Sport

Jon Jones féll á lyfjaprófi

Jones með beltið sitt eftir bardagann um helgina.
Jones með beltið sitt eftir bardagann um helgina. vísir/getty
Besti bardagamaður UFC í dag, Jon Jones, féll á lyfjaprófi fyrir bardaga sinn gegn Daniel Cormier um síðustu helgi.

Jones var tekinn í lyfjapróf þann 4. desember og niðurstöður lágu fyrir á Þorláksmessu. Efni sem er í kókaíni fannst í líkama Jones sem er nú farinn í meðferð.

Þrátt fyrir það fékk Jones að keppa gegn Cormier þar sem hann varði titil sinn áttunda skiptið í röð með stæl. Efnið er ekki á bannlista hjá UFC.

UFC virðist ekki hafa tekið neina ákvörðun um að refsa Jones en segist styðja hann í því að fara í meðferð og leita sér aðstoðar.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×