Glötuð tækifæri mælast illa Óli Kristján Ármannsson skrifar 29. janúar 2014 09:15 Krónan innan múra. Samsett mynd Í atvinnulífinu má greina vaxandi áhyggjur af skaðsemi gjaldeyrishafta. Innan úr orkuiðnaði heyrist að innan tíðar verði öll starfsemi sem fara á fram utan landsteinanna komin í erlend félög og sama þróun virðist eiga sér stað í öðrum þekkingariðnaði. Rætt hefur verið um hættuna á eignabólu og ljóst að viðvarandi höft koma til með að skerða ávöxtun á lífeyrissparnaði landsmanna. Útrásarmöguleikar fyrirtækja eru verulega skertir og hlutabréfamarkaður gagnast ekki nema að hluta. Þrátt fyrir allar þessar áhyggjur er erfitt að sýna svart á hvítu fram á skaðsemi haftanna, talið í krónum og aurum. „Lönd aðlagast höftum alveg merkilega vel,“ segir Friðrik Már Baldursson, prófessor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Því sé flóknara en að segja það að ætla að áætla kostnað af viðvarandi gjaldeyrishöftum. „Í rannsóknum hafa verið gerðar miklar tilraunir til að mæla kostnað af gjaldeyrishöftum og takmörkunum á fjármagnsflæði og fjárfestingum. Og það hefur ekki reynst auðvelt að finna einhvern kostnað.“ Rannsóknirnar segir hann að hafi að vísu mestanpart beinst að þróunarlöndum, en svo hafi komið fram greinar þar sem niðurstöðurnar séu í þá átt að áhrif hafta séu neikvæð.Friðrik Már BaldurssonFréttablaðið/GVAMálið hvorki klippt né skorið „Málið er hins vegar oft sett fram í almennri umræðu á þann hátt að neikvæðar afleiðingar hafta séu alveg borðleggjandi, en þær eru það ekki, ef maður á að vera alveg heiðarlegur.“ Friðrik segir hins vegar vitanlega óskemmtilegt að vera undir höftum, enda brjóti þau til dæmis í bága við ákvæði sem landið hefur undirgengist í sambandi við Evrópska efnahagssvæðið og þar fram eftir götum. „En þróunin hér held ég samt að sýni það að vissu leyti að hægt er að búa til einhver kerfi þar sem eru lögmætar hjáleiðir frá höftum.” Friðrik Már segir hins vegar vel mega vera að kostnaður fyrir þróað ríki eins og Ísland sé meiri en fyrir þau lönd sem oftast er horft til þegar áhrif gjaldeyrishafta eru metin. „Oft á tíðum er bara verið að hugsa um höft á innflæði, beinar fjárfestingar og svo framvegis. Hér er þetta kannski öðruvísi og sér í lagi gagnvart alþjóðlegum fyrirtækjum eins og Össuri og öðrum sem kvarta sáran undan höftunum, þrátt fyrir hjáleiðir sem eru til staðar.“ Málið segir Friðrik því ekki eins klippt og skorið og margur vilji vera láta. Við bætist svo margvíslegur kostnaður sem erfitt sé að mæla. „Það er erfitt að mæla kostnað við hluti á borð við spillingu, án þess að ég vilji gera því skóna að við þjáumst mikið af henni,“ segir hann þótt spilling embættismanna kunni að vera fyrirferðarmeira vandamál í öðrum löndum sem horft hefur verið til. „Ég hef enga trú á að það sé stórt mál hér.“ Að auki fari svo óskapleg orka í að finna leiðir til að komast í kring um gjaldeyrishöftin. „Hagnaðarmöguleikar í kring um bilið milli opinbers og óopinbers gengis bjóða upp á að menn láti reyna á höftin.“ Friðrik áréttar að hann sé langt í frá einhver talsmaður hafta eða áhugamaður um áframhaldandi höft. „Ég er ekki hrifnari af þeim en nokkur annar. En fræðin hafa átt í vandræðum með að sýna fram á kostnaðinn við þau.“Í fyrri umfjöllun um gjaldeyrishöft hefur þó verið sýnt fram á dæmi þar sem skatttekjur glatast. Til dæmis hafi erlent fyrirtæki mögulega áður getað fært fé úr íslensku útibúi, en það sé ekki hægt í umhverfi hafta. Í staðinn flytji félagið tekjur af fjárfestingum sínum beint úr landi og greiði af þeim skatt erlendis. Þá hefur verið bent á þá þróun hjá sprotafyrirtækjum í hugbúnaðariðnaði að þau færi sig fremur úr landi með einhverjum hætti. Sömu sögu segir viðmælandi blaðsins í orkugeiranum sem kýs að láta nafns síns ekki getið. Viðbúið sé að í áframhaldandi höftum verði öll jarðvarmaverkefni í útlöndum í erlendum félögum. Fyrirtæki og sjóðir sem annars hefði verið hægt að fá til samstarfs um verkefni kæri sig ekki um að hætta fé sínu inn fyrir gjaldeyrishöft. Undanþágur séu veittar til árs í senn og því skorti allan fyrirsjáanleika og fjárfestingin verði ótryggari fyrir vikið.Svana Helen BjörnsdóttirFréttablaðið/StefánVöxturinn þarf að koma frá þekkingariðnaðinumSvana Helen Björnsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, heyrir slíkar áhyggjuraddir úr röðum sinna félagsmanna. „Ef við hefðum ekki höft þá væri Ísland trúverðugra og rekstrarskilyrði hér skiljanlegri fyrir erlenda aðila og þeir viljugri til að koma hingað til samstarfs.“ Þetta segist Svana Helen heyra frá forsvarsmönnum fyrirtækja sem leitað hafi slíks samstarfs. „Kröfur fjárfesta eru mjög oft þær að starfsemin verði byggð upp utan Íslands. Þeir treysta ekki rekstrarumhverfinu hér. Að sjálfsögðu hamlar þetta vexti íslenskra fyrirtækja,“ segir hún. Erfitt sé hins vegar að sýna fram á fórnarkostnaðinn, enda felist hann í tækifærum sem ekki hafi náðst að nýta. „En sá fórnarkostnaður vill algjörlega gleymast, öll töpuðu tækifærin og það sem hefði getað orðið ef allt hefði verið í lagi.“ Svana Helen telur að vænlegasta leiðin til að aflétta höftum sé að taka upp viðræður við Evrópusambandið, en viljaleysi stjórnvalda til að taka á vandamálinu endurspeglist í viðræðuslitum við sambandið. „Ef teknar yrðu upp viðræður við ESB og þá sem við skuldum og lausna leitað í raun, þá væri kannski hægt að finna leiðir og lausnir til að aflétta höftum í áföngum.“Frosti ÓlafssonFréttablaðið/ValliFrosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, segir að sérstök áhersla verði lögð á gjaldeyrishöftin í störfum og umfjöllun ráðsins í ár. Til dæmis sé í undirbúningi fundur þar sem sérstaklega verði horft til áhrifa viðvarandi hafta á starfsemi lífeyrissjóðanna. „Ég held að menn séu sammála um að verið sé að byggja upp óþarflega mikla þolinmæði gagnvart höftunum,“ segir Frosti. Höftin snerti ekki hinn almenna borgara með nægilega beinum hætti til að almennur þrýstingur verði til á afnám haftanna. „Og á sama tíma er umræðan oft á tíðum dálítið almenn og fræðileg, sem leiðir til þess að menn átta sig ekki nógu vel á raunverulegri skaðsemi haftanna og í hversu ríkum mæli þau vega að framtíðarlífskjörum á Íslandi.“ Skaðsemi haftanna segir Frosti hægt að útlista á tiltölulega einfaldan máta. „Hagkerfið vex nokkurn veginn í samhengi við útflutning. Hann er forsenda þess að hagkerfið vaxi á sjálfbæran máta,“ segir hann. Landið búi vissulega að öflugum útflutningsgreinum, en til þess að ekki sé gengið of harkalega á náttúruauðlindir landsins þá sé þeim vexti takmörk sett. „Og í því samhengi hlýtur vöxturinn á útflutningi í auknum mæli að þurfa að koma frá þekkingariðnaði og þeim fyrirtækjum sem ekki byggja með beinum hætti á auðlindum.“ Um leið bendir Frosti á að fyrirtækin sem standa eiga undir aukningu útflutnings séu þau sem fyrir mestum skaða verði vegna haftanna. „Og ég leyfi mér að fullyrða að ef höftin verða hér áfram eftir tíu ár eða tuttugu þá verður starfsemi þessara fyrirtækja í algjöru lágmarki hér á Íslandi.“HaftakrónaSamsett myndÞolinmæði skiptir höfuðmáli Í grein sem hagfræðiprófessorarnir Friðrik Már Baldursson og Richard Portes skrifuðu um gjaldeyrishöftin undir lok síðasta árs segja þeir Ísland standa frammi fyrir erfiðu, en ekki óyfirstíganlegu, vandamáli við að gera upp bú föllnu bankanna og aflétta gjaldeyrishöftunum. „Mikið er undir. Mikilvægt er, fyrir sakir efnahagslegrar farsældar landsins í framtíðinni, að aflétta á endanum gjaldeyrishöftum. Þetta verður hins vegar að gera án þess að ógna fjármálastöðugleika og getu landsins til að standa undir skuldum sínum. Jafnvel þótt höftin séu skaðleg, þá er ávinningurinn af því að aflétta þeim líklegur til að vera mun minni en kostnaðurinn í kjölfar snemmbærrar afléttingar skorða á flæði fjármagns úr landi,“ segja þeir, bæði í grein sem birtist í Capital Markets Law Journal í byrjun þessa árs og í grein sem birtist á vef VOX í nóvember í fyrra. Hagfræðingarnir segja að þótt dæmi finnist um að ný gjaldeyrishöft hafi skaðleg áhrif í því að skerða hagvöxt þá sé þau áhrif síður að finna á Íslandi strax í kjölfar kreppu, um leið og auðvelt sé að sjá fyrir hversu skaðlegt væri að fella niður höftin án þess að taka á fyrirliggjandi vandamálum. „Af því leiðir að af Íslands hálfu er þolinmæði óhemjumikilvæg.“Fréttablaðið/ValliUm skaðsemi haftanna Undir lok árs 2011 gaf Viðskiptaráð Íslands út skýrslu um kostnað og efnahagsleg áhrif við gjaldeyrishöft. Ráðið varaði á þeim tíma við ákveðnu andvaraleysi sem virtist ríkja gagnvart höftunum og taldi umræðu um þau og skaðsemi þeirra ekki rista nægilega djúpt. Nú, að rúmum tveimur árum liðnum, er staða mála að mestu óbreytt. Í formála skýrslunnar er bent á áhrif á almenning, hvernig framvísa þurfi farseðlum til að fá takmarkaðan ferðagjaldeyri og hvernig fylgst sé með erlendum kreditkortafærslum fólks og fyrirtækja. Þá er bent á að auk beinna áhrifa á fólk og fyrirtæki hafi höft önnur víðtæk áhrif á framgang hagkerfisins. Þar eru höftin sögð:•Draga úr fýsileika Íslands sem fjárfestingarkosts fyrir erlenda aðila•Gera fjármálafyrirtækjum erfitt fyrirað þjónusta innlend fyrirtæki í alþjóðlegri starfsemi•Draga úr aðhaldi við fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja og einstaklinga, þ.e. að ferlið gangi sem hraðast fyrir sig•Takmarka verulega virkni hlutabréfamarkaðar•Hvetja innlend fyrirtæki og frumkvöðla til vaxtar erlendis og letja til aukinna umsvifa hérlendis•Skapa hvata til að sniðganga hagkerfiðþegar kemur að nýju fjármagni og draga þar með m.a. úr skattheimtu ríkissjóðs•Veita Seðlabankanum færi á að hafa áhrif á umsvif fyrirtækja og heimildir til söfnunar viðamikilla persónuupplýsinga•Skapa hættu á eignabóluvegna takmarkaðra fjárfestingakosta sem af höftunum leiðir, en þær takmarkanir draga jafnframt úr eðlilegri áhættudreifingu t.a.m. lífeyrissjóðanna•Valda almennri tortryggni í garð Seðlabankans vegna framkvæmdar haftanna•Hafa neikvæð áhrif á lánshæfismat íslenska ríkisins•Skerða samkeppnishæfni Íslandssamanborið við helstu samanburðarlönd•Veita stjórnvöldum rými til viðamikillar skattlagningarsem annars hefði ekki verið möguleg•Skapa ákveðinn iðnaðsem byggir alfarið á tilvist haftanna, er ekki sjálfbær til lengri tíma og í felst sóun á kröftum íslenskra fjölskyldna og fyrirtækja. „Það er því engum vafa undirorpið að höftin skerða almennt viðskiptafrelsi, sem hefur verið eitt af leiðarljósum Viðskiptaráðs í 95 ár og valda heimilum, atvinnulífi og hagkerfi búsifjum,“ segir í ríflega tveggja ára gamalli skýrslu Viðskiptaráðs. Tengdar fréttir Undanþágur kosta fyrirtæki og Seðlabanka 1,5 milljarða Áætla má beinan kostnað vegna beiðna fyrirækja um undanþágur frá höftum. Frá og með 2009 hafa um 3.700 fyrirtæki sótt um undanþágu. Erfitt er að setja mælistiku á kostnað þjóðfélagsins við viðvarandi gjaldeyrishöft. 29. janúar 2014 07:00 Mest lesið Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Sjá meira
Í atvinnulífinu má greina vaxandi áhyggjur af skaðsemi gjaldeyrishafta. Innan úr orkuiðnaði heyrist að innan tíðar verði öll starfsemi sem fara á fram utan landsteinanna komin í erlend félög og sama þróun virðist eiga sér stað í öðrum þekkingariðnaði. Rætt hefur verið um hættuna á eignabólu og ljóst að viðvarandi höft koma til með að skerða ávöxtun á lífeyrissparnaði landsmanna. Útrásarmöguleikar fyrirtækja eru verulega skertir og hlutabréfamarkaður gagnast ekki nema að hluta. Þrátt fyrir allar þessar áhyggjur er erfitt að sýna svart á hvítu fram á skaðsemi haftanna, talið í krónum og aurum. „Lönd aðlagast höftum alveg merkilega vel,“ segir Friðrik Már Baldursson, prófessor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Því sé flóknara en að segja það að ætla að áætla kostnað af viðvarandi gjaldeyrishöftum. „Í rannsóknum hafa verið gerðar miklar tilraunir til að mæla kostnað af gjaldeyrishöftum og takmörkunum á fjármagnsflæði og fjárfestingum. Og það hefur ekki reynst auðvelt að finna einhvern kostnað.“ Rannsóknirnar segir hann að hafi að vísu mestanpart beinst að þróunarlöndum, en svo hafi komið fram greinar þar sem niðurstöðurnar séu í þá átt að áhrif hafta séu neikvæð.Friðrik Már BaldurssonFréttablaðið/GVAMálið hvorki klippt né skorið „Málið er hins vegar oft sett fram í almennri umræðu á þann hátt að neikvæðar afleiðingar hafta séu alveg borðleggjandi, en þær eru það ekki, ef maður á að vera alveg heiðarlegur.“ Friðrik segir hins vegar vitanlega óskemmtilegt að vera undir höftum, enda brjóti þau til dæmis í bága við ákvæði sem landið hefur undirgengist í sambandi við Evrópska efnahagssvæðið og þar fram eftir götum. „En þróunin hér held ég samt að sýni það að vissu leyti að hægt er að búa til einhver kerfi þar sem eru lögmætar hjáleiðir frá höftum.” Friðrik Már segir hins vegar vel mega vera að kostnaður fyrir þróað ríki eins og Ísland sé meiri en fyrir þau lönd sem oftast er horft til þegar áhrif gjaldeyrishafta eru metin. „Oft á tíðum er bara verið að hugsa um höft á innflæði, beinar fjárfestingar og svo framvegis. Hér er þetta kannski öðruvísi og sér í lagi gagnvart alþjóðlegum fyrirtækjum eins og Össuri og öðrum sem kvarta sáran undan höftunum, þrátt fyrir hjáleiðir sem eru til staðar.“ Málið segir Friðrik því ekki eins klippt og skorið og margur vilji vera láta. Við bætist svo margvíslegur kostnaður sem erfitt sé að mæla. „Það er erfitt að mæla kostnað við hluti á borð við spillingu, án þess að ég vilji gera því skóna að við þjáumst mikið af henni,“ segir hann þótt spilling embættismanna kunni að vera fyrirferðarmeira vandamál í öðrum löndum sem horft hefur verið til. „Ég hef enga trú á að það sé stórt mál hér.“ Að auki fari svo óskapleg orka í að finna leiðir til að komast í kring um gjaldeyrishöftin. „Hagnaðarmöguleikar í kring um bilið milli opinbers og óopinbers gengis bjóða upp á að menn láti reyna á höftin.“ Friðrik áréttar að hann sé langt í frá einhver talsmaður hafta eða áhugamaður um áframhaldandi höft. „Ég er ekki hrifnari af þeim en nokkur annar. En fræðin hafa átt í vandræðum með að sýna fram á kostnaðinn við þau.“Í fyrri umfjöllun um gjaldeyrishöft hefur þó verið sýnt fram á dæmi þar sem skatttekjur glatast. Til dæmis hafi erlent fyrirtæki mögulega áður getað fært fé úr íslensku útibúi, en það sé ekki hægt í umhverfi hafta. Í staðinn flytji félagið tekjur af fjárfestingum sínum beint úr landi og greiði af þeim skatt erlendis. Þá hefur verið bent á þá þróun hjá sprotafyrirtækjum í hugbúnaðariðnaði að þau færi sig fremur úr landi með einhverjum hætti. Sömu sögu segir viðmælandi blaðsins í orkugeiranum sem kýs að láta nafns síns ekki getið. Viðbúið sé að í áframhaldandi höftum verði öll jarðvarmaverkefni í útlöndum í erlendum félögum. Fyrirtæki og sjóðir sem annars hefði verið hægt að fá til samstarfs um verkefni kæri sig ekki um að hætta fé sínu inn fyrir gjaldeyrishöft. Undanþágur séu veittar til árs í senn og því skorti allan fyrirsjáanleika og fjárfestingin verði ótryggari fyrir vikið.Svana Helen BjörnsdóttirFréttablaðið/StefánVöxturinn þarf að koma frá þekkingariðnaðinumSvana Helen Björnsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, heyrir slíkar áhyggjuraddir úr röðum sinna félagsmanna. „Ef við hefðum ekki höft þá væri Ísland trúverðugra og rekstrarskilyrði hér skiljanlegri fyrir erlenda aðila og þeir viljugri til að koma hingað til samstarfs.“ Þetta segist Svana Helen heyra frá forsvarsmönnum fyrirtækja sem leitað hafi slíks samstarfs. „Kröfur fjárfesta eru mjög oft þær að starfsemin verði byggð upp utan Íslands. Þeir treysta ekki rekstrarumhverfinu hér. Að sjálfsögðu hamlar þetta vexti íslenskra fyrirtækja,“ segir hún. Erfitt sé hins vegar að sýna fram á fórnarkostnaðinn, enda felist hann í tækifærum sem ekki hafi náðst að nýta. „En sá fórnarkostnaður vill algjörlega gleymast, öll töpuðu tækifærin og það sem hefði getað orðið ef allt hefði verið í lagi.