Píratar vilja afnema bann við guðlasti Heimir Már Pétursson skrifar 9. janúar 2015 10:40 Píratar hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um afnám ákvæðis í hegningarlögum sem bannar guðlast. Bannið sæmi ekki lýðræðisríki. vísir/daníel Þingflokkur Pírata hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um afnám ákvæðis í hegningarlögum um guðlast. Þingflokksformaður Pírata segir atburðina í París hafa ýtt á eftir málinu en Íslendingar þurfi líka að gera frekari bragarbót á lögum um tjáningarfrelsi. Í 125. grein hegningarlaga segir: "Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 3 mánuðum. Mál skal ekki höfða, nema að fyrirlagi saksóknara." Í greinargerð með frumvarpi þingflokks Pírata um afnám þessarar lagagreinar í hegningarlögum segir að tjáningarfrelsið sé einn af mikilvægustu hornsteinum lýðræðis og frelsis. Það sé grundvallaratriði í frjálsu samfélagi að almenningur geti tjáð sig án ótta við refsingar af nokkru tagi, hvort heldur sem er af völdum yfirvalda eða annarra. Helgi Hrafn Gunnarsson þingflokksformaður Pírata segir það ekki sæma vestrænu lýðræðisríki að það sé til dæmis bannað að gera grín að trúarbrögðum. „Það er bara ekki við hæfi og reyndar hefur Ísland verið gagnrýnt talsvert af erlendum stofnunum eins og ÖSE (Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu) fyrir að vera ekki með sín tjáningarfrelsismál á hreinu. Þá kannski fyrst og fremst vegna þess að það liggja fangelsisrefsingar við ýmsum svona brotum,“ segir Helgi Hrafn. Í greinargerð með frumvarpinu segir einnig að ráðamenn Íslands geti ekki fordæmt beitingu sambærilegra lagagreina í ófrjálsari löndum meðan þær sé einnig að finna í refsilöggjöf hérlendis. Helgi Hrafn segir atburðina í París hafa ýtt á eftir þingflokknum að leggja frumvarpið fram. Píratar bjóði öllum sem vilji að vera meðflutningsmenn að frumvarpinu og nú þegar hafi þingmenn annarra flokka sýnt því áhuga. „Þegar svona atburðir eiga sér stað þá er það hrein árás á tjáningarfrelsið,“ segir Helgi Hrafn. Persónulega sé hann ekki hlyntur þeirri aðferð að gera grín að spámanninum til að ögra múslimum. Það sé ekki góð leið til að sýna fram á mátt tjáningarfrelsins. Hins vegar sé það góð leið til að sýna að tjáningarfrelsið sé gildi sem lýðræðisríkin ætli ekki að gefa upp á bátinn. „Þá tel ég mikilvægt að afleiðingarnar af svona hörmungum , eins og þeim sem áttu sér stað, að þær séu algerlega skýrar í þá átt að vernda tjáningarfrelsið og helst efla það. Það eru bestu skilaboðin sem við getum sýnt,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Þingflokkur Pírata hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um afnám ákvæðis í hegningarlögum um guðlast. Þingflokksformaður Pírata segir atburðina í París hafa ýtt á eftir málinu en Íslendingar þurfi líka að gera frekari bragarbót á lögum um tjáningarfrelsi. Í 125. grein hegningarlaga segir: "Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 3 mánuðum. Mál skal ekki höfða, nema að fyrirlagi saksóknara." Í greinargerð með frumvarpi þingflokks Pírata um afnám þessarar lagagreinar í hegningarlögum segir að tjáningarfrelsið sé einn af mikilvægustu hornsteinum lýðræðis og frelsis. Það sé grundvallaratriði í frjálsu samfélagi að almenningur geti tjáð sig án ótta við refsingar af nokkru tagi, hvort heldur sem er af völdum yfirvalda eða annarra. Helgi Hrafn Gunnarsson þingflokksformaður Pírata segir það ekki sæma vestrænu lýðræðisríki að það sé til dæmis bannað að gera grín að trúarbrögðum. „Það er bara ekki við hæfi og reyndar hefur Ísland verið gagnrýnt talsvert af erlendum stofnunum eins og ÖSE (Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu) fyrir að vera ekki með sín tjáningarfrelsismál á hreinu. Þá kannski fyrst og fremst vegna þess að það liggja fangelsisrefsingar við ýmsum svona brotum,“ segir Helgi Hrafn. Í greinargerð með frumvarpinu segir einnig að ráðamenn Íslands geti ekki fordæmt beitingu sambærilegra lagagreina í ófrjálsari löndum meðan þær sé einnig að finna í refsilöggjöf hérlendis. Helgi Hrafn segir atburðina í París hafa ýtt á eftir þingflokknum að leggja frumvarpið fram. Píratar bjóði öllum sem vilji að vera meðflutningsmenn að frumvarpinu og nú þegar hafi þingmenn annarra flokka sýnt því áhuga. „Þegar svona atburðir eiga sér stað þá er það hrein árás á tjáningarfrelsið,“ segir Helgi Hrafn. Persónulega sé hann ekki hlyntur þeirri aðferð að gera grín að spámanninum til að ögra múslimum. Það sé ekki góð leið til að sýna fram á mátt tjáningarfrelsins. Hins vegar sé það góð leið til að sýna að tjáningarfrelsið sé gildi sem lýðræðisríkin ætli ekki að gefa upp á bátinn. „Þá tel ég mikilvægt að afleiðingarnar af svona hörmungum , eins og þeim sem áttu sér stað, að þær séu algerlega skýrar í þá átt að vernda tjáningarfrelsið og helst efla það. Það eru bestu skilaboðin sem við getum sýnt,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira