Andry Murray vann fyrsta titilinn árið 2015 eftir að Novak Djokovic þurfti að draga sig úr keppni á Mubadala heimsmeistaramótinu sem fram fór í Abu Dhabi.
Kapparnir áttu að mætast í dag, en Djokovic, sem er númer eitt á heimslistanum, gaf það út að hann væri ekki klár að spila.
„Ég hef verið veikur í dag og með hita og ég er ekki tilbúinn að spila," sagði Serbinn Djokovic sem lagði Stan Wawrinka í undanúrslitunum, 6-1 og 6-2.
Murray kveiknaði sér einnig í öxlinni og var ánægður þegar Djokovic dró sig úr keppni. Murray sló Rafael Nadal úr leik í undanúrslitunum, 6-2 og 6-0.
Sport