“ Svana Helen telur að vænlegasta leiðin til að aflétta höftum sé að taka upp viðræður við Evrópusambandið, en viljaleysi stjórnvalda til að taka á vandamálinu endurspeglist í viðræðuslitum við sambandið. „Ef teknar yrðu upp viðræður við ESB og þá sem við skuldum og lausna leitað í raun, þá væri kannski hægt að finna leiðir og lausnir til að aflétta höftum í áföngum.“Frosti ÓlafssonFréttablaðið/ValliFrosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, segir að sérstök áhersla verði lögð á gjaldeyrishöftin í störfum og umfjöllun ráðsins í ár. Til dæmis sé í undirbúningi fundur þar sem sérstaklega verði horft til áhrifa viðvarandi hafta á starfsemi lífeyrissjóðanna. „Ég held að menn séu sammála um að verið sé að byggja upp óþarflega mikla þolinmæði gagnvart höftunum,“ segir Frosti. Höftin snerti ekki hinn almenna borgara með nægilega beinum hætti til að almennur þrýstingur verði til á afnám haftanna. „Og á sama tíma er umræðan oft á tíðum dálítið almenn og fræðileg, sem leiðir til þess að menn átta sig ekki nógu vel á raunverulegri skaðsemi haftanna og í hversu ríkum mæli þau vega að framtíðarlífskjörum á Íslandi.“ Skaðsemi haftanna segir Frosti hægt að útlista á tiltölulega einfaldan máta. „Hagkerfið vex nokkurn veginn í samhengi við útflutning. Hann er forsenda þess að hagkerfið vaxi á sjálfbæran máta,“ segir hann. Landið búi vissulega að öflugum útflutningsgreinum, en til þess að ekki sé gengið of harkalega á náttúruauðlindir landsins þá sé þeim vexti takmörk sett. „Og í því samhengi hlýtur vöxturinn á útflutningi í auknum mæli að þurfa að koma frá þekkingariðnaði og þeim fyrirtækjum sem ekki byggja með beinum hætti á auðlindum.“ Um leið bendir Frosti á að fyrirtækin sem standa eiga undir aukningu útflutnings séu þau sem fyrir mestum skaða verði vegna haftanna. „Og ég leyfi mér að fullyrða að ef höftin verða hér áfram eftir tíu ár eða tuttugu þá verður starfsemi þessara fyrirtækja í algjöru lágmarki hér á Íslandi.“HaftakrónaSamsett myndÞolinmæði skiptir höfuðmáli Í grein sem hagfræðiprófessorarnir Friðrik Már Baldursson og Richard Portes skrifuðu um gjaldeyrishöftin undir lok síðasta árs segja þeir Ísland standa frammi fyrir erfiðu, en ekki óyfirstíganlegu, vandamáli við að gera upp bú föllnu bankanna og aflétta gjaldeyrishöftunum. „Mikið er undir. Mikilvægt er, fyrir sakir efnahagslegrar farsældar landsins í framtíðinni, að aflétta á endanum gjaldeyrishöftum. Þetta verður hins vegar að gera án þess að ógna fjármálastöðugleika og getu landsins til að standa undir skuldum sínum. Jafnvel þótt höftin séu skaðleg, þá er ávinningurinn af því að aflétta þeim líklegur til að vera mun minni en kostnaðurinn í kjölfar snemmbærrar afléttingar skorða á flæði fjármagns úr landi,“ segja þeir, bæði í grein sem birtist í Capital Markets Law Journal í byrjun þessa árs og í grein sem birtist á vef VOX í nóvember í fyrra. Hagfræðingarnir segja að þótt dæmi finnist um að ný gjaldeyrishöft hafi skaðleg áhrif í því að skerða hagvöxt þá sé þau áhrif síður að finna á Íslandi strax í kjölfar kreppu, um leið og auðvelt sé að sjá fyrir hversu skaðlegt væri að fella niður höftin án þess að taka á fyrirliggjandi vandamálum. „Af því leiðir að af Íslands hálfu er þolinmæði óhemjumikilvæg.