Allt á réttri leið Björn Teitsson skrifar 31. desember 2014 11:30 Tónlist Coolboy Oyama 12 Tónar Það var virkilega spennandi á sínum tíma þegar heyrðist af tilvist Oyama, íslenskrar hljómsveitar sem spilaði skóglápstónlist (e. shoegaze). Þær hafa nefnilega ekki verið margar sveitirnar sem hafa fetað þessa vandasömu braut effekta og marglaga hljóðmúraðrar gítarsúpu; allt saman keyrt áfram af þéttri bassalínu og taktföstum trommuleik. Oyama tók slaginn og gaf út frumburð sinn í fyrra, stuttskífuna I Wanna, en Coolboy, sem kom út á haustmánuðum 2014, er þeirra fyrsta breiðskífa. Nokkuð var rætt um Oyama á árinu þegar lögin sem líta dagsins ljós á Coolboy voru frumflutt á tónleikum – jafnvel talað um að hljómsveitin hefði breytt algerlega um hljóðheim frá fyrra verki – sem er líklega ofmat, sem betur fer. Réttara væri að segja að Oyama er enn á sömu braut skóglápsins en þéttari… betri. Að sækja sér áhrif til sveita eins og My Bloody Valentine, Ride eða Slowdive er hægara sagt en gert og nauðsynlegt að vanda til verka. Upptökustjóri plötunnar, hinn góðkunni gítarleikari Pétur Ben, vinnur mikið afrek á plötunni og greinilegt að framlag hans hefur skipt miklu máli í að fullkomna hljóðheim plötunnar en hann er, tja… mjög pró. Það verður einfaldlega að viðurkennast. Þar er ekki síður mikilvægt framlag Júlíu Hermannsdóttur og Úlfs Alexanders Einarssonar, einhvers konar Rachel Goswell og Neil Halstead Íslands, sem syngja og radda (með góðri aðstoð effekta) fullkomlega til að búa til sveimkennda þoku sem svífur yfir öllu saman. Bergur Thomas Andersen fær einnig hrós fyrir að gersamlega negla hlutverk bassaleikara skóglápssveitar.Erfitt er að velja bestu lög plötunnar sem er í heild mjög jöfn. Þó eru „The Cat Has Thirst“, „Siblings“ og „Another Day“ slagarar sem slíkir, þá sérstaklega melódísk gítarsúpa undir lok síðastnefnda lagsins sem hreinlega öskrar á tónleikaheimsókn, loka augunum og hreyfa sig í slow-motion – í sömu fótsporunum, eins og árið væri 1992.Niðurstaða: Eina skóglápshljómsveit Íslands stendur undir nafni og hefur greinilega tekið miklum framförum á skömmum tíma. Gagnrýni Menning Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist Coolboy Oyama 12 Tónar Það var virkilega spennandi á sínum tíma þegar heyrðist af tilvist Oyama, íslenskrar hljómsveitar sem spilaði skóglápstónlist (e. shoegaze). Þær hafa nefnilega ekki verið margar sveitirnar sem hafa fetað þessa vandasömu braut effekta og marglaga hljóðmúraðrar gítarsúpu; allt saman keyrt áfram af þéttri bassalínu og taktföstum trommuleik. Oyama tók slaginn og gaf út frumburð sinn í fyrra, stuttskífuna I Wanna, en Coolboy, sem kom út á haustmánuðum 2014, er þeirra fyrsta breiðskífa. Nokkuð var rætt um Oyama á árinu þegar lögin sem líta dagsins ljós á Coolboy voru frumflutt á tónleikum – jafnvel talað um að hljómsveitin hefði breytt algerlega um hljóðheim frá fyrra verki – sem er líklega ofmat, sem betur fer. Réttara væri að segja að Oyama er enn á sömu braut skóglápsins en þéttari… betri. Að sækja sér áhrif til sveita eins og My Bloody Valentine, Ride eða Slowdive er hægara sagt en gert og nauðsynlegt að vanda til verka. Upptökustjóri plötunnar, hinn góðkunni gítarleikari Pétur Ben, vinnur mikið afrek á plötunni og greinilegt að framlag hans hefur skipt miklu máli í að fullkomna hljóðheim plötunnar en hann er, tja… mjög pró. Það verður einfaldlega að viðurkennast. Þar er ekki síður mikilvægt framlag Júlíu Hermannsdóttur og Úlfs Alexanders Einarssonar, einhvers konar Rachel Goswell og Neil Halstead Íslands, sem syngja og radda (með góðri aðstoð effekta) fullkomlega til að búa til sveimkennda þoku sem svífur yfir öllu saman. Bergur Thomas Andersen fær einnig hrós fyrir að gersamlega negla hlutverk bassaleikara skóglápssveitar.Erfitt er að velja bestu lög plötunnar sem er í heild mjög jöfn. Þó eru „The Cat Has Thirst“, „Siblings“ og „Another Day“ slagarar sem slíkir, þá sérstaklega melódísk gítarsúpa undir lok síðastnefnda lagsins sem hreinlega öskrar á tónleikaheimsókn, loka augunum og hreyfa sig í slow-motion – í sömu fótsporunum, eins og árið væri 1992.Niðurstaða: Eina skóglápshljómsveit Íslands stendur undir nafni og hefur greinilega tekið miklum framförum á skömmum tíma.
Gagnrýni Menning Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira