Lífið

Óskarinn í beinni: Verður Jóhann tilnefndur?

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Óskarinn í beinni á Vísi.
Óskarinn í beinni á Vísi.
Tilnefningar til Óskarsveðrlaunanna verða tilkynntar í beinni útsendingu á Vísi. Útsending hefst klukkan 13:30 og má sjá hér að neðan.

Líklegt verður að teljast að Jóhann Jóhannsson verði tilnefndur til verðlauna fyrir tónlistina í myndinni The Theory of Everything. Jóhann fékk Golden Globe verðlaunin fyrr í vikunni, eins og frægt er orðið.





Leikarinn Chris Pine og leikstjórarnir J.J. Abrams og Alfonso Cuarón lesa upp tilnefningingarnar. Tuttugu og fjögur Óskarsverðlaun verða veitt, þar á meðal fyrir bestu kvikmynd, besta leik í aðal- og aukahlutverkum, hljóð og tæknibrellur.

Þetta er í þriðja sinn sem tilkynnt verður um tilnefningarnar með þessum hætti; í beinni útsendingu sem varpað er um heiminn í gegnum netið.

Þetta er í fyrsta sinn sem tilkynnt verður um tilnefningar í öllum flokkum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×