“Fréttablaðið/ValliUm skaðsemi haftanna Undir lok árs 2011 gaf Viðskiptaráð Íslands út skýrslu um kostnað og efnahagsleg áhrif við gjaldeyrishöft. Ráðið varaði á þeim tíma við ákveðnu andvaraleysi sem virtist ríkja gagnvart höftunum og taldi umræðu um þau og skaðsemi þeirra ekki rista nægilega djúpt. Nú, að rúmum tveimur árum liðnum, er staða mála að mestu óbreytt. Í formála skýrslunnar er bent á áhrif á almenning, hvernig framvísa þurfi farseðlum til að fá takmarkaðan ferðagjaldeyri og hvernig fylgst sé með erlendum kreditkortafærslum fólks og fyrirtækja. Þá er bent á að auk beinna áhrifa á fólk og fyrirtæki hafi höft önnur víðtæk áhrif á framgang hagkerfisins. Þar eru höftin sögð:•Draga úr fýsileika Íslands sem fjárfestingarkosts fyrir erlenda aðila•Gera fjármálafyrirtækjum erfitt fyrirað þjónusta innlend fyrirtæki í alþjóðlegri starfsemi•Draga úr aðhaldi við fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja og einstaklinga, þ.e. að ferlið gangi sem hraðast fyrir sig•Takmarka verulega virkni hlutabréfamarkaðar•Hvetja innlend fyrirtæki og frumkvöðla til vaxtar erlendis og letja til aukinna umsvifa hérlendis•Skapa hvata til að sniðganga hagkerfiðþegar kemur að nýju fjármagni og draga þar með m.a. úr skattheimtu ríkissjóðs•Veita Seðlabankanum færi á að hafa áhrif á umsvif fyrirtækja og heimildir til söfnunar viðamikilla persónuupplýsinga•Skapa hættu á eignabóluvegna takmarkaðra fjárfestingakosta sem af höftunum leiðir, en þær takmarkanir draga jafnframt úr eðlilegri áhættudreifingu t.a.m. lífeyrissjóðanna•Valda almennri tortryggni í garð Seðlabankans vegna framkvæmdar haftanna•Hafa neikvæð áhrif á lánshæfismat íslenska ríkisins•Skerða samkeppnishæfni Íslandssamanborið við helstu samanburðarlönd•Veita stjórnvöldum rými til viðamikillar skattlagningarsem annars hefði ekki verið möguleg•Skapa ákveðinn iðnaðsem byggir alfarið á tilvist haftanna, er ekki sjálfbær til lengri tíma og í felst sóun á kröftum íslenskra fjölskyldna og fyrirtækja. „Það er því engum vafa undirorpið að höftin skerða almennt viðskiptafrelsi, sem hefur verið eitt af leiðarljósum Viðskiptaráðs í 95 ár og valda heimilum, atvinnulífi og hagkerfi búsifjum,“ segir í ríflega tveggja ára gamalli skýrslu Viðskiptaráðs.
Tengdar fréttir Undanþágur kosta fyrirtæki og Seðlabanka 1,5 milljarða Áætla má beinan kostnað vegna beiðna fyrirækja um undanþágur frá höftum. Frá og með 2009 hafa um 3.700 fyrirtæki sótt um undanþágu. Erfitt er að setja mælistiku á kostnað þjóðfélagsins við viðvarandi gjaldeyrishöft. 29. janúar 2014 07:00 Mest lesið Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Sjá meira
Undanþágur kosta fyrirtæki og Seðlabanka 1,5 milljarða Áætla má beinan kostnað vegna beiðna fyrirækja um undanþágur frá höftum. Frá og með 2009 hafa um 3.700 fyrirtæki sótt um undanþágu. Erfitt er að setja mælistiku á kostnað þjóðfélagsins við viðvarandi gjaldeyrishöft. 29. janúar 2014 07:00