Skæruliðasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið hafa myrt um 2.000 manns í Sýrlandi undanfarið hálft ár. Þetta kemur fram í tölum frá Sýrlensku mannréttindavaktinni.
Af þeim sem hafa fallið í valinn eru ríflega hundrað fyrrverandi liðsmenn samtakanna sem vildu yfirgefa þau. Meirihluti hinna voru almennir borgarar en hluti voru sýrlenskir hermenn.
Íslamska ríkið hefur náð nokkrum ítökum í Sýrlandi og Írak. Staðfestar tölur um mannfall á árinu í Írak liggja ekki fyrir.
Liðhlaupar og almennir borgarar myrtir
Jóhann Óli Eiðsson skrifar
