Sport

Vill fleiri lyfjapróf í UFC

Gustafsson mætir Johnson á Tele2 Arena þar sem sænska knattspyrnulandsliðið spilar leiki sína. Hann er hér að æfa á vellinum.
Gustafsson mætir Johnson á Tele2 Arena þar sem sænska knattspyrnulandsliðið spilar leiki sína. Hann er hér að æfa á vellinum. vísir/getty
Sænski bardagakappinn Alexander Gustafsson vill sjá UFC beita sér fyrir því að fleiri í íþróttinni þurfi að gangast undir lyfjapróf.

Gustafsson er að fara að berjast við Anthony Johnson í Stokkhólmi þann 24. janúar næstkomandi. Sigurvegarinn fær væntanlega að mæta Jon Jones en tilkynnt var í dag að hann hefði fallið á lyfjaprófi.

Engu að síður verður Jones líklega ekki refsað þar sem efnið sem fannst í honum er ekki á bannlista UFC. Efnið er þó í kókaíni og það er talið vera efnið sem Jones var að nota. Hann hefur brugðist við með því að skella sér í meðferð.

Sjá einnig: Jon Jones féll á lyfjaprófi

Það vakti athygli að bandarískir lyfjaeftirlitsmenn hefðu beðið um leyfi til þess að lyfjaprófa Gustafsson í Svíþjóð en ekki var talað um að lyfjaprófa Johnson.

„Ég hef ekkert á móti þessu lyfjaprófi og fagna því að vera lyfjaprófaður. Ég vil að íþróttin sé hrein og að allir sitji við sama borð. Þess vegna vona ég að Johnson verði líka lyfjaprófaður. Þá getum við sýnt heiminum að við séum hreinir íþróttamenn sem keppa á jafnréttisgrundvelli," skrifaði Gustafsson á Facebook-síðu sína.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×