp sjálfsmynd og sjálfsöryggi eftir að hafa verið beitt ofbeldi af einhverju tagi þ.á.m. lagðir í einelti. Þegar unnið er með þolanda eineltis verðum við að fá hann til að trúa að það er hægt að líða betur. Þolandi eineltis má aldrei að missa vonina. Það er rétt að sárin gróa seint, örin jafnvel aldrei, en það eru til aðferðir sem styrkja sjálfsmyndina og milda höfnunartilfinninguna.Jákvæð staðarmenning Þegar við segjum að sárin gróa seint og örin jafnvel aldrei þá erum við að tala um að minningin um eineltið lifir. Eins og óþekktarormar hinir mestu, dúkka þessar sáru minningarnar upp oft við hið minnsta tilefni, stundum við einhverjar aðstæður/kringumstæður, þegar mætt er einhverjum aðila sem tengist tímabilinu eða þegar mætt er gerandanum á förnum vegi og gildir þá einu þótt liðin séu jafnvel 30-40 ár. Á svipstundu getur hin sára minning um eineltið og höfnunartilfinningu sem því fylgir komið upp í hugann. En minningar um að hafa meitt einhvern valda oft ekki síður usla í sál gerandans þótt langt sé jafnvel um liðið. Sektarkennd vegna þess að hafa vísvitandi meitt eða sært einhvern er ekki góður lífsförunautur. Stríðni og einelti fyrirfinnst víða þar sem börn eða fullorðnir koma saman en vissulega í mismiklum mæli. Sé staðarmenning jákvæð, má gera því skóna að færri mál af þessu tagi komi upp eða nái að þrífast. Þess vegna þarf forvarnarboltanum að vera haldið á lofti allt árið um kring. Kjarni hans er umræða og fræðsla um góða samskiptahætti. Krafan er sú að öllum ber að koma vel fram við aðra, hvernig svo sem þeim kann að líka við manneskjuna. Í umhverfi þar sem börn eru í námi, íþróttum eða æskulýðsstörfum verða hinir fullorðnu að vera vakandi og grípa strax inn verði einhverjar uppákomur í samskiptum eða atvik. Að öðrum kosti er hætta á að slíkt geti vaxið og orðið að stærra og umfangsmeira máli. Mest um vert er að allar stofnanir og fyrirtæki hafi skýrar verklagsreglur í eineltismálum sem eru aðgengilegar á heimasíðu. Til dæmis með hvaða hætti er hægt að tilkynna mál, hverjir taka við þeim og hvernig er úrvinnslunni háttað? Loðin og óljós viðbrögð og flókið og óreiðukennt ferli er ávísun á að mál af þessu tagi geti orðið að martröð sem lifir í minningunni jafnvel árum saman.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun