Leika Míó og JúmJúm Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 29. desember 2014 10:30 Þeir Theodór og Ágúst Beinteinn kynntust fyrst í leikritinu Óvitunum. Nú munu þeir leika bestu vini í útvarpinu. Þeir Ágúst Beinteinn Árnason og Theodór Pálsson voru valdir í aðalhlutverk í útvarpsleikritið Elsku Míó minn eftir leikprufur. Leikritið verður tekið upp á næstu vikum og sent út í þremur þáttum um páskana. Ágúst Beinteinn leikur Míó og Theodór vin hans JúmJúm.Hvað þurftuð þið að gera í leikprufunum, strákar?Ágúst: „Við fengum textabrot sem við áttum að fara yfir heima og lesa upphátt.Theodór: „Ég fékk mjög spennandi texta.“Hafið þið leikið áður?Ágúst: „Ég hef talsett teiknimyndir og tekið þátt í leikritum hjá Sönglist, Þjóðleikhúsinu og í Borgarleikhúsinu. Við Teddi vorum einmitt að leika saman í Óvitunum!“ (gefur honum fimmu!)Theodór: „Já, ég talaði líka fyrir lögregluhundinn Kappa í teiknimyndaseríunni Hvolpasveitinni hjá Stúdíó Sýrlandi, lék í grínþættinum Drekasvæðinu sem verður sýnt í vetur á RÚV og í nokkrum skólaleikritum.“Hvað þarf til að vera góður að leika í útvarpi?Ágúst: „Maður þarf að tala skýrt og eðlilega og lifa sig inn í karakterinn.“Theodór: „Einmitt. Leggja 100% á sig, hlusta og hafa tilfinningu fyrir textanum þannig að allt verði eins og í alvörunni.“Þurfið þið að mæta á margar æfingar?Ágúst: „Nei, við eigum að læra mest allt heima fyrir, svo verður samlestur með öllum og að lokum upptökur í janúar.“Getið þið lýst sögunni um Míó í fáum orðum?Ágúst: „Sagan fjallar um Búa Vilhelm Olsson sem býr hjá fósturforeldrum sínum Erlu og Sigsteini. Búa, eða Bússa, eins og hann er kallaður, finnst þau koma illa fram við sig. Undarlegir hlutir gerast í lífi Búa og allt í einu er hann staddur í Landinu í fjarskanum og hann heitir ekki lengur Búi heldur Míó!“Theodór: „Þá hittir hann JúmJúm, þeir verða vinir og lenda í spennandi ævintýrum.“Hvað er það skemmtilegasta sem þið gerið sem Ágúst og Theodór?Theodór: „Mér finnst gaman að dansa, syngja, leika, gera leikmuni og skrifa handrit. Ég hef búið til margar stuttmyndir með vinum mínum. Svo hef ég líka gaman af að vera á hjólabretti, snjóbretti og skíðum.“Ágúst: „Rappa, leika og spila körfubolta. Ég hef verið að fikra mig áfram í rappi og um daginn gaf ég út mitt fyrsta rappmyndband sem hefur fengið gríðarlega góð viðbrögð!“Hvað langar ykkur að verða þegar þið verðið stórir?Ágúst: „Leikari, rappari eða lögfræðingur. Ég lifi fyrir fjölbreytni!“Theodór: „Leikari, ekki spurning!“ Krakkar Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Sjá meira
Þeir Ágúst Beinteinn Árnason og Theodór Pálsson voru valdir í aðalhlutverk í útvarpsleikritið Elsku Míó minn eftir leikprufur. Leikritið verður tekið upp á næstu vikum og sent út í þremur þáttum um páskana. Ágúst Beinteinn leikur Míó og Theodór vin hans JúmJúm.Hvað þurftuð þið að gera í leikprufunum, strákar?Ágúst: „Við fengum textabrot sem við áttum að fara yfir heima og lesa upphátt.Theodór: „Ég fékk mjög spennandi texta.“Hafið þið leikið áður?Ágúst: „Ég hef talsett teiknimyndir og tekið þátt í leikritum hjá Sönglist, Þjóðleikhúsinu og í Borgarleikhúsinu. Við Teddi vorum einmitt að leika saman í Óvitunum!“ (gefur honum fimmu!)Theodór: „Já, ég talaði líka fyrir lögregluhundinn Kappa í teiknimyndaseríunni Hvolpasveitinni hjá Stúdíó Sýrlandi, lék í grínþættinum Drekasvæðinu sem verður sýnt í vetur á RÚV og í nokkrum skólaleikritum.“Hvað þarf til að vera góður að leika í útvarpi?Ágúst: „Maður þarf að tala skýrt og eðlilega og lifa sig inn í karakterinn.“Theodór: „Einmitt. Leggja 100% á sig, hlusta og hafa tilfinningu fyrir textanum þannig að allt verði eins og í alvörunni.“Þurfið þið að mæta á margar æfingar?Ágúst: „Nei, við eigum að læra mest allt heima fyrir, svo verður samlestur með öllum og að lokum upptökur í janúar.“Getið þið lýst sögunni um Míó í fáum orðum?Ágúst: „Sagan fjallar um Búa Vilhelm Olsson sem býr hjá fósturforeldrum sínum Erlu og Sigsteini. Búa, eða Bússa, eins og hann er kallaður, finnst þau koma illa fram við sig. Undarlegir hlutir gerast í lífi Búa og allt í einu er hann staddur í Landinu í fjarskanum og hann heitir ekki lengur Búi heldur Míó!“Theodór: „Þá hittir hann JúmJúm, þeir verða vinir og lenda í spennandi ævintýrum.“Hvað er það skemmtilegasta sem þið gerið sem Ágúst og Theodór?Theodór: „Mér finnst gaman að dansa, syngja, leika, gera leikmuni og skrifa handrit. Ég hef búið til margar stuttmyndir með vinum mínum. Svo hef ég líka gaman af að vera á hjólabretti, snjóbretti og skíðum.“Ágúst: „Rappa, leika og spila körfubolta. Ég hef verið að fikra mig áfram í rappi og um daginn gaf ég út mitt fyrsta rappmyndband sem hefur fengið gríðarlega góð viðbrögð!“Hvað langar ykkur að verða þegar þið verðið stórir?Ágúst: „Leikari, rappari eða lögfræðingur. Ég lifi fyrir fjölbreytni!“Theodór: „Leikari, ekki spurning!“
Krakkar Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Sjá meira